Sýslumanni er aðeins heimilt að taka við andlátstilkynningu og gefa vottorð um hana, ef framvísað er einhverju eftirtalinna sönnunargagna um andlátið:
Dánarvottorði útgefnu af lækni.
Annars konar embættisvottorði útgefnu af þeim sem er bær vegna opinberra starfa sinna um að votta um andlátið.
Lögregluskýrslu.
Dómi um lát horfins manns.
Dómsúrskurði um að skipta megi eftir horfinn mann þar sem hann væri látinn.
Ef sönnunargagn um andlát er gefið út erlendis er sýslumanni heimilt að krefja tilkynnanda um þýðingu skjalsins gerist þess þörf.
Þjónustuaðili
Sýslumenn