Í fyrra, þann 18. apríl 2023, tilkynnti utanríkisráðherra stjórnvöldum í Bandaríkjunum að kjarnorkuknúnum kafbátum yrði heimilt að hafa viðkomu við Íslandsstrendur. Síðan þá hafa nokkrir kafbátar komið í þjónustuheimsóknir í íslenska landhelgi. Síðasta þjónustuheimsóknin var síðastliðinn október, eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum.