Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. ágúst 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkana

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Beltabifreið"

    Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki og er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum og er 400 kg eða meira að eigin þyngd og getur verið hannað stærra en hámarksgildi reglugerðar um gerð og búnað ökutækja, eða reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja, segja til um.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og merkja verður sérstaklega ökutæki sem eru þannig hönnuð.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er krafa að skrá ökutæki af þessari útfærslu í þennan notkunarflokk.

    • Fyrir ökutækisflokka: Bifreið sem flokkast sem beltabifreið (getur átt við um alla ökutækisflokka bifreiða).

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu sé um beltabifreið að ræða. Í flestum tilfellum er ekki hægt að breyta ökutæki úr þessum notkunarflokki í almenna notkun.

    Notkunarflokkur "Námuökutæki"

    Námuökutæki er ökutæki sem er hannað stærra en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækja segja til um og er einkum ætlað til efnisflutninga utan vega eða innan afmarkaðra vinnusvæða.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og merkja verður sérstaklega ökutæki sem eru skráð til þessara nota.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er krafa að skrá ökutæki af þessari útfærslu í þennan notkunarflokk.

    • Fyrir ökutækisflokka: Vörubifreið (N2, N3) og eftirvagn (O3, O4).

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu sé það stærra en reglugerðir kveða á um og uppfyllir ekki kröfur til skráningar í almenna notkun. Í flestum tilfellum er ekki hægt að breyta ökutæki úr þessum notkunarflokki í almenna notkun.

    Notkunarflokkur "Flugvallarökutæki"

    Hópbifreið sem hönnuð er stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækis segir til um og ætluð er til fólksflutninga milli flugvélar og flugstöðvar innan afmarkaðs flugvallarsvæðis. Einnig önnur ökutæki sem notuð eru innan afmarkaðs flugvallarsvæðis.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og merkja verður sérstaklega ökutæki sem eru skráð til þessara nota.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki krafa) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé umsókn samþykkt.

    • Fyrir ökutækisflokka: Hópbifreið (M2, M3).

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu sé það einungis ætlað til notkunar innan lokaðra athafnasvæða og uppfyllir ekki kröfur í reglugerðum varðandi skráningu í almenna notkun. Í flestum tilfellum er ekki hægt að breyta ökutæki úr þessum notkunarflokki í almenna notkun.

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til beltabifreiða

    Þessi skilyrði gilda:

    • Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki

    • Er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum.

    • Er 400 kg eða meira að eigin þyngd.

    • Getur verið hannað stærra en hámarksgildi reglugerðar um gerð og búnað ökutækja, eða reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja, segja til um.

    Kröfur til námuökutækja

    Vörubifreið eða eftirvagn, ef ökutækið er ætlað til efnisflutninga innan afmarkaðra vinnusvæða utan vega.

    Kröfur til flugvallarökutækja

    Hópbifreið sem hönnuð er stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækis segir til um.

    Skráningarmerki

    Um skráningarmerki ökutækja í þessum notkunarflokkum gildir:

    • Beltabifreið ber sérstök skráningarmerki sem kallast utanvegamerki.

    • Námuökutæki ber sérstök skráningarmerki sem kallast utanvegamerki. Námubifreið má ekki bera einkamerki.

    • Flugvallarökutæki ber sérstök skráningarmerki sem kallast utanvegamerki.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007.