Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfari sem hefur störf
Sjúkraþjálfari þarf að óska eftir aðild að samningi með sex mánaða fyrirvara skv. samningi. Haft er samband við Sjúkratryggingar í gegnum heimasíðu stofnunarinnar hér.
Til að geta starfað samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar þarf viðkomandi sjúkraþjálfari að vera með fullgilt starfsleyfi og rekstrarleyfi. Sótt er um rekstrarleyfi til Embættis landlæknis Rekstur heilbrigðisþjónustu | Ísland.is.
Önnur gögn sem þarf að senda til Sjúkratrygginga – í gegnum Gagnagátt – Skjalaskil – eru:
Samningur Sjúkratrygginga og notanda vegna tengingar við upplýsingakerfi Sjúkratrygginga
Staðfesting á fullnægjandi starfsábyrgðartryggingu
Þegar öll tilskilin gögn hafa verið móttekin og yfirfarin af heilbrigðisþjónustusviði Sjúkratrygginga fær viðkomandi sendan hlekk með tölvupósti sem leiðir inn á umsóknarform. Leiðbeiningar vegna umsóknar má finna hér. Fylla þarf út umsókn og senda inn. Umsóknin fer til samningasviðs Sjúkratrygginga til yfirlestrar og samþykktar. Ef umsóknin er samþykkt af samningasviði Sjúkratrygginga er sendur annar hlekkur með til undirritunar samnings, það er gert með rafrænum skilríkum.
Þegar skráningu er lokið fær viðkomandi bréf í gagnagátt þar sem fram kemur viðskiptanúmer og bankareikningur sem greitt er inná auk viðskiptanúmers starfsstöðvar. Þessar upplýsingar þarf sjúkraþjálfari einnig að senda til Gagna svo að hægt sé að senda inn reikninga.
Ekki er hægt að senda inn reikninga fyrr en skráningu er lokið í kerfi Sjúkratrygginga.
Flutningur á aðra starfsstöð
Senda þarf eftirfarin gögn til Sjúkratrygginga í gegnum Gagnagátt - skjalaskil
Staðfesting á fullnægjandi starfsábyrgðartryggingu
Athugið að breyta þarf skráningu á rekstraleyfi á vef landlæknis í samræmi við nýtt aðsetur
Rekstur heilbrigðisþjónustu | Ísland.is
.
Þegar öll tilskilin gögn hafa verið móttekin og yfirfarin af heilbrigðisþjónustusviði er skráning viðkomandi uppfærð í kerfum Sjúkratrygginga. Upplýsingar um breytingu þurfa að berast til Gagna svo að hægt sé að senda inn reikninga.
Ekki er hægt að senda inn reikninga fyrr en skráningu er lokið í kerfi Sjúkratrygginga
Breytingar á rekstri - skráning fyrirtækis sjúkraþjálfara
Senda þarf tilkynningu um breytingar á rekstri/nýtt fyrirtæki sjúkraþjálfara í gegnum Gagnagátt - skjalaskil
Ef verið er að opna nýja stofu sjúkraþjálfara eða færa rekstur í nýtt húsnæði þarf að skila inn gögnum samkvæmt gátlista sem finna má hér.
Þegar öll gögn samkvæmt gátlista hafa borist er metið hvort viðkomandi starfsstofa uppfylli skilyrði sem sett eru í 8. grein samnings Sjúkratrygginga og sjúkraþjálfara frá maí 2024 og fylgiskjali IV í sama samning. Eiganda stofu er í framhaldi af því sent bréf þar sem staðfest er að viðkomandi stofa sé samþykkt af SÍ. Ekki er heimilt að hefja störf á viðkomandi stofu fyrr en slíkt heimild hefur verið gefin af SÍ.
Athugið að sækja þarf um rekstrarleyfi fyrir ný fyrirtæki til Embætti landlæknis
Fyrirtæki sjúkraþjálfara þarf að vera skráð hjá fyrirtækjaskrá og samræmast skráningu fyrirtækis vegna heilbrigðisþjónustu.
Ekki er hægt að senda inn reikninga fyrr en skráningu er lokið í kerfi sjúkratrygginga.
Hlutverk og starfsreglur
Samstarfsnefnd er skipuð tveimur fulltrúum frá Sjúkratryggingum og tveimur fulltrúum frá Félagi sjúkraþjálfara. Samstarfsnefndin er vettvangur samstarfs um samninga aðila og framtíðarsýn varðandi skipulag þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Sjúkratryggingar leggja nefndinni til starfsmann.
Ákvarðanir samstarfsnefndar um breytingar, túlkun eða framkvæmd á samningi aðila eru bindandi fyrir sjúkraþjálfara sem starfa samkvæmt honum. Ágreiningsmálum innan nefndarinnar er unnt að vísa til samninganefnda Félag sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga.
Hlutverk samstarfsnefndar eru margvísleg og tengjast m.a. starfsheildum og gæðastarfi, almennri og einstakri gjaldskrárnotkun og veitingu þjónustu, nýliðun inn á samninginn, magnstýringu og forgangsröðun þjónustu. Um hlutverk nefndarinnar er að öðru leyti vísað í samstarfssamninginn sem sjá má nánar hér. Samstarfsnefnd er bundin trúnaði gagnvart málum sjúkraþjálfara sem upp koma eða vísað er til nefndarinnar.
Samkvæmt samningnum getur samstarfsnefnd sett sér starfsreglur. Þær starfsreglur hafa verið samþykktar og eru birtar hér.
Einnig hefur samstarfsnefnd útbúið gátlista, sem er ennþá í vinnslu, sem unnið er eftir þegar mál sjúkraþjálfara koma upp er varða undanþágur á ákvæðum samnings Sjúkratrygginga og Félags sjúkraþjálfara.
Erindi til Samstarfsnefndar
Erindi skal senda til nefndarinnar í gegnum Gagnagátt - skjalaskil – Samstarfsnefnd Félags sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga.
