Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Fötluð börn og ungmenni eru fjölbreyttur hópur með ólíka færni. Með reglulegri hreyfingu við hæfi má efla hreyfi- og félagsþroska og auka færni og lífsgæði. Öll hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsu og líðan jafnvel þó ekki náist að uppfylla ráðleggingarnar.

Takmarka ætti þann tíma sem varið er í kyrrsetu. Það hefur jákvæð áhrif á heilsu og líðan að skipta út tíma í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er, þar með talið lítilli ákefð.

  • Öll börn með langvarandi andlega eða líkamlega skerðingu eða skerta skynjun ættu að hreyfa sig reglulega

  • Í minnst 60 mínútur á dag að meðaltali ætti hreyfingin að vera röskleg til kröftug

  • Minnst 3 daga vikunnar ætti að stunda kröftuga hreyfingu sem eykur þol og styrkir vöðva og bein

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis