Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. ágúst 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkana

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Eyjaökutæki"

    Heimilt er að veita ökutækjum í Flatey á Breiðafirði, Grímsey og Hrísey undanþágu frá skoðunarskyldu að því tilskildu að þau séu ekki flutt frá eyjunni. Skulu þessi ökutæki auðkennd í ökutækjaskrá. Ef ökutækin eru flutt á meginlandið þá fellur undanþágan úr gildi og færa skal ökutækið án tafar til reglubundinnar skoðunar á næstu skoðunarstofu.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um skoðun ökutækja.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk (en skylt að skrá ökutækið úr honum þegar notkunarreglur eru ekki lengur uppfylltar).

    • Fyrir ökutækisflokka: Alla, óháð bæði annarri notkun og eiganda (umráðanda).

    • Skoðunarregla: Krafa um reglubundna skoðun fellur niður.

    Samgöngustofa skráir eyjaökutæki í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar (sem skilað er til Samgöngustofu eða til skoðunarstofu). Eyjaökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með annarri umsókn en þá skal færa það tafarlaust til skoðunar sé komið að næstu reglubundnu skoðun.

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til eyjaökutækja

    Skráningin er ekki háð neinum sérstökum kröfum um gerð og búnað ökutækja.

    Skráningarmerki

    Skráningin hefur ekki áhrif á skráningarmerkið.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.