Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

15. desember 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkanna

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Hjólhýsi"

    Hjólhýsi er yfirbyggður eftirvagn á hjólum ætlað til að vera dregið af bifreið á vegi og notað sem færanlegur bústaður.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um skoðun ökutækja.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk.

    • Fyrir ökutækisflokka: Eftirvagn.

    • Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 4-2-2-2-2... og skoðunarmánuður verður 5.

    Samgöngustofa skráir eftirvagn í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar um forskráningu (þó getur þurft að leiðrétta það við skráningarskoðun). Eftirvagni sem skráður er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun sé honum breytt í aðra gerð eftirvagns (gert í breytingaskoðun).

    Notkunarflokkur "Fellihýsi"

    Fellihýsi er hjólhýsi sem hægt er að leggja saman.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um skoðun ökutækja.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk.

    • Fyrir ökutækisflokka: Eftirvagn.

    • Skoðunarregla: Skoðunartíðnin 4-2-2-2-2...

    Samgöngustofa skráir eftirvagn í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar um forskráningu (þó getur þurft að leiðrétta það við skráningarskoðun). Eftirvagni sem skráður er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun sé honum breytt í aðra gerð eftirvagns (gert í breytingaskoðun).

    Notkunarflokkur "Tjaldvagn"

    Tjaldvagn er eftirvagn á hjólum ætlað til að vera dregið af bifreið á vegi með áföstum búnaði til að tjalda yfir vagninn.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um skoðun ökutækja.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk.

    • Fyrir ökutækisflokka: Eftirvagn.

    • Skoðunarregla: Skoðunartíðnin 4-2-2-2-2...

    Samgöngustofa skráir eftirvagn í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar um forskráningu (þó getur þurft að leiðrétta það við skráningarskoðun). Eftirvagni sem skráður er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun sé honum breytt í aðra gerð eftirvagns (gert í breytingaskoðun).

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til ferðavagna

    Skráningin er háð því að eftirvagninn uppfylli lýsinguna á því að vera hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn.

    Áhrif á skráningarmerki

    Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.