Starfsleyfi leigubílastöðvar
Skilyrði starfsleyfis
Skilyrði starfsleyfis til reksturs leigubifreiðastöðvar
Fullnægjandi fjárhagsstaða, metið út frá ársreikningi eða skattframtali umsækjanda
Hafa fyrirsvarsmann sem uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
Lögheimili innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES)
Námskeið rekstrarleyfishafa um leigubifreiðaakstur (þarf að standast próf)
Gott orðspor, metið út frá sakavottorði. Ef umsækjandi hefur gerst sekur um alvarleg ofbeldisbrot er ekki hægt að veita leyfi fyrr en að 10 árum liðnum. Ef um kynferðisbrot er að ræða er ekki hægt að veita leyfi samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 7. gr. laga um leigubifreiðaakstur.

Þjónustuaðili
Samgöngustofa