Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. nóvember 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkana

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða. Þeir verða til vegna tiltekinna farþegaflutninga í atvinnuskyni, þ.e. flutningur fólks gegn endurgjaldi þar sem farþeginn er ekki tengdur rekstri fyrirtækisins sem sér um flutninginn.

    Notkunarflokkur "Ferðaþjónustuleyfi"

    Undir ferðaþjónustuleyfi falla fólksbifreiðir fyrir 8 farþega eða færri (bæði á íslenskum og erlendum skráningarmerkjum).

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé það skráð undir leyfið (og óheimilt annars).

    • Fyrir ökutækisflokka: Fólksbifreið (8 farþega eða færri).

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða ferðaþjónustuleyfisskoðun (FS). Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með umsókn.

    Notkunarflokkur "Skólabifreið"

    Skólabifreið er fólksbifreið til að flytja skólabörn með 8 farþega eða færri og fellur undir rekstrarleyfi bifreiða.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé það skráð undir leyfið (og óheimilt annars).

    • Fyrir ökutækisflokka: Fólksbifreið (8 farþega eða færri)

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða leyfisskoðun (LS). Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með umsókn.

    Notkunarflokkur "Leigubifreið"

    Leigubifreið er fólksbifreið til að flytja 8 farþega eða færri og fellur undir leigubílaleyfi.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé það skráð undir leyfið (og óheimilt annars).

    • Fyrir ökutækisflokka: Fólksbifreið (8 farþega eða færri).

    • Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 1-1-1-1-1...

    Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.

    Notkunarflokkur "Eðalvagn"

    Hætt var að skrá í þennan notkunarflokk þann 1. apríl 2023 og skulu bifreiðarnar skoðaðar og skráðar sem leigubifreiðir frá næstu endurnýjun standist þær þau skilyrði.

    Skráning undir önnur leyfi

    Önnur leyfi af þessum toga hafa ekki sérstaka notkunarflokka. Um þau ökutæki geta þó gilt ákveðin skilyrði til að heimilt sé að nota ökutækið undir leyfinu. Þetta eru eftirfarandi leyfi:

    • Rekstrarleyfi sérútbúinna bifreiða (8 farþega eða færri)

    • Rekstrarleyfi hópbifreiða (9 farþega eða fleiri)

    • Rekstrarleyfi farmflutninga

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til bifreiða með ferðaþjónustuleyfi (8 farþega eða færri)

    Fólksbifreið (8 farþega eða færri) sem fellur undir ferðaþjónustuleyfi, hvort sem það er á íslenskri eða erlendri skráningu (innan EES), skal uppfylla eftirfarandi kröfur:

    • Bifreiðin rúmi ekki fleiri en átta farþega.

    • Bifreiðin skal búin þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum, slökkvitæki og sjúkrakassa.

    • Bifreiðin skal vera merkt rekstraraðila. Merking skal vera sýnileg og auðlesanleg.

    • Bifreiðin skal vera skráð í notkunarflokkinn "Ökutæki með ferðaþjónustuleyfi". Ef verið er að breyta bifreið í notkunarflokkinn tilkynnir skoðunarstofa um breyttan notkunarflokk standist hún skoðun. Bifreið á erlendri skráningu er þó ekki skráð í notkunarflokk.

    Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:

    • Skoðun við skráningu í flokkinn: Ferðaþjónustuleyfisskoðun (FS).

    • Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Ferðaþjónustuleyfisskoðun (FS) árlega.

    Kröfur til skólabifreiða (8 farþega eða færri)

    Fólksbifreið (8 farþega eða færri) sem skráð er til að flytja skólabörn skal uppfylla eftirfarandi kröfur:

    • Bifreiðin skal búin merkjum fyrir skólabifreið, sbr. lýsingu í reglugerð um merki á skólabifreiðir.

    • Í bifreiðinni skulu vera bílbelti fyrir alla farþega og með slökkvitæki og sjúkrakassa.

    • Sæti bifreiðarinnar skulu búnir upphækkunum fyrir yngstu farþegana þegar við á.

    • Bifreiðin skal skráð í notkunarflokkinn "Skólabifreið". Ef verið er að breyta bifreið í notkunarflokkinn tilkynnir skoðunarstofa um breyttan notkunarflokk standist hún skoðun.

    Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:

    • Skoðun við skráningu í flokkinn: Leyfisskoðun (LS).

    • Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Leyfisskoðun (LS) árlega.

    Kröfur til leigubifreiða (8 farþega eða færri)

    Fólksbifreið (8 farþega eða færri) sem skráð er sem leigubifreið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:

    • Leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, skal vera auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.

    • Leigubifreið skal útbúin gulu þakljósi (taxaljósi) (skv. reglugerð um gerð og búnað ökutækja) ef henni er ekki eingöngu ekið samkvæmt fyrirfram umsömdu verði (skv. upplýsingum frá umráðamanni).

    • Leigubifreið skal búin löggiltum gjaldmæli (skv. lögum um leigubifreiðaakstur) ef henni er ekki eingöngu ekið samkvæmt fyrirfram umsömdu verði (skv. upplýsingum frá umráðamanni).

    • Leigubifreið skal búin þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum, slökkvitæki og sjúkrakassa.

    • Leigubifreið skal vera skráð í notkunarflokkinn "Leigubifreið". Ef verið er að breyta bifreið í notkunarflokkinn tilkynnir skoðunarstofan um breyttan notkunarflokk standist hún skoðun.

    Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:

    • Skoðun við skráningu í flokkinn: Breytingaskoðun (B).

    • Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Aðalskoðun (A) árlega (skoðunartíðni ökutækis breytist við skráningu í flokkinn).

    Kröfur til ökutækja sem falla undir önnur leyfi

    Undir rekstrarleyfi sérútbúinna bifreiða (8 farþega eða færri)

    Ökutækið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:

    • Bifreiðin rúmi ekki fleiri en átta farþega.

    • Bifreiðin falli undir skilgreiningu á torfærubifreið í reglugerð um gerð og búnað ökutækja (merkt í ökutækjaskrá "Torfærubifreið" í gerðarlýsingu) eða er gerðarviðurkennd sem torfærubifreið (ökutækjaflokkur M1G, N1G, N2G, N3G).

    • Hjólbarðastærð bifreiðarinnar skal vera að lágmarki 780 mm.

    • Bifreiðin skal uppfylla kröfur sem gerðar eru til breyttra, sérútbúinna bifreiða í skoðunarhandbók ökutækja, s.s. um slökkvitæki og sjúkrakassa.

    • Bifreiðin skal vera merkt rekstraraðila. Merking skal vera sýnileg og auðlesanleg.

    Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:

    • Skoðun við skráningu undir leyfið: Leyfisskoðun (LS)

    • Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Leyfisskoðun (LS) árlega.

    Undir rekstrarleyfi hópbifreiða (9 farþega eða fleiri)

    Ökutækið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:

    • Um sé að ræða hópbifreið.

    • Hlutfall milli vélarafls og þyngdar á að vera yfir 10. Vélarafl uppgefið af framleiðanda í kW deilt með leyfilegri heildarþyngd í tonnum (eða gjaldþyngd ef hún er lægri).

    Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:

    • Skoðun við skráningu undir leyfið: Leyfisskoðun (LS).

    • Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Leyfisskoðun (LS) árlega.

    Undir rekstrarleyfi farmflutninga

    Ökutækið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:

    • Ökutækið þarf að vera með gilda skoðun.

    • Ökutækið má ekki vera í notkunarflokkinum "Fornbifreið".

    Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:

    • Skoðun við skráningu undir leyfið: Engin skoðun.

    • Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Aðalskoðun (A) árlega.

    Umsóknar og skráningarferli ökutækja undir leyfin

    Ferðaþjónustuleyfi (8 farþega eða færri)

    Einstaklingum og fyrirtækjum er heimilt að fá útgefið ferðaþjónustuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum til að starfækja fólksbifreiðir með 8 farþega eða færri. Krafa er um að leyfisskoða bifreiðarnar árlega.

    1. Umsókn: Umsækjandi kemur til Samgöngustofu og sækir um ferðaþjónustuleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.

    2. Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um ferðarþjónustuleyfi, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.

    3. Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.

    4. Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun ferðaþjónustuleyfi" í framrúðu bifreiðarinnar.

    5. Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir bifreiðina undir leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgöngustofu. Í kjölfarið fær umsækjandi útgefið ferðarþjónustuleyfi hjá Samgöngustofu.

    Ferðaþjónustuleyfi (8 farþega eða færri) innan EES / erlend merki

    Með breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi árið 2018 var einstaklingum og fyrirtækjum gert heimilt að fá útgefið ferðaþjónustuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum og ekki lengur gerð krafa um að fyrirtæki á EES svæðinu sé með starfstöð á Íslandi til þess að fá þetta leyfi. Áfram er krafa um að leyfisskoða bifreiðarnar sem þessi fyrirtæki / einstaklingar eru með á Íslandi og eru á erlendum númerum.

    1. Umsókn: Umsækjandi kemur til Samgöngustofu og sækir um ferðaþjónustuleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.

    2. Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um ferðarþjónustuleyfið, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.

    3. Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð, sbr. neðangreindar kröfur við skoðun (athuga samt að bifreiðin er á erlendum númerum og því fer skoðunin ekki inn í ökutækjaskrá). Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.

    4. Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun ferðaþjónustuleyfi" í framrúðu bifreiðarinnar.

    5. Rekstrarleyfi: Þar sem bifreiðin er ekki í ökutækjaskrá Samgöngustofu þarf skoðunarstofa að senda afrit af leyfisskoðunarskýrslu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgöngustofu. Í kjölfarið fær umsækjandi útgefið ferðaþjónustuleyfi hjá Samgöngustofu.

    Rekstrarleyfi bifreiða sem flytja skólabörn (8 farþega eða færri)

    1. Umsókn: Ef umsækjandi er ekki þegar með almennt rekstrarleyfi, kemur hann til Samgöngustofu og sækir um almennt rekstrarleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.

    2. Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um almennt rekstrarleyfi, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.

    3. Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.

    4. Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun hópbifreiða" í framrúðu bifreiðarinnar.

    5. Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir ökutækið undir almenna rekstrarleyfið sitt með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgöngustofu.

    Leigubílaleyfi (8 farþegar eða færri)

    • Umsókn: Umsækjandi sækir um atvinnuleyfi til aksturs leigubifreiðar. Bifreiðin skal vera skráð í eigu einstaklings (ekki fyrirtækis). Bifreið má vera skráð í eigu löggilts fjármögnunarfyrirtækis en viðkomandi einstaklingur skal þá vera skráður 1. umráðamaður.

    • Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að samþykkt hafi verið að skrá þá bifreið sem á að skoða sem leigubifreið. Skoðunartegundin er breytingaskoðun.

    • Breytingaskoðun: Bifreiðin er breytingaskoðuð. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.

    • Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Rekstrarleyfi leigubifreið" í framrúðu þeirra bifreiða sem aka gegn fyrirfram umsömdu verði og eru án gjaldmælis og taxaljóss. Á bifreiðir með taxaljósi og gjaldmæli er ekki límdur miði.

    • Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir bifreiðina sem leigubifreið með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgöngustofu. Í kjölfarið fær umsækjandi útgefið atvinnuskírteini til aksturs leigubifreiðar og leyfisbréf.

    Eðalvagnaleyfi (fyrir 8 farþega eða færri)

    Með nýjum lögum um leigubifreiðaakstur sem tóku gildi 1. apríl 2023 er rekstur eðalvagnaþjónustu ekki lengur í lögunum og verða þeir bílar leigubílar í staðinn. Þeir einstaklingar, sem höfðu fengið útgefið leyfi til reksturs eðalvagnaþjónustu hjá Samgöngustofu samkvæmt eldri lögum, halda réttindum sínum þar til gildistíma atvinnuskírteinis þeirra lýkur. Við endurnýjun réttinda skulu þeir teljast uppfylla skilyrði um viðeigandi starfshæfni hvað varðar menntun. Frá 1. apríl 2023 verða bifreiðir því ekki skráðar lengur með eðalvagnaleyfi heldur skulu standast skilyrði sem leigubifreiðir og skráðar sem slíkar í ökutækjaskrá.

    Rekstrarleyfi hópbifreiða (9 farþega eða fleiri)

    1. Umsókn: Ef umsækjandi er ekki þegar með almennt rekstrarleyfi, kemur hann til Samgöngustofu og sækir um almennt rekstrarleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.

    2. Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um almennt rekstrarleyfi, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.

    3. Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð, sbr. neðangreindar kröfur við skoðun. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.

    4. Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun hópbifreiða" í framrúðu bifreiðarinnar.

    5. Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir ökutækið undir almenna rekstrarleyfið sitt með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgongustofu.

    Rekstrarleyfi sérútbúinna bifreiða (8 farþega eða færri)

    1. Umsókn: Ef umsækjandi er ekki þegar með almennt rekstrarleyfi, kemur hann til Samgöngustofu og sækir um almennt rekstrarleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum. Einnig þarf umsækjandi að sækja um leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða.

    2. Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um almennt rekstrarleyfi (eða með leyfi í gildi) og leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.

    3. Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð, sbr. neðangreindar kröfur við skoðun. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.

    4. Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun sérútbúin bifreið" í framrúðu bifreiðarinnar.

    5. Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir ökutækið undir leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgongustofu.

    Rekstrarleyfi farmflutninga

    1. Umsókn: Ef umsækjandi er ekki þegar með almennt rekstrarleyfi, kemur hann til Samgöngustofu og sækir um almennt rekstrarleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.

    2. Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með leyfið eða með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um almennt rekstrarleyfi, ásamt þeirri bifreið sem á að skrá undir leyfið.

    3. Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð, sbr. neðangreindar kröfur við skoðun. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.

    4. Skoðunarmiði: Skoðunarstöð límir skoðunarmiðannn "Rekstrarleyfi farmflutninga" í framrúðu bifreiðarinnar.

    5. Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir ökutækið undir almenna rekstrarleyfið sitt með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgongustofu. Í kjölfarið skráir Samgöngustofa athugasemdina "Atvinnurekstur" á ökutækið í ökutækjaskrá.

    Skráningarmerki

    Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017.

    • Lög um leigubifreiðar nr. 134/2001.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um merki á skólabifreiðum nr. 279/1989.

    • Reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 474/2017.