Fara beint í efnið

Þegar einstaklingur fellur frá þarf að tilkynna andlátið til sýslumanns eins fljótt og kostur er eftir að læknir hefur gefið út dánarvottorð. Aðstandandi getur annað hvort tilkynnt andlátið rafrænt eða með því að mæta á starfsstöð sýslumanns.

Dánarvottorð er annað hvort rafrænt eða á pappír. Læknir upplýsir aðstandendur um það hvort dánarvottorðið verði gefið út rafrænt eða á pappír.

Rafrænt dánarvottorð berst sjálfkrafa til sýslumanns frá þeim lækni sem gefur dánarvottorðið út. Með því fylgja upplýsingar um þann aðstandanda sem mun tilkynna andlátið til sýslumanns rafrænt. Næsta virka dag eftir að rafrænt dánarvottorð berst til sýslumanns fær aðstandandinn bréf í pósthólf á Ísland.is með nánari leiðbeiningum. Í rafrænu tilkynningunni er hægt að tilnefna annan aðstandanda ef þörf er á.

Dánarvottorð á pappír þarf aðstandandi að sækja á heilbrigðisstofnun þar sem það var gefið út og fara með það á starfsstöð sýslumanns til að tilkynna andlátið. Einnig er hægt að tilkynna andlátið rafrænt þegar búið er að fara með dánarvottorðið til sýslumanns.

Þegar sýslumaður hefur móttekið rafræna andlátstilkynningu fær aðstandandi send eftirfarandi skjöl í pósthólf á Ísland.is:

  1. Vottorð um tilkynningu andláts.

  2. Heimild til að greiða útfararkostnað af bankareikningum hins látna.

  3. Heimild til að afla upplýsinga um stöðu dánarbús ef tilkynnandi er erfingi.

Ef tilkynnandi mætir til sýslumanns fær hann ofangreind skjöl afhent.

Útför má ekki fara fram fyrr en prestur eða annar sá, sem hana annast, fær í hendur vottorð um að andlátið hafi verið tilkynnt sýslumanni. Aðstandandi framvísar vottorðinu hjá þeim sem annast útförina.

Tilkynning um andlát

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15