Það gilda lög og reglur um bæði nýjar og gamlar vélar
Huga þarf að öryggi véla um leið og þær eru hannaðar.
Gera skal áhættumat á hönnunarstigi véla fyrir allan líftíma þeirra.
Það þarf meðal annars að ná til:
hönnunar
framleiðslu
flutnings
uppsetningar
notkunar
viðhalds
þrifa
förgunar
Nýjar vélar skulu vera CE-merktar og með þeim á að fylgja samræmisyfirlýsing auk íslenskra notkunar- og öryggisleiðbeininga.
Gamlar vélar eiga að vera jafn öruggar og nýjar.
Dæmi um vélar:
Flóknar framleiðslulínur
Lyftarar
Borvélar
Vélsagir og bandsagir
Ýmis jarðvinnutæki
Kranar
Öryggi á vinnustað er best tryggt með samvinnu atvinnurekanda og starfsfólks, til dæmis þegar kemur að því að meta ástand tækjabúnaðar.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið