Ágreiningur um forsjá eða lögheimili barns
Ef foreldra greinir á um forsjá eða lögheimili barns/barna er málinu vísað í sáttameðferð. Ef samkomulag næst ekki í sáttameðferð, getur sýslumaður ekki staðfest samning vegna sambúðarslita, fyrr en búið er að höfða dómsmál til úrlausnar ágreiningsins.
Ef samkomulag næst í sáttameðferð staðfestir sýslumaður samning vegna sambúðarslita og tilkynnir það til Þjóðskrár Íslands.
Ágreiningur um framfærslu
Ef foreldra greinir á um framfærslu getur lögheimilisforeldri óskað eftir úrskurði sýslumanns um meðlag. Foreldri sem barn býr hjá eftir samvistarslit getur einnig farið fram á úrskurð sýslumanns um meðlag frá hinu foreldrinu.
Þjónustuaðili
Sýslumenn