Skráningareglur ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.
Umskráningar (eigenda og umráðenda)
Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar móttöku tilkynninga um skráningu eigenda og umráðenda (kallaðir þjónustuaðilar):
Faggiltar skoðunarstofur ökutækja
Efni kaflans
Eigendaskipti
Eigendur geta tilkynnt um eigendaskipti að ökutæki. Eigendaskipti ber að tilkynna með stafrænum hætti á heimasíðu Samgöngustofu. Einnig er í boði að að tilkynna á eyðublaði og framvísa því hjá þjónustuaðila.
Móttaka stafrænna tilkynninga
Samgöngustofa hefur það að markmiði að gera þjónustu sína stafræna og hvetur því til þess að viðskiptavinum sé leiðbeint um þann kost að ganga frá eigendaskiptum þannig.
Móttaka tilkynninga á pappír
Ökutæki þarf að vera á skrá (ekki á forskrá og ekki afskráð) til að hægt sé að tilkynna eigendaskipti. Öktutækið má ekki vera með einkamerki (nema því sé afsalað og nýr eigandi sæki um réttinn í leiðinni) og má ekki vera með eigendaskiptalás eða breytingalása sem banna eigendaskipti.
Við móttöku tilkynninga er gengið úr skugga um að tilkynning sé í frumriti, hún sé rétt útfyllt og öll skilyrði skráningar uppfyllt. Ef tilkynning er ekki skráningarhæf (t.d. rangar upplýsingar, óljósar eða yfirstrikanir) skal vísa henni frá og leiðbeina viðskiptavini um það sem lagfæra þarf.
Aldur: Ef kaupandi, seljandi eða meðeigandi er undir 18 ára aldri þarf staðfestingu sýslumanns (yfirlögráðanda) fyrir kaupum/sölu.
Dagsetning kaupsamnings: Skal koma fram en ef hana vantar (eða er síðar en móttökudagur tilkynningar eða úndan síðasta kaupdegi) notast Samgöngustofa við móttökudag tilkynningar.
Heimilisfang: Ef heimilisfang á tilkynningu er ekki það sama og í þjóðskrá er heimilisfang í þjóðskrá notað. Æskilegt er að skrá heimilisfang á tilkynningu.
Fastanúmer ökutækis: Seljandi skal vera skráður eigandi að ökutækinu.
Tegund ökutækis: Upplýsingar um tegund má vanta en ef tegund er tilgreind verður hún að passa við tilgreint fastanúmer.
Álestur akstursmælis: Skal skráður á tilkynningu fyrir hreinorkubifreiðir og tengiltvinnbifreiðir.
Netfang/símanúmer: Æskilegt er að kaupandi og seljandi skrái netfang og/eða símanúmer á tilkynninguna.
Undirritanir: Seljandi, kaupandi og meðeigandi skulu sjálfir undirrita tilkynningu. Undirritanir verða að vera í samræmi við nöfn aðila nema undirritað sé fyrir hönd aðila samkvæmt umboði (sjá neðar). Prókúruhafi og framkvæmdastjóri geta undirritað fyrir hönd fyrirtækis án sérstaks umboðs. Sé undirritun ógreinileg eða hafi verið strikað yfir hana áskilur Samgöngustofa sér rétt til að hafna tilkynningu um eigendaskipti.
Vitundarvottar: Skal vera a.m.k einn vitundarvottur sem vottar undirskrift kaupanda og annar vitundarvottur sem vottar undirskrift seljanda. Sami aðili má votta undirskriftir beggja (má skrifa á miðja tilkynningu). Vottur skal rita kennitölu sína og vera orðinn 18 ára. Kaupandi og seljandi mega ekki votta eigin undirskriftir eða hvors annars.
Vátryggingafélag: Tryggingafélag skal vera tilgreint fyrir öll tryggingaskyld ökutæki (öll nema eftirvagna) sem eru skráð í umferð (ekki afskráð eða með skráningarmerki í innlögn eða eru skráð úr umferð með miða).
Opinber gjöld: Gjaldastaða ökutækis skal vera á núlli (á við um öll gjöld sem lögð eru á ökutæki). Vakin er athygli á að tilkynning verður ekki skráð hjá Samgöngustofu ef gjöld hafa verið lögð á í millitíðinni (frá móttöku hjá þjónustuaðila).
Álestur ökumælis (þungaskattur): Skal hafa farið fram innan 7 daga frá móttöku eigendaskipta og verða álögð gjöld vegna álestursins að vera greidd til að Samgöngustofa skrái eigendaskiptin.
Staða akstursmælis skal tilkynnt á ökutækjum sem falla undir greiðslu kílómetragjalds.
Í umboði skal koma fram efni umboðs, fastanúmer ökutækis, nafn og kennitala umboðsmanns, undirritun umbjóðanda, tveir vitundarvottar, staður og dagsetning. Umbjóðandi, umboðsmaður og vitundarvottar skulu allir að vera orðnir 18 ára.
Skráningarhæfar tilkynningar eru mótteknar, greiðslustimplaðar af þjónustuaðila og sendar daglega til Samgöngustofu. Réttaráhrif eigendaskipta miðast við skráningardag þ.e. eigendaskipti taka gildi þegar þau eru skráð hjá Samgöngustofu. Mótteknar tilkynningar sem berast Samgöngustofu til skráningar eru færðar í tímaröð. Fyrir rekjanleika skráir Samgöngustofa þjónustuaðila og móttökudag tilkynninga (eftir greiðslustimpli) í ökutækjaskrá.
Nánari skýringar á nokkrum atriðum sem hamla móttöku tilkynningar:
Einkamerki: Ef ökutæki er með einkamerki í eigu seljanda er óheimilt að móttaka tilkynningu. Úrbætur felast í að skila inn einkamerkjum til geymslu og afhenda almenn skráningarmerki á ökutækið áður en heimilt er að skrá eigendaskiptin. Einnig getur rétthafi afsalað sér einkamerkinu og heimilað notkun á því aftur (fyrir liggi umsókn nýs eiganda að einkamerkinu og rétthafagjald greitt).
Eigendaskiptalás á kennitölu (kennitölulás): Ef kaupandi eða seljandi er skráður með eigendaskiptalás á kennitölu, "Eigendaskráning bönnuð", er óheimilt að móttaka tilkynningu.
Breytingalás á ökutæki: Ef ökutæki er með "1 Eigandaskiptalás" er óheimilt að móttaka tilkynningu. Ef ökutæki er með "2 Lögreglulás", "4 Gjaldþrotalás" eða "9 Lögveð v/vörugjalds" skal hafna móttöku tilkynningar og benda aðilum á að hafa samband við lögreglu, skiptastjóra eða Skattinn (tollgæslu).
Ökutækjaleiga: Sé bifreið skráð í notkunarflokkinn "Ökutækjaleiga" verður notkunarflokknum breytt í "Almenn notkun" við skráningu eigendaskiptanna hjá Samgöngustofu séu skilyrði um skoðun uppfyllt (skal hafa farið í reglubundna skoðun fyrr á almanaksárinu).
Gjaldtaka
Gjald Samgöngustofu fyrir skráningu eigendaskipta er eigendaskiptagjald 2.372 krónur og einnig skal innheimta umferðaröryggisgjald 500 krónur.
Samgöngustofa tekur ekki gjald fyrir skráningu meðeigenda við nýskráningu og eigendaskipti.
Tölvuvinnsla
Allar tilkynningar á pappírsformi ber að senda til Samgöngustofu daglega.
Efni kaflans
Skráning meðeiganda
Heimilt er að skrá fleiri en einn eiganda að ökutæki og er einn þeirra skráður aðaleigandi en hinir meðeigendur. Allir eigendur teljast þó jafnir að lögum nema annað komi sérstaklega fram í samningi milli þeirra. Ekki er unnt að skrá eignarhlutfall eigenda í ökutækjaskrá.
Við móttöku tilkynningar er gengið úr skugga um að hún sé í frumriti, sé rétt útfyllt og öll skilyrði skráningar uppfyllt. Ef tilkynning er ekki skráningarhæf (t.d. rangar upplýsingar, óljósar eða yfirstrikanir) skal vísa henni frá og leiðbeina viðskiptavini um það sem lagfæra þarf. Sömu skilyrði gilda um útfyllingu eins og um útfyllingu tilkynningar um eigendaskipti hér ofar, en auk þess gildir:
Merkja á við hvers eðlis tilkynningin er, þ.e. skráning á nýjum meðeiganda, breyting, ný röð eða niðurfelling.
Niðurfelling meðeiganda og breyting á röð: Allir eigendur skulu undirrita tilkynninguna og einn vitundarvott þarf að undirskriftum aðila. Ef ritað er undir fyrir þeirra hönd skal vottað umboð að fylgja með.
Skráning meðeiganda við nýskráningu og við eigendaskipti er gerð samhliða þeim aðgerðum (í viðkomandi aðgerð).
Skráningarhæfar tilkynningar eru mótteknar, greiðslustimplaðar af þjónustuaðila og sendar daglega til Samgöngustofu. Réttaráhrif eigendaskipta miðast við skráningardag þ.e. eigendaskipti taka gildi þegar þau eru skráð hjá Samgöngustofu. Mótteknar tilkynningar sem berast Samgöngustofu til skráningar eru færðar í tímaröð. Fyrir rekjanleika skráir Samgöngustofa þjónustuaðila og móttökudag tilkynninga (eftir greiðslustimpli) í ökutækjaskrá.
Gjaldtaka
Gjald Samgöngustofu fyrir skráningu meðeiganda, niðurfellingu á meðeiganda og breytingu á röð meðeiganda er skráningargjald meðeiganda 1.181 krónafyrir hverja umsókn.
Samgöngustofa tekur ekki gjald fyrir skráningu meðeigenda við nýskráningu og eigendaskipti.
Tölvuvinnsla
Allar tilkynningar á pappírsformi ber að senda til Samgöngustofu daglega.
Efni kaflans
Umráðendur
Tilkynningu um skráningu, breytingu og niðurfellingu umráðanda ber að tilkynna með stafrænum hætti á heimasíðu Samgöngustofu. Einnig er í boði að að tilkynna á eyðublaði og framvísa því hjá þjónustuaðila.
Móttaka stafrænna tilkynninga
Samgöngustofa hefur það að markmiði að gera þjónustu sína stafræna og hvetur því til þess að viðskiptavinum sé leiðbeint um þann kost að ganga frá umráðendabreytingum þannig.
Móttaka tilkynninga á pappír
Ökutæki þarf að vera forskráð eða nýskráð til að heimilt sé að móttaka tilkynningu um umráðanda.
Við móttöku tilkynninga er gengið úr skugga um að tilkynning sé í frumriti, hún sé rétt útfyllt og öll skilyrði skráningar uppfyllt. Ef tilkynning er ekki skráningarhæf (t.d. rangar upplýsingar, óljósar eða yfirstrikanir) skal vísa henni frá og leiðbeina viðskiptavini um það sem lagfæra þarf.
Merkja á við hvers eðlis tilkynningin er, þ.e. skráning á nýjum umráðanda, breyting eða niðurfelling.
Skráður eigandi og umráðandi skulu undirrita tilkynninguna og einn vitundarvott þarf að undirskriftum. Ef aðrir en ofangreindir aðilar undirrita tilkynninguna samkvæmt umboði skal umboð fylgja með.
Heimilt er að skrá breytingu á umráðanda ökutækis sem er á forskrá og skulu þá fyrri umráðandi og nýr báðir undirrita tilkynninguna. Ef ritað er undir fyrir þeirra hönd skal vottað umboð að fylgja með.
Ef óskað er skráningar umráðanda við nýskráningu ökutækis skal tilgreina umráðanda á nýskráningarbeiðni.
Ef óskað er skráningar umráðanda við eigendaskipti er það gert á eigendaskiptatilkynningu.
Í umboði skal koma fram efni umboðs, fastanúmer ökutækis, nafn og kennitala umboðsmanns, undirritun umbjóðanda, tveir vitundarvottar, staður og dagsetning. Umbjóðandi, umboðsmaður og vitundarvottar skulu allir að vera orðnir 18 ára.
Skráningarhæfar tilkynningar eru mótteknar, greiðslustimplaðar af þjónustuaðila og sendar daglega til Samgöngustofu. Réttaráhrif eigendaskipta miðast við skráningardag þ.e. eigendaskipti taka gildi þegar þau eru skráð hjá Samgöngustofu. Mótteknar tilkynningar sem berast Samgöngustofu til skráningar eru færðar í tímaröð. Fyrir rekjanleika skráir Samgöngustofa þjónustuaðila og móttökudag tilkynninga (eftir greiðslustimpli) í ökutækjaskrá.
Gjaldtaka
Gjald Samgöngustofu fyrir skráningu umráðamanns er 1.181 króna og fyrir niðurfellingu umráðanda er 558 krónur. Sömu gjöld eru innheimt fyrir umráðandaskipti á forskráð ökutæki.
Samgöngustofa tekur ekki gjald fyrir skráningu umráðanda samhliða nýskráningu og eigendaskiptum.
Tölvuvinnsla
Þjónustuaðilar móttaka tilkynningar á pappírsformi og senda þær til Samgöngustofu daginn eftir móttöku.
Sértilfelli eigendaskráningar
Nokkur sértilfelli eigendaskráningar koma reglulega upp. Þjónustuaðilar hafa heimild til að móttaka gögn vegna slíkra tilvika en oft getur verið betra að vísa þeim beint til Samgöngustofu.
Eigendaskipti afskráðra ökutækja
Eignatilfærsla við andlát
Eignaskipti við hjónaskilnað
Gjaldþrot og nauðungarsala
Kennitölubreyting aðila
Eigendaskipti erlendra ríkisborgara
Eigendaskipti samkvæmt afsali
Eigendaskipti sendiráðsökutækja
Riftun eigendaskipta