Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Geislavarnir ríkisins Forsíða
Geislavarnir ríkisins Forsíða

Geislavarnir ríkisins

29. ágúst: Alþjóðlegur dagur gegn kjarnorkutilraunum

29. ágúst 2025

Dagurinn 29. ágúst er alþjóðlegur dagur gegn kjarnorkutilraunum.

Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2. desember 2009 var samþykkt ályktun þess efnis að 29. ágúst skyldi vera Alþjóðlegur dagur gegn kjarnorkutilraunum. Í samsvarandi samþykkt allsherjarþings SÞ 4. desember 2017 var forseta þingsins svo falið að skipuleggja árlega fund háttsettra embættismanna til að minnast og kynna alþjóðlegan dag gegn kjarnorkutilraunum. 

Dagurinn er helgaður því að efla vitund og fræðslu almennings um áhrif kjarnorkuvopnatilrauna eða annarra kjarnorkusprenginga og nauðsyn þess að þeim verði hætt, enda sé það mikilvæg leið til að ná markmiðinu um kjarnorkuvopnalausan heim. 

CTBTO, Alþjóðastofnun um framkvæmd alþjóðasáttmála um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn, hefur meðal annars það hlutverk að starfrækja hnattrænt kerfi mælistöðva sem hefur þann tilgang að staðfesta að ekki sé brotið sé á sáttmálanum. Segja má að erindið hafi sjaldan verið brýnna en einmitt nú. Geislavarnir ríkisins annast rekstur einnar þessara stöðva og hafa einmitt nýlokið við að taka í notkun nýjan og fullkominn mælibúnað í þessum tilgangi. Þar er um að ræða sjálfvirkan búnað sem mælir og magngreinir gammageislandi efni í andrúmslofti. 

Gögn úr kerfinu nýtast einnig í vísindalegum tilgangi og hafa viðbúnaðargildi á ýmsum sviðum. 

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169