Viðtal vegna sambúðarslita fer fram hjá sýslumanni eða löglærðum fulltrúa hans, sem veitir upplýsingar um þær lagareglur sem reynir á við sambúðarslitin. Afstaða foreldra til forsjár, lögheimilis og framfærslu barns/barna eru bókaðar á fundinum.
Foreldrar geta annað hvort mætt saman í viðtal eða hvort í sínu lagi. Ef annað foreldri kýs að mæta eitt, er hitt boðað til viðtals síðar. Heimilt er að viðtöl fari fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað.
Heimilt er að hafa einhvern með sér í viðtali en foreldrar þurfa að vera sammála um það hverjir eru viðstaddir.
Hægt er að óska eftir því að viðtalið fari fram á ensku en ef þörf er á túlki, þarf viðkomandi sjálfur að útvega hann.
Þjónustuaðili
Sýslumenn