Fara beint í efnið

Andlátstilkynning

Tilkynning um andlát

Andlát ber að tilkynna eins fljótt og mögulegt er til sýslumanns í því umdæmi sem hinn látni hafði lögheimili. Útför getur ekki farið fram fyrr en sýslumaður hefur staðfest móttöku dánarvottorðs.

Andlát er tilkynnt með því að 

  1. fá dánarvottorð hjá heilbrigðisstofnun eða lækni sem annaðist hinn látna

  2. mæta í eigin persónu til sýslumanns með dánarvottorðið 

Þar fær sá sem tilkynnir:

  • staðfestingu á að útför megi fara fram

  • heimild til að afla upplýsinga um stöðu dánarbús

  • heimild til að greiða útfararkostnað af bankareikningum úr dánarbúi

Staðfestingu fyrir því að útför megi fara fram þarf að skila til þess aðila sem sér um útförina. 

Andlát í útlöndum

Ef hinn látni lést í útlöndum er dánarvottorð eða samskonar erlent vottorð afhent sýslumanni í því umdæmi þar sem útför verður gerð eða þar sem dánarbúinu verður skipt. Ef vottorðið er á öðru tungumáli en ensku þá þarf sá sem tilkynnir að leggja fram íslenska eða enska þýðingu á vottorðinu.

Andvana fæðing

Ef barn fæðist andvana þarf ekki að tilkynna það til sýslumanns. Heilbrigðisstofnun sér um að tilkynna það til Þjóðskrár.

Andlátstilkynning án dánarvottorðs

Ef framvísun dánarvottorðs er ekki mögulegt getur sýslumaður tekið við andlátstilkynningu ef henni fylgja einhver eftirtalinna sönnunargagna:

  • Embættisvottorð undirritað af einstaklingi sem er vegna opinberra starfa sinna bær til að votta andlát.

  • Lögregluskýrsla sem hefur verið gerð hér á landi og staðfestir andlát eða dómur uppkveðinn hér á landi um lát horfins manns.

  • Dómsúrskurður uppkveðinn hér á landi um að skipta megi arfi eftir horfinn mann sem hann væri látinn.

  • Erlent sönnunargagn sem samsvarar því sem talið hefur verið upp.

Tilkynning um andlát

Þjónustuaðili

Sýslu­menn