Staðfestri samvist breytt í hjónaband
Staðfest samvist á við um samkynhneigða einstaklinga sem áður fyrr höfðu ekki heimild til að ganga í hjónaband, en gátu fengið samvist sína staðfesta.
Einstaklingar sem vilja breyta skráningu sinni í þjóðskrá úr staðfestri samvist í hjónaband geta gert það með því að senda beiðni um málið til Þjóðskrár undirritað af báðum aðilum.
Réttindi einstaklinga í staðfestri samvist eru að öllu leyti þau sömu og ef um hjónaband væri að ræða og taka því engum breytingum við breytta skráningu.
Þjónustuaðili
Þjóðskrá