Fara beint í efnið

Sýslumannaráð

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði tilnefna sýslumenn árlega úr sínum hópi nefnd þriggja manna er hafi það hlutverk:

  • að vinna með ráðuneytinu að stefnumótun fyrir sýslumannsembættin í heild og gera tillögur um hvað eina sem getur orðið til úrbóta í störfum sýslumanna eða löggjöf sem um verkefni þeirra gildir,

  • að vinna að sameiginlegum verkefnum sýslumanna, svo sem útgáfu ársskýrslu fyrir embættin í heild, að vera til ráðgjafar um þróun starfs- og upplýsingakerfa embættanna, að annast sameiginlega vefsíðu embættanna og að stuðla að símenntun og þjálfun starfsmanna þeirra.

  • Nefndinni er heimilt að fela sýslumanni framkvæmd einstakra verkefna undir yfirstjórn hennar.

Nefndin sem nefnd er sýslumannaráð er samkvæmt ákvörðun fundar sýslumanna 29. október 2021, skipuð sem hér segir: 

Kristín Þórðardóttir - sýslumaður á Suðurland
Ólafur K. Ólafsson - sýslumaður á Vesturlandi
Sigríður Kristinsdóttir - sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu

Á fundi sýslumannaráðs 9. nóvember 2021 var skipun ráðsins ákveðin sem hér segir: 

Formaður: Kristín Þórðardóttir
Meðstjórnandi: Sigríður Kristínsdóttir
Meðstjórnandi: Ólafur K. Ólafsson

Netfang sýslumannaráðs er syslumannarad@syslumenn.is