Fara beint í efnið

Stafræn málsmeðferð í dánarbúsmálum

19. janúar 2024

Sýslumenn hafa frá árinu 2021 unnið að því að koma málsmeðferð í dánarbúsmálum á stafrænt form. Góður árangur hefur náðst í þeirri vegferð. Áfram geta erfingjar þó mætt á starfsstöðvar sýslumanna með útfyllt eyðublöð.

Ský

Dánarvottorð eru rafræn í um 90% tilfella og berast beint inn í Sýsluna, málakerfi sýslumanna. Í ársbyrjun 2023 var hlutfallið 21%. Góð samvinna opinberra stofnanna hefur skilað góðum árangri í innleiðingu rafrænna dánarvottorða.

Í desember síðast liðinn voru 55% andlátstilkynninga til sýslumanna stafrænar. Aðstandendur þurftu í þeim tilfellum ekki að leggja leið sína á starfsstöðvar sýslumanna til þess að tilkynna andlátið.

Eftirfarandi ferli eru nú aðgengileg erfingjum á stafrænu formi.

Erfingjar þurfa að vera með rafræn skilríki til þess að geta nýtt sér ferlin. Ef erfingjar velja að fylla út stafrænt form þurfa þeir ekki að mæta á starfsstöðvar sýslumanna eða senda í bréfpósti frumrit af eyðublöðum.

Jafnframt má nefna eftirfarandi:
  • Skattframtöl sendast sjálfkrafa til sýslumanna.

  • Upplýsingar um ökutæki látna sendast sjálfkrafa til sýslumanna.

  • Upplýsingar um skotvopn látna sendast sjálfkrafa til sýslumanna.

  • Sýslumenn senda áritaðar erfðafjárskýrslur beint úr Sýslunni til Skattsins.

  • Bálstofan sendir allar beiðnir um líkbrennslu á stafrænu formi til sýslumanna.

Hvað er framundan?
  • Stafræn erfðafjárskýrsla.

  • Upplýsingar um fasteignir látna sendist sjálfkrafa til sýslumanna.

  • Upplýsingar frá bönkum um stöðu eigna og skulda hins látna sendist sjálfkrafa til sýslumanna.

  • Upplýsingar frá Tryggingastofnun ríkisins sendist sjálfkrafa til sýslumanna.

  • Samstarfsaðilar geti sjálfkrafa fengið yfirlit um framvindu skipta.

  • Unnið að tengingum við aðra samstarfsaðila.

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15