Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Starfsleyfi leigubílastöðvar

Umsókn um starfsleyfi til reksturs leigubílastöðvar

Þeir sem vilja hafa milligöngu um leigubílaþjónustu þurfa að sækja um starfsleyfi hjá Samgöngustofu.

Ferlið

  1. Sækja námskeið hjá Ökuskólanum í Mjódd

  2. Sækja um starfsleyfi hjá Samgöngustofu og skila inn öllum gögnum

  3. Uppfylla skilyrði fyrir starfsleyfi

  4. Starfsleyfi gefið út til fimm ára

Fylgigögn

Mikilvægt er að skila inn öllum fylgigögnum með umsókn.

  • Staðfesting á fullnægjandi fjárhagsstöðu, til dæmis áritaður ársreikningur eða staðfest skattframtal

  • Ef umsækjandi hefur verið með skráð lögheimili erlendis þarf einnig að skila sakavottorði frá viðkomandi landi/löndum samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. laga um leigubifreiðaakstur

  • Umsækjendur sem eru með ríkisfang utan Evrópska efnahagssvæðisins skulu framvísa dvalar- og atvinnuleyfi

Samgöngustofa hefur yfirlit yfir þá sem hafa lokið leigubílanámskeiðum og aflar upplýsinga úr sakaskrá Íslands. Því þarf ekki að skila inn slíkum gögnum nema annað sé tekið fram.

Ef umsækjandi hefur gerst sekur um alvarleg ofbeldisbrot er ekki hægt að veita leyfi fyrr en að 10 árum liðnum. Ef um kynferðisbrot er að ræða er ekki hægt að veita leyfi samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. laga um leigubifreiðaakstur.

Afgreiðsla umsókna

  • Samgöngustofa gefur út starfsleyfi til fimm ára þegar öllum skilyrðum er fullnægt.

  • Þegar gögn vantar með umsókn eða skilyrðum er ekki fullnægt lætur Samgöngustofa vita með tölvupósti.

  • Afgreiðsla starfsleyfis leigubílastöðvar er allt að 15 virkir dagar

Kostnaður

  • Kostnaður við starfsleyfi er samkvæmt gjaldskrá Samgöngustofu og er 16.480 krónur

  • Kostnaður við ökunám og námskeið fyrir leigubíla fer eftir gjaldskrá ökuskóla

  • Greiða þarf fyrir þau vottorð og gögn sem afla þarf hjá öðrum stofnunum




Umsókn um starfsleyfi til reksturs leigubílastöðvar

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa