Umsókn um skólavist
Umsóknarferlið skiptist í þrjá meginhluta:
Foreldri eða forráðamaður sækir um skólavist
Skólastjóri afgreiðir umsókn
Foreldri eða forráðamaður fær staðfestingu
1. Umsókn foreldris eða forráðamanns
Innskráning
Foreldri eða forráðamaður skráir sig inn með rafrænum skilríkjum.
Eftir innskráningu birtast þau börn sem eru á forræði viðkomandi og valið er það barn sem á að skrá í skóla.
Athugið:
Börn sem eru þegar í skóla fara aðra leið í umsókninni. Þá er eingöngu hægt að sækja um flutning í annan skóla.
Upplýsingar um barnið
Grunnupplýsingar um barnið eru birtar.
Hægt er að velja:
Upplýsingar um forsjáraðila
Upplýsingar um forsjáraðila eru sóttar úr þjóðskrá og Mínum síðum á ísland.is.
Hægt er að merkja við hvort:
Netfang og símanúmer forsjáraðila 2 eru slegin inn og smellt á Áfram.
Aðstandandi
Hægt er að bæta við aðstandanda, til dæmis afa eða ömmu.
Stórforeldri er samheiti yfir bæði afa og ömmu.
Núverandi leikskóli og val á skóla
Upplýsingar um núverandi leikskóla barns eru skráðar.
Ef sveitarfélag hefur skilgreint hverfisskóla:
Ef hverfisskólar eru ekki skilgreindir þurfa foreldrar að velja skóla samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Tungumál barns
Hér er hægt að skrá:
þau tungumál sem barnið talar
hvaða tungumál barninu finnst best að tjá sig á
hvort barnið notar táknmál
Stuðningur
Hér er farið yfir hvort:
þörf sé á sérstökum stuðningi í skóla
barnið hafi áður fengið sérkennslu eða stuðning í leikskóla
barnið hafi haft tengilið farsældar í leikskóla
Neðst er einnig hægt að óska eftir samtali við skólann.
Yfirlit og innsending
Yfirlit yfir allar skráðar upplýsingar er birt áður en umsókn er send inn.
Mikilvægt er að tryggja að allar upplýsingar séu réttar áður en umsókn er send.
Eftir innsendingu:
2. Afgreiðsla skólastjóra
Skólastjóri eða fulltrúi hans skráir sig inn á nemendagrunn með rafrænum skilríkjum.
Ef viðkomandi hefur aðgang að fleiri en einum skóla er réttur skóli valinn neðst í hægra horni.
Umsóknir eru skoðaðar:
Umsóknin er yfirfarin, áætlaður fyrsti skóladagur valinn og smellt á Samþykkja umsókn.
Þá:
3. Staðfesting til foreldris
Foreldri eða forráðamaður fær staðfestingu um skólavist í pósthólf á ísland.is.
Einnig er hægt að sjá stöðu umsóknarinnar í yfirliti umsókna.
Formlegt samþykkisbréf fyrir skólavist er í vinnslu og birtist þegar það liggur fyrir.
Umsóknarferli lokið
Þegar staðfesting hefur borist telst umsóknarferlinu lokið.