Tilkynning um bíl undir rekstrarleyfi til leigubílaaksturs
Aðilar sem eru með rekstrarleyfi til leigubílaaksturs samkvæmt lögum og reglum um leigubifreiðaakstur þurfa að tilkynna Samgöngustofu um bíla sem leyfishafi hyggst nýta til reksturs. Þetta á við þegar verið að bæta við eða breyta um bíl sem leyfishafi notar.
Leigubíll sem nota í rekstri þarf að vera skráður í notkunarflokkinn Leigubifreið
Til að skrá leigubíl í og úr notkunarflokki Leigubifreið þarf að færa bílinn til breytingaskoðunar á skoðunarstöð
Hægt er að sjá frekar um breytingaskoðanir og kröfur til ökutækja í atvinnuakstri í skráningareglum Samgöngustofu.
Athugið að það er á ábyrgð rekstrarleyfishafa að viðeigandi trygging á bíl eða bílum sé til staðar og í gildi hverju sinni.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa