Afrit af upplýsingum hjá lögreglu
Almennt
Þú getur fengið upplýsingar úr málaskrá lögreglu vegna mála sem þú ert aðili að.
Upplýsingar sem þurfa að koma fram
Í beiðni skal taka fram:
nafn og kennitölu
hvaða mál um ræðir, helst málsnúmer
hvenær og hvar atvikið átti sér stað
aðrar viðbótarupplýsingar, eins og bílnúmer.
Beiðni skal senda á það umdæmi sem hefur málið í vinnslu.
Þegar beiðni er send
Þegar beiðni er móttekin er hún afgreidd eins fljótt og hægt er.
Vinnslutími beiðna fer eftir eðli máls og umfangi þess.
Þegar beiðni er afgreidd færð þú tilkynningu í:
SMSi, eða
tölvupósti
Gögn eru þá aðgengileg á Mínum síðum Ísland.is
Þjónustuaðili
Lögreglan