Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. júní 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024 (opnað fyrir aðgang 01.05.2024). Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Nýskráningar (fyrsta skráning hérlendis)

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar móttöku umsókna um nýskráningu og tilkynningu til Samgöngustofu um nýskráningu (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa A

    Efni kaflans

    Ófullgerð ökutæki

    Heildargerðarviðurkennt ökutæki má framleiða í fleiri einu smíðaþrepi. Almennt er ekki heimilt að taka slíkt ökutæki í almenna notkun fyrr en loknu síðasta smíðaþrepinu en undantekningar geta verið á því.

    • Fjölþrepa gerðarviðurkenning (e. multi stage) er aðferð til að viðurkenna einstök smíðaþrep ökutækis. Grunnökutæki er samkvæmt þessari skilgreiningu ökutæki sem vottað er á fyrsta þrepi fjölþrepa gerðarviðurkenningar.

    • Ófullgert ökutæki (e. incomplete) er þá ökutæki sem vantar eitt þrep hið minnsta til að geta talist fullgert og uppfyllir viðeigandi tæknilegar kröfur reglugerðarinnar (en þó ekki allar).

    • Fjölþrepa fullgert ökutæki (e. completed) er ökutæki sem búið er að fara í gegnum öll þrep fjölþrepa gerðarviðurkenningar og uppfyllir allar viðeigandi tæknilegar kröfur reglugerðarinnar.

    Ferli nýskráningar

    Nýskráning ófullgerðs ökutækis heimil

    Heimilt getur verið að nýskrá ökutæki þótt það sé enn ófullgert, notkun þess í almennri umferð verður þó óheimil nema í tengslum við það að klára smíðina. Þegar nýskráning er metin heimil benda gögn til þess að ökutækið sé að mestu fullbúið og tilbúið til aksturs. Ekki má vera byrjað á næsta smíðaþrepi (ökutækið verður að vera í því ástandi sem framleiðandi skilaði því). Í þessum tilvikum eru eftirfarandi takmarkanir í ökutækjaskrá (skráðar inn við forskráningu):

    • Notkunarflokkurinn "Ófullgert ökutæki". Það þýðir að klára þarf smíði ökutækisins áður en heimilt er að nýskrá það eða taka það í almenna notkun, eftir atvikum.

    • Athugasemd skráð "Notkun óheimil nema í tengslum við lokasmíði, gildir til: XX.XX.XXXX". Gefinn er allt að 6 mánaða frestur til að klára smíðina.

    Þar sem ökutækið er heildargerðarviðurkennt þá skal það fært til fulltrúaskoðunar eða samanburðarskoðunar, eftir atvikum, og svo nýskráð með hefðbundnum hætti að skilyrðum uppfylltum.

    Nýskráning ófullgerðs ökutækis ekki heimil

    Þegar nýskráning er ekki heimil á ófullgerðu ökutæki benda gögn til þess að ökutækið sé ekki hæft til aksturs í almennri umferð enda eigi mikið eftir að gera til að klára smíði þess. Þá eru eftirfarandi takmarkanir í ökutækjaskrá (skráðar inn við forskráningu):

    • Notkunarflokkurinn "Ófullgert ökutæki". Það þýðir að klára þarf smíði ökutækisins áður en heimilt er að nýskrá það eða taka það í almenna notkun, eftir atvikum.

    • Nýskráningarlás. Það þýðir að ekki er heimilt að nýskrá ökutækið fyrr en lásinn hefur verið tekinn af, í þessu tilviki að klára smíðina.

    Til að heimlt sé að nýskrá ökutæki í þessum tilvikum þarf að klára smíðina og tilkynna inn breytingu á því yfir í fullgert ökutæki. Viðurkenningu þessara ökutækja verður breytt úr því að vera gerðarviðurkennt yfir í það að vera skráningarviðurkennt. Færa þarf ökutækið til skráningarskoðunar hjá skoðunarstofu eftir að lásinn hefur verið tekinn af og það svo nýskráð með hefðbundnum hætti að skilyrðum uppfylltum.

    Ferli breytingar yfir í fullgert ökutæki

    Síðasta (eða síðustu) smíðaþrep getur verið gert af eftirfarandi aðilum. Þeir eru kallaðir framleiðendur á seinni smíðaþrepum.

    • Framleiðandi á seinni smíðaþrepum sem hlotið hefur gerðarviðurkenningu á smíðinni og getur þar af leiðandi gefið út samræmisyfirlýsingu (CoC vottorð) um að smíði á fullgerðu ökutæki sé lokið.

    • Framleiðandi á seinni smíðaþrepum sem hefur ekki viðurkenningu. Þá verður smíðin að uppfylla þær kröfur sem gilda ökutækið og búnað þess miðað við ökutækisflokk og notkunarflokk. Framleiðandinn verður að útfylla sérstaka skýrslu með lýsingum á breytingunum og þar sem hann staðfestir ýmis gildi um ökutækið (fyrirmynd á US.XXX). Staðfesting á uppfyllingu krafna verður að koma frá óháðum rannsóknaraðila, yfirleitt er það viðurkennd tækniþjónusta en getur líka verið aðili sem Samgöngustofa samþykkir.

    Öll gögn vegna lokasmíðaþrepa (svo sem CoC vottorð um lokasmíði eða skýrslur og staðfestingar) þarf Samgöngustofa að samþykkja til að ökutæki verði breytt yfir í fullsmíðað ökutæki (notkunarflokki breytt og athugasemdir og/eða nýskráningarlás tekinn út).

    Dæmi um ófullsmíðuð ökutæki

    Yfirleitt eru ófullsmíðuð ökutæki afhent þannig frá framleiðanda vegna þess að notkun þeirra krefst sérstakrar smíði sem er ekki hluti af raðsmíði.

    • Bifreið sem framleidd er sem undirvagn fyrir húsbifreið. Framleiðandi skilar þá af sér vörubifreið á grind með eða án stýrishúss. Lokasmíði felst þá í því að smíða húsið og breyta ökutækisflokki í fólksbifreið sem er sérútbúin til íbúðar.

    • Bifreið sem framleidd er í ökutækisflokk vörubifreiðar fyrir einhverskonar yfirbyggingu eða áfastan búnað. Framleiðandi skilar þá af sér hefðbundinni vörubifreið án nokkurskonar yfirbyggingar (vantar kassa, tank eða annað). Lokasmíðin felst þá í því að festa á yfirbyggingu eða áfastan búnað við grind vörubifreiðarinnar samkvæmt fyrirmælum upphaflegs framleiðanda hennar.

    • Bifreið sem framleidd er í ökutækisflokk sendibifreiðar, vörubifreiðar eða jafnvel hópbifreiðar, sem er tilbúin fyrir innréttingar sem hópbifreið (án sæta). Framleiðandinn skilar þá af sér bifreið sem er að flestu leyti tilbúin nema það á eftir að setja í hana sæti og aðrar innréttingar svo hún verði hópbfreið. Mögulega getur átt eftir að skera úr fyrir gluggum eða setja rúður í göt sem eru ætluð til þess.

    Gjaldtaka

    • Gjald Samgöngustofu fyrir yfirferð gagna vegna breytinga yfir í fullgert ökutæki er 11.008 krónurá klukkutíma, að lágmarki hálftími.