Fara beint í efnið

Upplýsingar fyrir fósturbörn

Fóstur er þegar barn þarf að búa á öðru heimili í lengri eða styttri tíma vegna þess að foreldrar geta ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf.

  • Barn er ekki í fóstri lengur en þarf og það á að skoða reglulega hvort nauðsynlegt er að halda því áfram.

  • Barn á rétt á því að tjá sig og segja sína skoðun varðandi það að fara í fóstur og hvernig því líður í fóstri.

  • Barn í fóstri hefur starfsmann hjá barnavernd sem fylgist með barninu og getur svarað spurningum þess.

Við höfum tekið saman nokkrar dæmigerðar spurningar fósturbarna og svör við þeim.

Spurningar fósturbarna um það að fara í fóstur

Þegar barn fer í fóstur skipta þarfir þess og óskir miklu máli.

Spurningar fósturbarna um réttindi sín í fóstri

Mikilvægt er að hlustað sé á börn sem eru í fóstri.

Spurningar um það hvernig fóstri lýkur

Almennt lýkur fóstri þegar ekki er lengur þörf á því, annað hvort vegna þess að aðstæður hafa breyst eða barn í fóstri er orðið fullorðið (að minnsta kosti 18 ára).

Ef þú hefur einhverjar fleiri spurningar er hægt að hafa samband við fostur@bofs.is eða í síma 530 2600 til að fá ráðgjöf frá Barna- og fjölskyldustofu.