Gjaldskrá
Gjald er innheimt vegna lögbundins eftirlits með geislatækjum og geislavirkum efnum. Einnig er innheimt vegna mats á umsóknum um leyfi og vegna annarrar þjónustu. Gjald er í samræmi við gildandi gjaldskrá. Gildandi gjaldskrá er birt á vef Stjórnartíðinda.
Eftirlit
Heimilt er að lækka eftirlitsgjald um 50% þegar ekki þarf að fara á staðinn heldur nægir að fara yfir gögn og mælingar. Það á við um staði þar sem ekki voru gerðar athugasemdir við síðasta eftirlit og starfsemin er óbreytt.
Umsóknir
Athugið að ef um nýtt eða breytt húsnæði er að ræða þarf að fá skermun samþykkta áður en leyfi er gefið. Innheimt er sérstaklega vegna samþykktar á skermun.
Önnur þjónusta
Innheimt er fyrir ýmsar mælingar eða sérfræðivinnu sem Geislavarnir ríkisins annast.