Hreyfing - ráðleggingar embættis landlæknis
Hreyfing fullorðinna
Hreyfing gegnir lykilhlutverki í að viðhalda og bæta heilsu og líðan fullorðinna. Auk þess að hafa jákvæð áhrif á andlega og félagslega heilsu, stuðlar hreyfing að betri líkamlegri heilsu og minnkar hættu á sjúkdómum, s.s. kransæðasjúkdómum, sykursýki 2, heilabilun og sumum krabbameinum.
Takmarka ætti þann tíma sem varið er í kyrrsetu. Það hefur jákvæð áhrif á heilsu og líðan að skipta út tíma í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er, þar með talið lítilli ákefð.
Öll fullorðin ættu að hreyfa sig reglulega
Fullorðnir ættu að hreyfa sig rösklega í minnst 150 mínútur á viku eða kröftuglega 75 mínútur á viku.
Minnst 2 daga vikunnar ætti að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis