Fara beint í efnið

Umsókn um bætur úr sjúklingatryggingu - atvik árið 2024 og fyrr

Umsókn um bætur úr sjúklingatryggingu

Forsendur fyrir greiðslu

Réttur getur myndast til bótagreiðslu ef eitt af eftirfarandi á við:

  • Umsækjandi varð fyrir líkamlegu eða andlegu tjóni við sjúkdómsmeðferð eða rannsókn

  • Maki umsækjanda lést vegna tjóns við sjúkdómsmeðferð eða rannsókn

  • Foreldri umsækjanda undir 18 ára aldri lést vegna tjóns við sjúkdómsmeðferð eða rannsókn


Tjónið þarf að hafa átt sér stað á einu af eftirfarandi:

  • Heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi hér á landi

  • Öðrum heilbrigðisstofnunum í eigu ríkisins, í heild eða hluta

  • Í sjúkraflutningi innanlands

  • Heilbrigðisþjónustu eða sjúkraflutningi erlendis, svo lengi sem þú ert að sækja nauðsynlega meðferð sem ekki er í boði á Íslandi á vegum Sjúkratrygginga.


Einnig skal hægt að rekja tjónið til eins af eftirfarandi:

  • Meðferð var ekki hagað eins vel og hægt var miðað við þekkingu og reynslu

  • Bilun eða galla varð í tæki, áhöldum eða öðrum búnaði sem var notaður

  • Ekki var notuð önnur meðferðaraðferð eða tækni sem völ var á og hefði bæði:

    - Forðað tjóni frá að eiga sér stað

    - Gert sama gagn og sú aðferð sem notuð var

  • Fylgikvilla meðferðar, svo lengi sem:

    - Hann er tiltölulega sjaldgæfur (sjaldnar en í 1-2% tilfella)

    - Er alvarlegur miðað við grunnsjúkdóminn sem meðferð átti að lækna

    - Tjónið er meira en svo að sanngjarnt sé að sjúklingur þoli það bótalaust

  • Læknisfræðilegrar tilraunar sem var ekki vegna sjúkdómsgreiningu né meðferðar

  • Gjöf umsækjanda á líffæri, vef, blóði eða öðrum líkamsvökva

  • Bólusetningar gegn COVID-19 á árunum 2020-2023 með bóluefni frá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum


Að öllum ofangreindum skilyrðum fullnægðum er bótaréttur ákvarðaður. Ef bótaupphæð
reynist hærri en lágmarksgreiðsla bóta er umsókn samþykkt.

Umsókn um bætur úr sjúklingatryggingu

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar