Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. ágúst 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkana

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Ökutækjaleiga"

    Skráningarskyld ökutæki í útleigu án ökumanns, hvort sem það er í atvinnuskyni eða í einkaleigu, skulu auðkennd í ökutækjaskrá.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, reglugerð um um leigu skráningarskyldra ökutækja og reglugerð um skoðun ökutækja.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk þegar útleiga þess fellur undir lögin.

    • Fyrir ökutækisflokka: Alla.

    • Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 3-2-2-1-1...

    Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar (sem skilað er til Samgöngustofu eða til skoðunarstofu). Ökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með annarri umsókn (nema á því sé breytingalás sem banni það). Minnt er á að við breytingu til baka í almenna notkun þarf ökutækið að hafa verið skoðað reglubundinni skoðun (aðalskoðun) fyrr á almanaksárinu.

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til ökutækja í ökutækjaleigu

    Skráningin er ekki háð neinum viðbótarkröfum um gerð og búnað ökutækja.

    Skráningarmerki

    Skráningin hefur ekki áhrif á skráningarmerkið.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.

    • Lög um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015.

    • Reglugerð um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 840/2015.