Dreifing ösku
Dreifing utan kirkjugarðs
Hægt er að fá heimild fyrir að dreifa ösku utan kirkjugarðs með eftirfarandi reglum:
Aðeins er heimilt að dreifa ösku yfir öræfi eða sjó.
Ekki er heimilt að dreifa ösku nærri byggð eða þar sem mögulegt er að byggð rísi í fyrirsjáanlegri framtíð.
Ekki má dreifa ösku yfir ár eða vötn.
Ekki má dreifa öskunni á fleiri en einn stað.
Ekki má merkja eða auðkenna þann stað sem ösku er dreift á nokkurn hátt, til dæmis með því að setja upp minningarskjöld eða aðra merkingu, eða hlaða vörðu.
Fyrir dreifingu ösku þarf að liggja ótvíræð ósk hins látna um að það sé gert, eða staðfesting nánustu aðstandenda um að það hafi verið ósk hins látna að svo yrði gert.
Þegar dreifingu er lokið skal duftker afhent bálstofu þegar í stað til eyðingar og embættinu send undirrituð yfirlýsing þess efnis að dreifingin hafi farið fram eftir reglum.
Umsókn um dreifingu ösku utan kirkjugarðs
Staðfesting á dreifingu ösku
Þegar dreifingu er lokið skal duftker afhent bálstofu þegar í stað til eyðingar og embættinu send undirrituð yfirlýsing þess efnis að dreifingin hafi farið fram eftir reglum.