18. febrúar 2025
Póstur sendur á atvinnubílstjóra
Ný námskrá fyrir endurmenntun atvinnubílstjóra hefur verið samþykkt og verður birt í dag. Sjá nýja námskrá á vef Samgöngustofu.
Helstu breytingar:
· Nú er skylda að eitt af þeim fimm námskeiðum sem bílstjórar taka innihaldi verklegan hluta, til dæmis verklega skyndihjálp.
· Ekki er lengur um að ræða kjarna, valkjarna og val.
· Námskeiðum er nú skipt í þrjá hluta,
Umhverfi
Lög og reglur
Öryggi
Hver bílstjóri þarf nú að:
· Taka að lágmarki eitt námskeið úr hverjum hluta, hin tvö eru valfrjáls úr hvaða hluta sem er.
· Passa að eitt af þessum námskeiðum innihaldi verklegan þátt (til dæmis skyndihjálp).
Bílstjórar sem hafa lokið fimm námskeiðum samkvæmt eldra fyrirkomulagi hafa til 1. júní 2025 til að endurnýja ökuskírteinið með 95 hjá sýslumanni.
Athugið að þau sem hafa nú þegar lokið skyndihjálp uppfylla þau skilyrði sem eru sett um verklega hlutann.
Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á netfangið okurettindi@samgongustofa.is og hjá námskeiðshöldurum.
Bílstjórar geta skoðað stöðu sinna námskeiða á https://askur.samgongustofa.is
Athugið að ef innskráning tekst ekki eru líkur á að engin námskeið séu í gildi.
Listi yfir námskeiðshaldara:
https://island.is/endurmenntun-atvinnubilstjora/vidurkenndir-namskeidshaldarar
Nánari upplýsingar má finna á upplýsingasíðu fyrir atvinnubílstjóra: https://island.is/atvinnubilstjorar
Við vonum að þessar breytingar falli vel í kramið hjá atvinnubílstjórum.
Með kveðju,
Starfsfólk ökunámsteymis Samgöngustofu