Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Afrit af upplýsingum hjá lögreglu

Upplýsingar sem þú getur fengið

Þú getur aðeins fengið aðgang af upplýsingum:

  • um þig, eða

  • barn yngra en 18 ára sem er í þinni forsjá.

Þú getur ekki fengið upplýsingar sem varða aðra. Upplýsingar annarra eru trúnaðargögn og verða afmáðar.

Skýrslur til tryggingafélaga

Tryggingafélög geta í flestum tilvikum sótt viðeigandi skýrslur vegna tryggingamála. Hafðu samband við tryggingafélag þitt.

Ef þú biður um afrit af skýrslu sem á að senda til tryggingafélags, skal taka fram nafn og netfang þess.

Persónuupplýsingar

Þú átt rétt á að fá aðgang af persónuupplýsingum sem lögreglan hefur skráð um þig, samkvæmt lögum um persónuvernd.

Lögregluskýrslur sem varða þig beint

Ef þú ert aðili að máli, til dæmis kærandi, sakborningur eða vitni, geturðu oft fengið aðgang að lögregluskýrslu eða öðrum tengdum gögnum.

Þetta á aðeins við um upplýsingar sem snerta þig beint.

Upplýsingar úr rannsókn, með takmörkunum

Þegar máli er lokið eða það ekki lengur í rannsókn er líklegra að hægt sé að veita aðgang að tilteknum gögnum.

Þetta á aðeins við um upplýsingar sem snerta þig beint.

Lögfræðingar, verjendur og réttargæslumenn

Lögfræðingar, verjendur og réttargæslumenn geta sótt viðeigandi upplýsingar sem þeir þurfa vegna mála sem þeir vinna fyrir skjólstæðinga sína.

Þjónustuaðili

Lögreglan