Hreyfing - ráðleggingar embættis landlæknis
Hreyfing barna og ungmenna
Hreyfing er börnum og ungmennum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og almenna vellíðan. Jákvæð reynsla af hreyfingu í æsku eykur líkurnar á að fólk temji sér lifnaðarhætti sem fela í sér reglubundna hreyfingu á fullorðinsárum.
Takmarka ætti þann tíma sem varið er í kyrrsetu. Það hefur jákvæð áhrif á heilsu og líðan að skipta út tíma í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er, þar með talið lítilli ákefð.
Öll börn og ungmenni ættu að hreyfa sig daglega
Í minnst 60 mínútur á dag að meðaltali ætti hreyfing að vera röskleg til kröftug
Minnst 3 daga vikunnar ætti að stunda kröftuga hreyfingu sem eykur þol og styrkir vöðva og bein
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis