Fara beint í efnið

Tegundir meiraprófs, réttindaflokkar og aldursmörk

Fólks- og sendibifreið í atvinnuskyni (B/Far)

Réttindaaldur er 20 ára (21 ár til að aka leigubíl)

Gefur réttindi til að aka bifreið fyrir allt að 8 farþega eða lítilli sendibifreið, í atvinnuskyni og taka gjald fyrir. Heildarþungi eftirvagns er 750 kg og þarf að bæta við sig BE réttindum til að mega aka með meiri þunga.

Minni vörubíll og eftirvagn (C1 og C1E)

Réttindaaldur fyrir C1 og C1E en 18 ára.

  • Réttindaflokkur C1: Gefur réttindi til að aka bifreið þyngri en 3.500 kg en þó ekki þyngri en 7.500 kg. Sá sem hefur C1 réttindi má tengja eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd. Til þess að mega draga þyngri eftirvagna/tengitæki þarf að taka C1E réttindi. 

  • Réttindaflokkur C1E: Gefur réttindi til að aka vörubifreið/stórum pallbíl í flokki C1 með eftirvagni sem er þyngri en 750 kg að heildarþunga.Þó má sameiginlegur heildarþungi beggja ökutækja ekki fara yfir 12.000 kg. 

Vörubíll og eftirvagn (C og CE)

Réttindaaldur fyrir C og CE er 21 ár.

  • Réttindaflokkur C: Gefur réttindi til að aka vörubifreið sem er þyngri en 7.500 kg.C flokkur gefur einnig réttindi til að aka bifreiðinni með eftirvagni sem er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd.

  • Réttindaflokkur CE: Gefur réttindi til að aka vörubifreið í flokki C með eftirvagni sem er þyngri en 750 kg að heildarþunga.

Lítil rúta og eftirvagn (D1 og D1E)

Réttindaaldur fyrir D1 og D1E er 21 ár.

  • Réttindaflokkur D1: Gefur réttindi til að aka hópbifreið sem er gerð fyrir að hámarki 16 farþega. Sá sem hefur D1 réttindi má tengja eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd.

  • Réttindaflokkur D1E: Gefur réttindi til að aka

    • bifreið í B-flokki með eftirvagn í BE-flokki

    • hópbifreið í D1 flokki með eftirvagn sem er þyngri en 750 kg að heildarþunga. Þó má sameiginlegur heildarþungi beggja ökutækja ekki fara yfir 12.000 kg.

Stór rúta og eftirvagn (D og DE)

Réttindaaldur fyrir D og DE er 23 ára.

  • Réttindaflokkur D: Gefur réttindi til að aka bifreið sem gerð er fyrir fleiri en 8 farþega auk ökumanns. Sá sem hefur D réttindi má tengja eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna af leyfðri heildarþyngd.

  • Réttindaflokkur DE: Að loknum D réttindum, er hægt að taka að auki DE, sem gefur réttindi til að aka hópbifreið í flokki D með eftirvagni sem er þyngri en 750 kg að heildarþunga. Þeir nemendur sem taka eftirvagnaréttindi í flokki DE og gilda þau réttindi einnig fyrir CE.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa