Skráningareglur ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.
Um handbókina
Skráningareglur ökutækja er handbók sem inniheldur verklagsreglur fyrir þá aðila að vinna eftir sem sinna skráningarstarfsemi í umboði Samgöngustofu. Handbókin er gefin út af Samgöngustofu með vísan til reglugerða um skráningu ökutækja (751/2003), gerð og búnað ökutækja (822/2004) og skoðun ökutækja (414/2021), sem settar eru samkvæmt umferðarlögum (77/2019).