Ef foreldrar eru sammála um forsjá barns/barna, lögheimili og framfærslu, gefur sýslumaður út staðfestingu vegna sambúðarslita og sendir tilkynningu um breytt lögheimili til Þjóðskrár Íslands.
Sá sem getur ekki gefið upp breytt lögheimili við fyrirtökuna, þarf að senda sína tilkynningu til Þjóðskrár Íslands sjálfur. Hægt er að gera það rafrænt.
Sýslumaður getur neitað að staðfesta samning um lögheimili og meðlag ef honum þykir samningurinn andstæður hag og þörfum barnsins/barnanna.
Þjónustuaðili
Sýslumenn