Andvana fæðing, sorgarleyfi og styrkur
Ljósmæður, læknar og annað starfsfólk heilbrigðiskerfisins aðstoða og leiðbeina foreldrum við andvana fæðingu eða missis fósturs.
Um andvana fæðingar á vef Ljósmæðrafélag
Styrktarfélagið Gleym mér ei býður upp á ýmsa þjónustu og fræðslu fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Ef foreldrar vilja stendur þeim til boða að fá til sín prest sem veitir þeim ráðgjöf varðandi kistulagningu og útför, kynnir fyrir þeim stuðningshópa fyrir foreldra sem misst hafa börn og bjóða uppá blessun í tengslum við nafngift barnsins.
Sorgarleyfi og sorgarstyrkur
Réttur til sorgarleyfis verður til við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu og andvanafæðingu eftir 22 vikna meðgöngu. Lög um sorgarleyfi gilda frá 1. janúar 2023 og eiga við foreldra sem verða fyrir barnsmissi, andvanafæðingu eða fósturláti 1. janúar 2023 eða síðar.
Sorgarstyrkur er fyrir foreldra í fullu námi eða eru utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi sem verða fyrir því að barn þess yngra en 18 ára andast. Lög um sorgarstyrk gilda frá 1. janúar 2023 og eiga við foreldra sem vera fyrir barnsmissi 1. janúar 2023 eða síðar.
Foreldri skal sækja um greiðslur í sorgarleyfi og styrk til Vinnumálastofnunar.
Upplýsingar um sorgarleyfi og sorgarstyrki á vef Vinnumálastofnunar
Dánarvottorð
Heilbrigðisstarfsmaður tilkynnir andvana fæðingu til Þjóðskrár og Landlæknis.
Ekki er gefið út dánarvottorð vegna andvana fædds barns og því er fæðingin ekki tilkynnt til sýslumanns.
Þjónustuaðili
VinnumálastofnunTengd stofnun
Sýslumenn