Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Forsíða

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Stöðu- og framvindupróf Matsferils

Tilgangur stöðu- og framvinduprófa í lesskilningi og stærðfræði er að draga upp sem nákvæmasta mynd af stöðu nemanda og framvindu í námi, hvar áskoranir og styrkleikar liggja svo hægt sé að mæta námslegum þörfum nemenda á árangursríkan hátt.

Stöðu- og framvinduprófin eru stöðluð en það þýðir að form, efnisinnihald, matsreglur og reglur um fyrirlögn prófanna eru fyrir fram ákveðin. Þar sem hverju prófi fylgja aldursbundin viðmið um frammistöðu er mögulegt að bera niðurstöður hvers nemanda, bekkjar eða skóla saman við landsmeðaltal.

Fyrirlagnartímabil prófanna er marsmánuður. Þessi sveigjanleiki gerir skólum kleift að aðlaga notkun prófanna að eigin kennsluskipulagi. Fyrirlögn stöðu- og framvinduprófa í lesskilningi og stærðfræði er skylda í 4. 6. og 9. bekk en ákvörðun um notkun prófanna í öðrum árgöngum er í höndum kennara, skólastjóra eða fræðsluyfirvalda hvers sveitarfélags. Með því að leggja prófin árlega fyrir fást góðar upplýsingar um framvindu nemenda.

Mikilvægt er að nota niðurstöður prófa til skipulagningar kennslu í samræmi við stöðu nemenda, við mat á árangri kennslunnar við lok lotu, annar eða skólaárs. Upplýsingarnar úr prófunum eru mikilvægar fyrir stefnumótun skóla, til forgangsröðunar og þegar ákvarða þarf áherslur í starfsþróun kennara svo dæmi séu tekin. Niðurstöður verða einnig notaðar til að fylgjast með gæðum skólastarfs og þróun og breytingum innan menntakerfisins.

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280