Mælingar á útfjólublárri geislun í Reykjavík
UV mælir á þaki Geislavarna ríkisins að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík, er af gerðinni Vantage Pro 2 og framleiddur af Davis Instruments (Hayward, CA, Bandaríkjunum).
Mælirinn hleður upp mældum UV gildum á 15 mínútna fresti í gegnum WeatherLink þjónustuna (hér má sjá yfirlit mælisins á Weatherlink). Fyrir hvert 15 mínútna mælitímabil verður til hámarksmæling á UV gildi yfir tímabilið. Þegar sól er lágt á lofti yfir háveturinn skilar mælirinn ekki mæligildum síðla nætur og snemma dags vegna lítillar hleðslu á sólarrafhlöðu mælisins.
Mælingar á UV gildum með Vantage Pro 2 mæli Geislavarna hófust á Rauðarárstíg þann 19. maí 2022.