Stjórn SSNV veitti Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra viðurkenninguna Byggðagleraugun 2025 en viðurkenningin er veitt árlega þeim ráðuneytum, stofnunum, fyrirtækjum og/eða verkefnum í landshlutanum sem þykja hafa skarað fram úr með fjölgun starfa og/eða verkefna eða á annan hátt stuðlað að uppbyggingu í héraðinu.