Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Geislavarnir ríkisins Forsíða
Geislavarnir ríkisins Forsíða

Geislavarnir ríkisins

Niðurstöður mælinga Geislavarna ríkisins á geislavirkni í umhverfinu á árunum 2016-2020 birtar

9. desember 2025

Geislavarnir ríkisins hafa gefið út skýrslu um niðurstöður mælinga á geislavirkni í umhverfinu á árunum 2016-2020. Kerfisbundin vöktun á geislavirkni í umhverfi á Íslandi hófst seint á níunda áratug síðustu aldar. Sérstök áhersla er á reglulegar mælingar á geislavirku sesíni (Cs-137) í matvælum og umhverfi.

Langtímavöktun veitir verðmætar upplýsingar sem sýna stöðugleika og þróun á magni Cs-137 í sýnum. Niðurstöðurnar sýna fram á að magn geislavirkra efna fer hægt minnkandi. Cs-137 hefur verið mælt reglubundið og kerfisbundið í lofti, úrkomu, kúamjólk (ferskri og mjólkurdufti), lambakjöti, sjó, þangi og fiski.

Helsta niðurstaða skýrslunnar er að árlegt meðaltal Cs-137 er stöðugt að lækka í öllum mældum sýnum. Öll mæligildi fyrir matvæli eru vel innan marka sem sett eru í íslenskum reglugerðum. Cs-137 í sjávarvatni er vel innan alþjóðlegra viðmiðunarmarka.

Skýrslan er aðgengileg á íslensku og ensku á pdf formi.

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169