Hreyfing - ráðleggingar embættis landlæknis
Hreyfing eldra fólks
Eldra fólk er breiður hópur hvað varðar aldur og færni. Með reglulegri hreyfingu við hæfi má hægja á áhrifum og einkennum öldrunar og viðhalda getunni til að lifa lengur sjálfstæðu lífi.
Takmarka ætti þann tíma sem varið er í kyrrsetu. Það hefur jákvæð áhrif á heilsu og líðan að skipta út tíma í kyrrsetu fyrir hreyfingu af hvaða ákefð sem er, þar með talið lítilli ákefð.
Allt eldra fólk ætti að hreyfa sig reglulega
Í hverri viku ætti að hreyfa sig rösklega í minnst 150 mínútur
Minnst 2-3 daga vikunnar ætti að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva, bætir jafnvægi og eykur hreyfigetu
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis