Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkanna

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Skoðunarskylt landbúnaðartæki"

    Dráttarvél sem hönnuð er til aksturs yfir 40 km/klst sem aðallega er notuð á opinbergum vegum og eftirvagn dráttarvélar sem hannaður er til aksturs yfir 40 km/klst og ætlaður er til notkunar á opinberum vegum (þ.e. ekki nær eingöngu notaður utan opinberra vega). Hvoru tveggja er að ósk eiganda (umráðanda). Við þá notkun verður ökutækið skoðunarskylt.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um skoðun ökutækja.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá slíka dráttarvél og slíkan eftirvagn dráttarvélar í þennan notkunarflokk ef um þessa notkun verður að ræða.

    • Fyrir ökutækisflokka: Dráttarvél og eftirvagn dráttarvélar.

    • Skoðunarregla: Dráttarvélin og eftirvagninn fellur undir skoðunarskyldu við skráningu í notkunarflokkinn. Skoðunartíðni verður 4-2-2-1-1...

    Samgöngustofa skráir dráttarvél og eftirvagn dráttarvélar í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar (sem skilað er til Samgöngustofu eða til skoðunarstofu). Dráttarvél og eftirvagn dráttarvélar sem skráð eru í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með annarri umsókn.

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til skoðunarskyldra notkunar

    Ekki eru gerðar viðbótarkröfur um gerð og búnað ef nota á dráttarvél eða eftirvagn dráttarvélar í almennri umferð, fyrir utan að þau mega ekki vera stærri (lengd, breidd og hæð) en heimilt er fyrir notkun á opinberum vegum. Eftir að þessi breyting er gerð þarf að færa þau til reglubundinnar skoðunar samkvæmt skoðunarreglu þeirra og þá þurfa þau að standast skoðun samkvæmt skoðunarhandbók ökutækja.

    Áhrif á skráningarmerki

    Skráningarmerkið þarf að vera almennt merki þannig að ef dráttarvélin eða eftirvagninn er á utanvegamerkjum þarf að skipta um (að ofangreindum skilyrðum um gerð og búnað uppfylltum). Á skráningarmerkið (almenna merkið) skal límdur skoðunarmiði.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.