Fara beint í efnið

Um sýslumenn

Sýslumanna er fyrst getið hérlendis í handriti að sáttmála sem Íslendingar gerðu við Noregskonung á árunum 1262 til 1264. Síðar var sáttmálinn nefndur Gamli sáttmáli, en með honum má segja að Íslendingar hafi gerst þegnar Noregskonungs. Sýslumenn eru elstu veraldlegu embættismenn sem enn starfa á Íslandi og hafa alla tíð verið mikilvægur hluti stjórnsýslunnar.

Sögu sýslumanna verða aldrei gerð skil svo vel sé í stuttu máli. Eftirfarandi texti er einungis yfirlit og fróðleiksmolar um einstök atriði í sögu þeirra.