Innköllun á vöru: Límmiðar merktir Quantum Shield
19. júní 2025
Geislavarnir ríkisins vekja athygli á innköllun á vörunni Quantum Shield – Nano technology. Um er að ræða límmiða sem framleiddir eru af Fan Yun Craft Electronics Co í Kína. Varan inniheldur geislavirkt efni í litlu magni og ef límmiðarnir eru upp við húð valda þeir óþarfa geislun á fólk. Geislun frá geislavirkum efnum getur valdið skaða á fólki og aukið líkur á krabbameini.

Varan hefur verið tilkynnt í evrópska tilkynningakerfinu Safety Gate.
Innflutnings- og söluaðili hefur innkallað vöruna en öllum seldum vörum hefur ekki verið skilað til baka. Samtals voru 30 stykki flutt inn og voru límmiðarnir til sölu í versluninni JK vörur á tímabilinu frá júlí til desember árið 2023. Mögulega hefur fólk keypt þessa límmiða annarstaðar, t.d. eru þessir límmiðar til sölu á AlExpress og Temu.
Geislavarnir ríkisins ráðleggja þeim sem eiga þessar vöru að hætta að nota þær og koma með vöruna til Geislavarna ríkisins að Rauðarárstíg 10, 4. hæð. Ekki má farga vörunni eftir venjulegum leiðum með heimilssorpi.