Umsókn um bætur úr sjúklingatryggingu - atvik árið 2025 og síðar
Sjúklingatrygging veitir bætur vegna líkamlegs eða geðræns tjóns við meðferð eða rannsókn í heilbrigðisþjónustu.
Ef tjón varð í heilbrigðisþjónustu, óháð því hvort um var að ræða opinbera heilbrigðisþjónustu eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmann, er unnt að sækja um bætur til Sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar afla gagna og taka ákvörðun um bótaskyldu.
Hvernig fæst tjónið bætt?
Til að fá tjón bætt þarf að:
Athuga hvort umsækjandi uppfyllir forsendur greiðslu
Umsókn er fyllt út og send inn í gegnum Gagnaskil einstaklinga
Eftir að umsókn berst þá mun Sjúkratryggingar sjá um gagnaöflun, örorkumat og bótaútreikning vegna umsóknarinnar. Ákvörðun er send til umsækjanda um bótagreiðslu og örorkumat en búast má við að niðurstaða örorkumats taki lengri tíma en ákvörðun um bótagreiðslur, sjá afgreiðslutíma umsókna.
Þarf aðstoð lögmanns til að sækja um?
Umsækjanda er í sjálfsvald sett hvort leitað sé aðstoðar lögmanns, en almennt þarf þess ekki þar sem öll gagnasöfnun og önnur vinna við umsókn fer gjaldlaus fram hjá Sjúkratryggingum. Vert er að benda á að lögmannskostnaður greiðist alfarið af umsækjanda.
Tekið er við fyrirspurnum og gögnum í Þjónustu- og símaveri Sjúkratrygginga og í gegnum Gagnaskil einstaklinga.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar