Skráningareglur ökutækja
Þjónustuaðili:
Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.
Notkunarflokkaskráningar
Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):
Faggiltar skoðunarstofur ökutækja
Umboð (ökutækja) með fulltrúa B
Efni kaflans
Skráning og breyting notkunarflokka
Gildi í valtöflum eru valin úr listum. Notkunarflokkur tiltekur sérstaka notkun ökutækis (er annars skráð í almenna notkun).
Gildin eru tilkynnt af skoðunarstofu ökutækja í tengslum við skráningarskoðun eða breytingaskoðun á rafrænu eyðublaði US.111. Ef upplýsingar um gildið liggja ekki fyrir við skráningaskoðun eða breytingarskoðun, eða ökutækið uppfyllir ekki sett skilyrði, skal skoðun og skráningu ökutækisins hafnað.
Yfirlit notkunarflokka og skoðunarskylda við skráningu
Gildir notkunarflokkar í ökutækjaskrá ásamt upplýsingum um skoðunarskyldu við skráningu í notkunarflokkinn eða úr honum og í almenna notkun. Upplýsingar um sérstakar ráðstafanir vegna breytinga í notkunarflokka er að finna í öðru köflum. Í aftasta dálki er tiltekið hvort skoðunartíðni breytist sé um fólksbifreið að ræða.
Númer flokks | Notkunarflokkur | Í notkunarflokk | Úr notkunarflokki í almenna notkun | Breytist tíðni reglub. skoðunar? |
000 | Almenn notkun | Sjá dálkinn til hægri | --- | --- |
001 | Neyðarakstur / Sjúkraflutningar | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
003 | Sendiráðsökutæki | Forskráning | Uppfylla kröfur skv. breytingalás | Nei |
005 | Neyðarakstur | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
006 | Leigubifreið | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
007 | Ökutækjaleiga | Umsókn US.115 | Umsókn US.115 (+Aðalskoðun) | Já |
008 | Ökukennsla | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
009 | Leigubifreið / Eðalvagn | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
010 | Eðalvagn | Breytingaskoðun | Umsókn US.115 (+Aðalskoðun) | Já |
011 | Ökutæki með ferðaþj.leyfi | Breytingaskoðun | Umsókn US.115 | Nei |
012 | Ökutækjaleiga / Ferðaþj.leyfi | Breytingaskoðun | Umsókn US.115 (+Aðalskoðun) | Já |
013 | VSK / Ferðaþj.leyfi | Breytingaskoðun | Umsókn US.115 | Nei |
014 | VSK / Hættulegur farmur | Breytingaskoðun + ADR-skoðun | Umsókn US.115 | Nei |
017 | Ökutæki hreyfihamlaðra | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun | Nei |
018 | Flutningur hreyfihamlaðra | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun | Nei |
019 | Vegavinnuökutæki | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun | Nei |
020 | Hættulegur farmur (ADR) | ADR-skoðun | Umsókn US.115 | Nei |
021 | Björgunarbifreið | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun | Nei |
022 | Beltabifreið | Forskráning | Óheimilt | --- |
023 | Flutningur hreyfihamlaðra í atvinnuskyni | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
090 | VSK-bifreið | Breytingaskoðun | Umsókn US.115 | Nei |
104 | Námuökutæki | Skráningarskoðun | Óheimilt | --- |
105 | Eyjaökutæki | Umsókn RAF-105 | Umsókn US.115 (+Aðalskoðun) | Já |
106 | VSK / Eyjaökutæki | Umsókn RAF-105 +Breytingaskoðun | Umsókn US.115 (+Aðalskoðun) | Já |
109 | Rallakstur | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun | Nei |
111 | Sérbyggð rallbifreið | Skráningarskoðun | Óheimilt | --- |
112 | Skólabifreið | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
115 | Húsbifreið | Forskráning eða Breytingaskoðun | Breytingaskoðun | Nei |
117 | Ökutækjaleiga / Húsbifreið | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
119 | Flugvallarökutæki | Forskráning | Óheimilt (eða Breytingaskoðun) | Nei |
120 | Ökutækjaleiga / Ökutæki fyrir hreyfihamlaða | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
130 | Fornökutæki | Umsókn US.115 eða US.156 | Umsókn US.115 (+Aðalskoðun) | Já |
131 | Fornökutæki / Húsbifreið | Umsókn US.115 eða US.156 + Breytingaskoðun | Umsókn US.115 (+Aðalskoðun) | Já |
148 | Ökukennsla / Ferðaþj.leyfi | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
149 | Ökukennsla / Ökutækjaleiga | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
151 | Ökukennsla / Leigubifreið | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
152 | Ökukennsla / Skólabifreið | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
154 | Ökukennsla / Ökutæki fyrir hreyfihamlaða | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
155 | Ökukennsla / Hættulegur farmur (ADR) | Breytingaskoðun + ADR-skoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
158 | Sérstök not | Skrán.skoð / Breyt.skoð | Umsókn US.115 | Nei |
159 | Neyðarakstur / Sérstök not | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
160 | Neyðarakstur / Ökutækjaleiga | Breytingaskoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
161 | Neyðarakstur / Hættulegur farmur (ADR) | Breytingaskoðun + ADR-skoðun | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
180 | Skoðunarskyld dráttarvél | Umsókn RAF-104 | Umsókn US.115 (án skoðunar) | Já |
201 | Undanþáguakstur | Skráningarskoðun | Óheimilt | --- |
202 | Undanþáguakstur / Sérstök not | Skráningarskoðun | Óheimilt | --- |
203 | Hættulegur farmur (ADR) / Sérstök not | Breytingaskoðun + ADR-skoðun | Umsókn US.115 | Nei |
300 | Flokkur I (=< 25km/klst.) (á við um létt bifhjól) | Skráningarskoðun | Óheimilt | --- |
310 | Fellihýsi | Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
311 | Fellihýsi / Ökutækjaleiga | Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115 | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
312 | Hjólhýsi | Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
313 | Hjólhýsi / Ökutækjaleiga | Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115 | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
314 | Tjaldvagn | Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
315 | Tjaldvagn / Ökutækjaleiga | Skráningarskoðun (eða Breytingaskoðun) / Umsókn US.115 | Breytingaskoðun (+Aðalskoðun) | Já |
400 | Vinnuvél | Tilkynning frá Vinnueftirlitinu | Óheimilt | --- |
Breyting í notkunarflokka (úr almennri notkun)
Við breytingu á ökutæki til samræmis við annan notkunarflokk er öllu jafna ekki gerð krafa um fyrirfram samþykki Samgöngustofu vegna þeirra. Við skoðun er gerð og búnaður ökutækisins með tilliti til nýja notkunarflokksins yfirfarinn.
Ef í ljós kemur við breytingaskoðun að mikilvæg atriði er varða breytinguna uppfylla ekki kröfur, er breytingunni hafnað og skoðuninni líka.
Verði breyting á skoðunarreglu við skráningu ökutækisins í hinn nýja notkunarflokk ber að líma nýjan skoðunarmiða á ökutækið til samræmis við næsta skoðunarár hinnar nýju skoðunarreglu. Næsta skoðun getur þurft að eiga sér stað sama ár og þarf þá að færa ökutækið til aðalskoðunar á árinu.
Nánari upplýsingar um einstaka notkunarflokka er að finna í öðrum köflum.
Breyting í almenna notkun (úr öðrum notkunarflokkum)
Við breytingu á notkunarflokki yfir í almenna notkun er öllu jafna ekki gerð krafa um fyrirfram samþykki Samgöngustofu vegna þeirra. Við skoðun er gerð og búnaður ökutækisins með tilliti til breytingar þess í almennra notkun yfirfarinn (til dæmis að búið sé að fjarlægja sérbúnað sem tilheyrði fyrri notkunarflokki).
Ef í ljós kemur við breytingaskoðun að mikilvæg atriði er varða breytinguna uppfylla ekki kröfur, er breytingunni hafnað og skoðuninni líka.
Verði breyting á skoðunarreglu við skráningu ökutækisins í almenna notkun ber að líma nýjan skoðunarmiða á ökutækið til samræmis við næsta skoðunarár hinnar nýju skoðunarreglu. Næsta skoðun getur þurft að eiga sér stað sama ár og þarf þá að færa ökutækið til aðalskoðunar á árinu.
Sjá nánari upplýsingar um notkunarflokkinn almenna notkun.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Almenn notkun"
Sjálfgefinn notkunarflokkur ökutækja í ökutækjaskrá.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og er líka notaður sem sjálfgefinn notkunarflokkur af skráarhaldara ökutækjaskrár.
Skráningarheimild/skylda: Notaður þegar ekki er um annan flokk að ræða.
Fyrir ökutækisflokka: Alla.
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Breyting í almenna notkun (úr öðrum notkunarflokkum)
Í yfirlitstöflu notkunarflokka er tilgreint hvort skoðunar sé krafist við breytingu í "Almenna notkun".
Þegar breytingaskoðunar er krafist felst breytingaskoðunin í því að ganga úr skugga um að aukabúnaður vegna notkunarflokksins hafi verið fjarlægður eða útfærslu breytt til baka.
Þegar aðalskoðunar er krafist hefur notkunarflokkurinn sem ökutækið er að breytast úr örari skoðunartíðni (skoða oftar) heldur en skoðunartíðni almennrar notkunar (skoða sjaldnar) fyrir viðkomandi ökutæki. Þá gildir sú regla að hafi reglubundin skoðun ekki verið framkvæmd á ökutækinu á almanaksárinu (frá 1. janúar s.l.) ber að framkvæma hana fyrir notkunarflokksbreytinguna. Alltaf skal nota skoðunartegundina Aðalskoðun í þessum tilvikum (óháð því hvort ökutækið er með gilda aðalskoðun eða ekki).
Þegar einungis er krafist umsóknar vegna breytingar (breytingaskoðunar á skoðunarstöð ekki krafist) gæti í einhverjum tilvikum þurft að skipta um skoðunarmiða á ökutækinu. Tryggja skal að það sé gert og má eigandi (umráðandi) sýna fram á að það hafi verið gert í samráði við skoðunarstofu eða Samgöngustofu án þess að færa ökutækið til skoðunar. Þetta á m.a. við þegar skoðunarskyldri dráttarvél, ökutæki með ferðaþjónustuleyfi, fornökutæki, ökutæki í ökutækjaleigu eða eyjaökutæki er breytt í almenna notkun.
Að auki gildir:
Ökutæki hafi gilda reglubundna skoðun þegar skilað er inn umsókn um notkunarflokkabreytingu (eða aðalskoðun tekin samhliða).
Líma getur þurft nýjan skoðunarmiða á ökutæki eftir að notkunarflokksbreyting hefur verið samþykkt, verði við það breyting á skoðunarreglu. Þá skal líma nýjan miða með næsta skoðunarári hinnar nýju skoðunarreglu (sjá um álímingu skoðunarmiða).
Áhrif á skráningarmerki
Ökutæki í almennri notkun getur borið allar þær gerðir skráningarmerkja sem tengjast ekki sérstökum notkunarflokkum sem gera kröfu um tiltekna gerð skráningarmerkja.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "VSK-bifreið"
VSK-bifreið uppfyllir skilyrði til að fá niðurfelldan virðisaukaskatt við öflun hennar.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og sérstakar kröfur eru gerðar til bifreiða sem heimilt er að merkja með VSK-skráningarmerkjum.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki krafa) að skrá bifreið í þennan notkunarflokk uppfylli hún kröfurnar sem lýst er í þessu skjali.
Fyrir ökutækisflokka: Sendibifreið (N1), vörubifreið I (N2) ≤5.000 kg að leyfðri heildarþyngd og fólksbifreið (M1) með ferðaþjónustuleyfi.
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Samgöngustofa skráir í gerðarlýsingu sendibifreiða og vörubifreiða I við forskráningu hvort gerðin uppfylli VSK-kröfur. Heimilt er að afhenda VSK-merki á slíkar bifreiðir þegar þetta er skráð án þess að bifreiðin sé færð til breytingaskoðunar.
Í öðrum tilvikum sér skoðunarstofa um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til farmrýmis sendi- og vörubifreiða
Í reglugerð um innskatt eru settar fram eftirfarandi kröfur um farmrými og flutningsgetu sendi- og vörubifreiða sem heimilt er að telja til innskatts virðisaukaskatt vegna öflunar, þ.m.t. leigu:
Farmrými, opið eða lokað, aftan við öftustu brún sætis eða milliþils skal vera a.m.k. 1.700 mm að hleðsludyrum eða hlera. Sé það styttra skal það þó vera lengra en fólksrýmið, mælt frá miðri framrúðu
Í farmrými mega hvorki vera sæti né annar búnaður til farþegaflutninga. Sé fólks- eða hópbifreið breytt í sendi- eða vörubifreið skulu með varanlegum hætti fjarlægð úr farmrými sæti ásamt sætisfestingum og öðrum búnaði til fólksflutninga.
Skráð flutningsgeta í fólksrými skal vera minni en helmingur af skráðri burðargetu bifreiðarinnar ef miðað er við að hver farþegi/ökumaður vegi 75 kg.
Ekki er krafa um farmskilrúm í torfærubifreiðum sem notaðar eru til farþegaflutninga í ferðaþjónustu (ökutæki með ferðarþjónustuleyfi).
Áhrif á skráningarmerki
VSK-bifreið ber sérstök VSK-merki og getur þar með ekki verið á öðrum gerðum skráningarmerkja (má til dæmis ekki bera einkamerki).
VSK-merki geta eingöngu verið á bifreiðum (ekki öðrum flokkum ökutækja).
VSK-bifreiðir eru í notkunarflokknum "VSK-bifreið" á meðan þau eru á VSK-merkjum. Ef/þegar breyta á til baka í notkunarflokkinn "Almenn notkun" má afhenda almenn skráningarmerki án breytingaskoðunar (minnt er þó á að ef breyta á litlum sendibíl til baka í fólksbíl (fjölga sætum o.s.frv.) verður að færa bifreiðina til breytingaskoðunar).
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um innskatt nr. 192/1993.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Hættulegur farmur (ADR)"
ADR-viðurkenning (skráning í hættulegan farm) er staðfesting þar til bærra yfirvalda að tiltekið ökutæki ætlað fyrir flutning á hættulegum farmi uppfylli viðeigandi tæknilegar kröfur sem EX/II, EX/III, FL og AT ökutæki eða sem MEMU.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og sérstakar kröfur eru gerðar til ökutækja til flutnings á hættulegum farmi í samnefndri reglugerð.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk eigi að nota það til flutnings á hættulegum farmi.
Fyrir ökutækisflokka: Sendi- og vörubifreið (N) og eftirvagn (O)
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Skráning ökutækis til flutnings á hættulegum farmi skal ekki fara fram nema fyrir liggi viðurkenning þess að það uppfylli kröfur sem gerðar eru til slíks ökutækis.
Skráð er fyrir hvaða flokka/a hættulegs farms ökutækið er viðurkennt.
Skráningin tekur til vélknúins ökutækis sem ætlað er til aksturs á vegi, er á fjórum eða fleiri hjólum og hannað fyrir hámarkshraða yfir 25 km/klst, svo og eftirvagns. Þetta á við flokka N og O í ökutækjaskrá.
Skráningin tekur ekki til ökutækis sem fer eftir teinum, færanlegrar vélar og dráttarvélar fyrir landbúnað eða skógrækt sem ekki fer hraðar en 40 km/klst.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða ADR-skoðun eða ADR-viðurkenningarskoðun. Ökutæki sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist það breytingaskoðun þar að lútandi.
Kröfur til ökutækjanna
Sjá verklagsbækur í skoðunarhandbók ökutækja:
Verklagsbók fyrir ADR-skoðun
Verklagsbók fyrir ADR-viðurkenningarskoðun
Skilgreining flokka EX/II eða EX/III
Ökutæki ætlað til flutnings á sprengifimum efnum og hlutum (flokki 1).
Skilgreining flokks FL
Ökutæki fyrir flutning á vökvum með blossamark allt að 60°C (að undanskildu dísel eldsneyti sem uppfyllir staðalinn EN 590:2013 + A1:2017, gasolía og upphitunarolía (létt) - UN No. 1202 - með blossamarki skilgreindu samkvæmt staðlinum EN 590: 2013 + A1:2017) í föstum tönkum eða lausum tönkum með rúmmál umfram 1 m³ eða í gámatönkum eða flytjanlegum tönkum með rúmmáli umfram 3 m³ hver; eða
ökutæki ætlað fyrir flutning á eldfimum gastegundum í föstum tönkum eða lausum tönkum með rúmmál umfram 1 m³ eða í gámatönkum, flytjanlegum tönkum eða MEGC með rúmmál umfram 3 m³ hver; eða
ökutæki með þrýstihylki (battery-vehicle) með rúmmál umfram 1 m³ ætlað fyrir flutning á eldfimum gastegundum; eða
ökutæki ætlað fyrir flutning á vetnisperoxíð (hydrogen peroxide), stöðuga eða fljótandi lausn, gerð stöðug með meira en 60% vetnisperoxíð (flokkur 5.1, UN No. 2015) í föstum tönkum eða lausum tönkum með rúmmál umfram 1m³ eða í gámatönkum eða flytjanlegum tönkum með rúmmál umfram 3 m³.
Skilgreining flokks AT
Ökutæki af annarri gerð en EX/III, FL ökutæki eða MEMU, ætlað fyrir flutning á hættulegum farmi í föstum tönkum eða lausum tönkum með rúmmál umfram 1m³ eða í gámatönkum, flytjanlegum tönkum eða MEGC-gámur með rúmmál umfram 3m³ ; eða
ökutæki með þrýstihylki með samtals rúmamál umfram 1m³ þó ekki FL-ökutæki.
Skilgreining flokks MEMU
"MEMU" táknar ökutæki sem stenst skilgreininguna á hreyfanlegri (mobile) sprengiefna framleiðslueiningu í ADR reglunum (1.2.1).
Aðvörunarmerki
Við flutning á hættulegum farmi skal ökutæki merkt með tveimur ferhyrndum appelsínugulum merkjum, búnum endurskini, samkvæmt reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi nr. 1077/2010 sbr. III. viðauka. Merkin skulu vera 400 mm að lengd og 300 mm að hæð með 15 mm breiðri svartri umgerð. Þeim skal komið fyrir þannig að þau sjáist vel að framan og aftan á ökutæki eða eftir atvikum vagnlest. Sé erfitt að koma fyrir merkjum af umræddri gerð vegna stærðar eða lögunar ökutækis, má hafa þau 300 mm að lengd, 120 mm að hæð og umgerð 10 mm breiða.
Umsóknarferli ADR-skráningar (með viðurkenningu)
Þetta umsóknarferli á við þegar viðurkenningarupplýsingar framleiðanda eða ADR-skráning erledis eða hérlendis hefur átt sér stað.
Umsóknar- og skráningarferill
Umsókn: Eigandi eða umráðamaður ökutækis sækir um að skrá ökutæki til flutnings á hættulegum farm á vefsíðu Samgöngustofu. Viðeigandi fylgigögn þurfa að fylgja með umsókn eins og er lýst hér að neðan.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð eftir að hafa fengið umsókn sína samþykkta hjá Samgöngustofu, ásamt því ökutæki sem á að ADR-skoða.
ADR-skoðun: Ökutækið er skoðað ADR-skoðun (reglubundin ADR-skoðun) samkvæmt viðeigandi verklagsbók og í samræmi við viðurkennda flokka ökutækis í ökutækjaskrá.
Skoðunarmiði: Ekki er límdur sérstakur miði á ökutækið vegna ADR-skoðana.
ADR-skráning: Samgöngustofa skráir ökutækið til flutnings á hættulegum farmi og fyrir hvaða flokka/a hættulegs farms ökutækið er viðurkennt, gildistími skráist samkvæmt skoðun frá skoðunarstofu.
Fylgigögn umsóknar eftir því sem við á
Viðurkenning frá framleiðanda um hvaða ADR flokka ökutækið hefur heimild til að vera í.
Erlent ADR vottorð (sé það til staðar) og afrit af síðasta skoðunarvottorði.
Fyrir ökutæki með áfastan tank: Gild þrýstiprófun og upplýsingar um tankfestingar.
Umsóknarferli ADR-skráningar (án viðurkenningar)
Þetta umsóknarferli á við þegar viðurkenningarupplýsingar framleiðanda eru ekki tiltækar og ökutækið hefur ekki verið viðurkennt áður. Því þarf að viðurkenna ökutækið með sérstakri ADR-viðurkenningarskoðun, ásamt því að framvísa gögnum.
Umsóknar- og skráningarferill
Umsókn: Eigandi eða umráðamaður ökutækis sækir um að skrá ökutæki til flutnings á hættulegum farm á vefsíðu Samgöngustofu. Viðeigandi fylgigögn þurfa að fylgja með umsókn eins og er lýst hér að neðan. Samgöngustofa getur óskað eftir frekari upplýsingum ef talið er þörf á því.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð eftir að hafa fengið umsókn sína samþykkta hjá Samgöngustofu, ásamt því ökutæki sem á að ADR-skoða.
ADR-skoðun: Ökutækið er skoðað samkvæmt ADR-viðurkenningarskoðun samkvæmt viðeigandi verklagsbók og í samræmi við ADR-flokka sem sótt hefur verið um.
Skoðunarmiði: Ekki er límdur sérstakur miði á ökutækið vegna ADR-skoðana.
ADR-skráning: Samgöngustofa skráir ökutækið til flutnings á hættulegum farmi og fyrir hvaða flokka/a hættulegs farms ökutækið er viðurkennt og gildistíma, samkvæmt tilkynningu frá skoðunarstofunni.
Fylgigögn umsóknar eftir því sem við á
Vottorð um hamlara sbr. 9.2.3.1.2 í 9. kafla ADR. (fyrir ökutæki með hámarksþyngd yfir 16 tonn eða má draga eftirvagn yfir 10 tonn)
Fyrir ökutæki með áfastan tank: Gild þrýstiprófun ásamt upplýsingum um tankfestingar og stöðugleika samkvæmt ECE111.
Aðrar upplýsingar sem Samgöngustofa getur óskað eftir.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög, reglugerðir og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um flutning á hættulegum farmi nr. 1077/2010.
Evrópusamningur um flutninga á hættulegum farmi á vegum, sem undirritaður var í Genf 1957 / ADR-samþykktir, kafli 9.
Reglugerð um slökkvitæki nr. 1068/2011.
Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017.
Reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 474/2017.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða sem urðu til 1. janúar 2025.
Þeir auðkenna tiltekna farm- og farþegaflutninga í atvinnuskyni undir rekstrarleyfi, þ.e. flutning fólks gegn endurgjaldi þar sem farþeginn er ekki tengdur rekstri fyrirtækisins sem sér um flutninginn og flutning á hvers kyns farmi gegn endurgjaldi þegar flutningsþjónusta er seld sérstaklega og flytjandi starfar við flutningsþjónustu, eftirfarandi bifreiða:
bifreið (8 farþegar eða færri - hét ferðaþjónustuleyfi til 31.12.2024)
bifreið sem er sérútbúin (8 farþegar eða færri - hét rekstrarleyfi sérútbúinna bifreiða til 31.12.2024)
bifreið til að flytja skólabörn (8 farþegar eða færri - hét skólabifreið til 31.12.2024)
hópbifreið (9 farþegar eða fleiri - hét rekstrarleyfi hópbifreiða til 31.12.2024)
sendi- og vörubifreið (farmflutningar - hét rekstrarleyfi farmflutninga til 31.12.2024)
Notkunarflokkur "Atvinnurekstur (RL)"
Hér undir falla allar bifreiðir sem notaðir eru undir rekstrarleyfi sem annars væru í notkunarflokknum "Almenn notkun".
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi og heitir þar "Ökutæki til farþegaflutninga eða farmflutninga í atvinnuskyni".
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé það notað undir rekstrarleyfi (og óheimilt annars).
Fyrir ökutækisflokka: Bifreiðir.
Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 1-1-1-1-1...
Bifreiðir í öðrum notkunarflokkum, sem kunna að verða notaðir í atvinnurekstri undir rekstrarleyfi, halda þeim notkunarflokkum að viðbættu "(RL)" í nafni flokkanna til aðgreiningar. Þeir eru:
Flutn. hreyfih. (RL)
ADR (RL)
Sérstök not (RL)
Sérstök not / ADR (RL)
Undanþ. / Sérst. not (RL)
Undanþáguakstur (RL)
VSK (RL)
VSK / ADR (RL)
VSK / Ökut.leiga (RL)
Ökukennsla (RL)
Ökukennsla / ADR (RL)
Ökuken. / Ökut.leiga (RL)
Ökutækjaleiga (RL)
Rekstrarleyfishafi ber ábyrgð á að tilkynna til Samgöngustofu að skrá eigi bifreið í notkunarflokkinn og úr honum. Þetta getur hann gert í tengslum við umsókn um rekstrarleyfi, við öflun og sölu bifreiða sem notuð eru undir rekstrarleyfinu og þegar hann nýtir bifreið í eigu annars aðila undir rekstrarleyfið sitt.
Ekki er gerð krafa um breytingaskoðun eða sérstaka leyfislímmiða í tengslum við skráningu í eða úr notkunarflokkunum, en þegar breytingin hefur áhrif á skoðunarreglu (í/úr árlegri skoðun) þarf rekstrarleyfishafi að frá réttan miða hjá Samgöngustofu eða skoðunarstofu ökutækja.
Gjald Samgöngustofu fyrir skráningu bifreiðar í/úr notkunarflokki frá 1. febrúar 2025 er 577 krónur.
Kröfur til ökutækjanna
Um bifreið sem notuð er undir rekstrarleyfi, hverju tagi sem það nefnist, gildir að
bifreiðin skal vera merkt rekstraraðila og skal merking vera sýnileg og auðlesanleg.
bifreiðin fæst ekki skráð sem fornökutæki.
Um bifreið sem notuð er undir almennu rekstrarleyfi í tengslum við ferðaþjónustu (hvort sem hún er á íslenskri eða erlendri skráningu innan EES) gildir:
Bifreiðin rúmi ekki fleiri en 8 farþega.
Bifreiðin skal búin þriggja punkta öryggisbeltum, slökkvitæki og sjúkrakassa (skoðað í reglubundinni skoðun).
Um sérútbúna bifreið sem notuð er undir almennu rekstrarleyfi til farþegaflutninga gildir:
Bifreiðin rúmi ekki fleiri en 8 farþega (ekki skráð fyrir fleiri farþega).
Bifreiðin falli undir skilgreiningu á torfærubifreið í reglugerð um gerð og búnað ökutækja (merkt í ökutækjaskrá "Torfærubifreið" í gerðarlýsingu) eða er gerðarviðurkennd sem torfærubifreið (ökutækisflokkur M1G, N1G, N2G, N3G).
Hjólbarðastærð (þvermál) bifreiðarinnar skal vera að lágmarki 780 mm. Nái skráð hjólbarðastærð ekki þessari stærð verður að færa ökutæki til breytingaskoðunar þar sem raunverulegt þvermál er skráð sem athugasemd í ökutækjaskrá.
Bifreiðin skal uppfylla kröfur sem gerðar eru til breyttra, sérútbúinna bifreiða í skoðunarhandbók ökutækja, s.s. um slökkvitæki og sjúkrakassa (skoðað í reglubundinni skoðun).
Um bifreið sem notuð er undir almennu rekstrarleyfi til að flytja skólabörn gildir:
Bifreiðin rúmi ekki fleiri en 8 farþega (ekki skráð fyrir fleiri farþega).
Bifreiðin skal búin merkjum fyrir skólabifreið, sbr. lýsingu í reglugerð um merki á skólabifreiðir.
Í bifreiðinni skulu vera bílbelti fyrir alla farþega og með slökkvitæki og sjúkrakassa (skoðað í reglubundinni skoðun).
Sæti bifreiðarinnar skulu búnir upphækkunum fyrir yngstu farþegana þegar við á.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um merki á skólabifreiðum nr. 279/1989.
Reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 474/2017.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða. Þeir verða til vegna tiltekinna farþegaflutninga í atvinnuskyni, þ.e. flutningur fólks gegn endurgjaldi þar sem farþeginn er ekki tengdur rekstri fyrirtækisins sem sér um flutninginn.
Notkunarflokkur "Ferðaþjónustuleyfi"
Undir ferðaþjónustuleyfi falla fólksbifreiðir fyrir 8 farþega eða færri (bæði á íslenskum og erlendum skráningarmerkjum).
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé það skráð undir leyfið (og óheimilt annars).
Fyrir ökutækisflokka: Fólksbifreið (8 farþega eða færri).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða ferðaþjónustuleyfisskoðun (FS). Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með umsókn.
Notkunarflokkur "Skólabifreið"
Skólabifreið er fólksbifreið til að flytja skólabörn með 8 farþega eða færri og fellur undir rekstrarleyfi bifreiða.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé það skráð undir leyfið (og óheimilt annars).
Fyrir ökutækisflokka: Fólksbifreið (8 farþega eða færri)
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða leyfisskoðun (LS). Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með umsókn.
Notkunarflokkur "Leigubifreið"
Leigubifreið er fólksbifreið til að flytja 8 farþega eða færri og fellur undir leigubílaleyfi.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé það skráð undir leyfið (og óheimilt annars).
Fyrir ökutækisflokka: Fólksbifreið (8 farþega eða færri).
Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 1-1-1-1-1...
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.
Notkunarflokkur "Eðalvagn"
Hætt var að skrá í þennan notkunarflokk þann 1. apríl 2023 og skulu bifreiðarnar skoðaðar og skráðar sem leigubifreiðir frá næstu endurnýjun standist þær þau skilyrði.
Skráning undir önnur leyfi
Önnur leyfi af þessum toga hafa ekki sérstaka notkunarflokka. Um þau ökutæki geta þó gilt ákveðin skilyrði til að heimilt sé að nota ökutækið undir leyfinu. Þetta eru eftirfarandi leyfi:
Rekstrarleyfi sérútbúinna bifreiða (8 farþega eða færri)
Rekstrarleyfi hópbifreiða (9 farþega eða fleiri)
Rekstrarleyfi farmflutninga
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til bifreiða með ferðaþjónustuleyfi (8 farþega eða færri)
Fólksbifreið (8 farþega eða færri) sem fellur undir ferðaþjónustuleyfi, hvort sem það er á íslenskri eða erlendri skráningu (innan EES), skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
Bifreiðin rúmi ekki fleiri en átta farþega.
Bifreiðin skal búin þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum, slökkvitæki og sjúkrakassa.
Bifreiðin skal vera merkt rekstraraðila. Merking skal vera sýnileg og auðlesanleg.
Bifreiðin skal vera skráð í notkunarflokkinn "Ökutæki með ferðaþjónustuleyfi". Ef verið er að breyta bifreið í notkunarflokkinn tilkynnir skoðunarstofa um breyttan notkunarflokk standist hún skoðun. Bifreið á erlendri skráningu er þó ekki skráð í notkunarflokk.
Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:
Skoðun við skráningu í flokkinn: Ferðaþjónustuleyfisskoðun (FS).
Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Ferðaþjónustuleyfisskoðun (FS) árlega.
Kröfur til skólabifreiða (8 farþega eða færri)
Fólksbifreið (8 farþega eða færri) sem skráð er til að flytja skólabörn skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
Bifreiðin skal búin merkjum fyrir skólabifreið, sbr. lýsingu í reglugerð um merki á skólabifreiðir.
Í bifreiðinni skulu vera bílbelti fyrir alla farþega og með slökkvitæki og sjúkrakassa.
Sæti bifreiðarinnar skulu búnir upphækkunum fyrir yngstu farþegana þegar við á.
Bifreiðin skal skráð í notkunarflokkinn "Skólabifreið". Ef verið er að breyta bifreið í notkunarflokkinn tilkynnir skoðunarstofa um breyttan notkunarflokk standist hún skoðun.
Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:
Skoðun við skráningu í flokkinn: Leyfisskoðun (LS).
Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Leyfisskoðun (LS) árlega.
Kröfur til leigubifreiða (8 farþega eða færri)
Fólksbifreið (8 farþega eða færri) sem skráð er sem leigubifreið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
Leigubifreið, sem ekur frá bifreiðastöð, skal vera auðkennd með merki stöðvarinnar neðarlega fyrir miðju í framrúðu og stöðvarnúmeri á áberandi hátt ofarlega vinstra megin í afturrúðu bifreiðar.
Leigubifreið skal útbúin gulu þakljósi (taxaljósi) (skv. reglugerð um gerð og búnað ökutækja) ef henni er ekki eingöngu ekið samkvæmt fyrirfram umsömdu verði (skv. upplýsingum frá umráðamanni).
Leigubifreið skal búin löggiltum gjaldmæli (skv. lögum um leigubifreiðaakstur) ef henni er ekki eingöngu ekið samkvæmt fyrirfram umsömdu verði (skv. upplýsingum frá umráðamanni).
Leigubifreið skal búin þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum, slökkvitæki og sjúkrakassa.
Leigubifreið skal vera skráð í notkunarflokkinn "Leigubifreið". Ef verið er að breyta bifreið í notkunarflokkinn tilkynnir skoðunarstofan um breyttan notkunarflokk standist hún skoðun.
Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:
Skoðun við skráningu í flokkinn: Breytingaskoðun (B).
Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Aðalskoðun (A) árlega (skoðunartíðni ökutækis breytist við skráningu í flokkinn).
Kröfur til ökutækja sem falla undir önnur leyfi
Undir rekstrarleyfi sérútbúinna bifreiða (8 farþega eða færri)
Ökutækið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
Bifreiðin rúmi ekki fleiri en átta farþega.
Bifreiðin falli undir skilgreiningu á torfærubifreið í reglugerð um gerð og búnað ökutækja (merkt í ökutækjaskrá "Torfærubifreið" í gerðarlýsingu) eða er gerðarviðurkennd sem torfærubifreið (ökutækjaflokkur M1G, N1G, N2G, N3G).
Hjólbarðastærð bifreiðarinnar skal vera að lágmarki 780 mm.
Bifreiðin skal uppfylla kröfur sem gerðar eru til breyttra, sérútbúinna bifreiða í skoðunarhandbók ökutækja, s.s. um slökkvitæki og sjúkrakassa.
Bifreiðin skal vera merkt rekstraraðila. Merking skal vera sýnileg og auðlesanleg.
Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:
Skoðun við skráningu undir leyfið: Leyfisskoðun (LS)
Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Leyfisskoðun (LS) árlega.
Undir rekstrarleyfi hópbifreiða (9 farþega eða fleiri)
Ökutækið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
Um sé að ræða hópbifreið.
Hlutfall milli vélarafls og þyngdar á að vera yfir 10. Vélarafl uppgefið af framleiðanda í kW deilt með leyfilegri heildarþyngd í tonnum (eða gjaldþyngd ef hún er lægri).
Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:
Skoðun við skráningu undir leyfið: Leyfisskoðun (LS).
Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Leyfisskoðun (LS) árlega.
Undir rekstrarleyfi farmflutninga
Ökutækið skal uppfylla eftirfarandi kröfur:
Ökutækið þarf að vera með gilda skoðun.
Ökutækið má ekki vera í notkunarflokkinum "Fornbifreið".
Ökutækið skal standast eftirfarandi skoðun:
Skoðun við skráningu undir leyfið: Engin skoðun.
Regluleg skoðun: Bifreiðin skal standast Aðalskoðun (A) árlega.
Umsóknar og skráningarferli ökutækja undir leyfin
Ferðaþjónustuleyfi (8 farþega eða færri)
Einstaklingum og fyrirtækjum er heimilt að fá útgefið ferðaþjónustuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum til að starfækja fólksbifreiðir með 8 farþega eða færri. Krafa er um að leyfisskoða bifreiðarnar árlega.
Umsókn: Umsækjandi kemur til Samgöngustofu og sækir um ferðaþjónustuleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um ferðarþjónustuleyfi, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.
Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.
Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun ferðaþjónustuleyfi" í framrúðu bifreiðarinnar.
Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir bifreiðina undir leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgöngustofu. Í kjölfarið fær umsækjandi útgefið ferðarþjónustuleyfi hjá Samgöngustofu.
Ferðaþjónustuleyfi (8 farþega eða færri) innan EES / erlend merki
Með breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi árið 2018 var einstaklingum og fyrirtækjum gert heimilt að fá útgefið ferðaþjónustuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum og ekki lengur gerð krafa um að fyrirtæki á EES svæðinu sé með starfstöð á Íslandi til þess að fá þetta leyfi. Áfram er krafa um að leyfisskoða bifreiðarnar sem þessi fyrirtæki / einstaklingar eru með á Íslandi og eru á erlendum númerum.
Umsókn: Umsækjandi kemur til Samgöngustofu og sækir um ferðaþjónustuleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um ferðarþjónustuleyfið, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.
Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð, sbr. neðangreindar kröfur við skoðun (athuga samt að bifreiðin er á erlendum númerum og því fer skoðunin ekki inn í ökutækjaskrá). Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.
Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun ferðaþjónustuleyfi" í framrúðu bifreiðarinnar.
Rekstrarleyfi: Þar sem bifreiðin er ekki í ökutækjaskrá Samgöngustofu þarf skoðunarstofa að senda afrit af leyfisskoðunarskýrslu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgöngustofu. Í kjölfarið fær umsækjandi útgefið ferðaþjónustuleyfi hjá Samgöngustofu.
Rekstrarleyfi bifreiða sem flytja skólabörn (8 farþega eða færri)
Umsókn: Ef umsækjandi er ekki þegar með almennt rekstrarleyfi, kemur hann til Samgöngustofu og sækir um almennt rekstrarleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um almennt rekstrarleyfi, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.
Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.
Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun hópbifreiða" í framrúðu bifreiðarinnar.
Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir ökutækið undir almenna rekstrarleyfið sitt með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgöngustofu.
Leigubílaleyfi (8 farþegar eða færri)
Umsókn: Umsækjandi sækir um atvinnuleyfi til aksturs leigubifreiðar. Bifreiðin skal vera skráð í eigu einstaklings (ekki fyrirtækis). Bifreið má vera skráð í eigu löggilts fjármögnunarfyrirtækis en viðkomandi einstaklingur skal þá vera skráður 1. umráðamaður.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að samþykkt hafi verið að skrá þá bifreið sem á að skoða sem leigubifreið. Skoðunartegundin er breytingaskoðun.
Breytingaskoðun: Bifreiðin er breytingaskoðuð. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.
Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Rekstrarleyfi leigubifreið" í framrúðu þeirra bifreiða sem aka gegn fyrirfram umsömdu verði og eru án gjaldmælis og taxaljóss. Á bifreiðir með taxaljósi og gjaldmæli er ekki límdur miði.
Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir bifreiðina sem leigubifreið með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgöngustofu. Í kjölfarið fær umsækjandi útgefið atvinnuskírteini til aksturs leigubifreiðar og leyfisbréf.
Eðalvagnaleyfi (fyrir 8 farþega eða færri)
Með nýjum lögum um leigubifreiðaakstur sem tóku gildi 1. apríl 2023 er rekstur eðalvagnaþjónustu ekki lengur í lögunum og verða þeir bílar leigubílar í staðinn. Þeir einstaklingar, sem höfðu fengið útgefið leyfi til reksturs eðalvagnaþjónustu hjá Samgöngustofu samkvæmt eldri lögum, halda réttindum sínum þar til gildistíma atvinnuskírteinis þeirra lýkur. Við endurnýjun réttinda skulu þeir teljast uppfylla skilyrði um viðeigandi starfshæfni hvað varðar menntun. Frá 1. apríl 2023 verða bifreiðir því ekki skráðar lengur með eðalvagnaleyfi heldur skulu standast skilyrði sem leigubifreiðir og skráðar sem slíkar í ökutækjaskrá.
Rekstrarleyfi hópbifreiða (9 farþega eða fleiri)
Umsókn: Ef umsækjandi er ekki þegar með almennt rekstrarleyfi, kemur hann til Samgöngustofu og sækir um almennt rekstrarleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um almennt rekstrarleyfi, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.
Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð, sbr. neðangreindar kröfur við skoðun. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.
Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun hópbifreiða" í framrúðu bifreiðarinnar.
Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir ökutækið undir almenna rekstrarleyfið sitt með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgongustofu.
Rekstrarleyfi sérútbúinna bifreiða (8 farþega eða færri)
Umsókn: Ef umsækjandi er ekki þegar með almennt rekstrarleyfi, kemur hann til Samgöngustofu og sækir um almennt rekstrarleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum. Einnig þarf umsækjandi að sækja um leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um almennt rekstrarleyfi (eða með leyfi í gildi) og leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða, ásamt þeirri bifreið sem á að leyfisskoða.
Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð, sbr. neðangreindar kröfur við skoðun. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.
Skoðunarmiði: Límdur er leyfisskoðunarmiðinn "Leyfisskoðun sérútbúin bifreið" í framrúðu bifreiðarinnar.
Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir ökutækið undir leyfi til reksturs sérútbúinna bifreiða með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgongustofu.
Rekstrarleyfi farmflutninga
Umsókn: Ef umsækjandi er ekki þegar með almennt rekstrarleyfi, kemur hann til Samgöngustofu og sækir um almennt rekstrarleyfi og skilar inn viðeigandi gögnum.
Á skoðunarstofu: Umsækjandi fer á skoðunarstöð með leyfið eða með staðfestingu frá Samgöngustofu um að sótt hafi verið um almennt rekstrarleyfi, ásamt þeirri bifreið sem á að skrá undir leyfið.
Leyfisskoðun: Bifreiðin er leyfisskoðuð, sbr. neðangreindar kröfur við skoðun. Standist ökutækið skoðunina er haldið áfram með næstu skref, annars lýkur skoðuninni með viðeigandi hætti og skráningu er hafnað.
Skoðunarmiði: Skoðunarstöð límir skoðunarmiðannn "Rekstrarleyfi farmflutninga" í framrúðu bifreiðarinnar.
Rekstrarleyfi: Umsækjandi skráir ökutækið undir almenna rekstrarleyfið sitt með því að senda tilkynningu á netfangið leyfisveitingar hjá Samgongustofu. Í kjölfarið skráir Samgöngustofa athugasemdina "Atvinnurekstur" á ökutækið í ökutækjaskrá.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017.
Lög um leigubifreiðar nr. 134/2001.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um merki á skólabifreiðum nr. 279/1989.
Reglugerð um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 474/2017.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Ökutækjaleiga"
Skráningarskyld ökutæki í útleigu án ökumanns, hvort sem það er í atvinnuskyni eða í einkaleigu, skulu auðkennd í ökutækjaskrá.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í lögum um leigu skráningarskyldra ökutækja, reglugerð um um leigu skráningarskyldra ökutækja og reglugerð um skoðun ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk þegar útleiga þess fellur undir lögin.
Fyrir ökutækisflokka: Alla.
Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 3-2-2-1-1...
Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar (sem skilað er til Samgöngustofu eða til skoðunarstofu). Ökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með annarri umsókn (nema á því sé breytingalás sem banni það). Minnt er á að við breytingu til baka í almenna notkun þarf ökutækið að hafa verið skoðað reglubundinni skoðun (aðalskoðun) fyrr á almanaksárinu.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til ökutækja í ökutækjaleigu
Skráningin er ekki háð neinum viðbótarkröfum um gerð og búnað ökutækja.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur ekki áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Lög um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 65/2015.
Reglugerð um leigu skráningarskyldra ökutækja nr. 840/2015.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Húsbifreið"
Húsbifreið er fólksbifreið sem búin er sérstöku íbúðarrými. Íbúðarými (e. living accommodation space) sem útbúið er sætum og borði, svefnaðstöðu sem má vera gerð úr sætum, eldunaraðstöðu og geymsluaðstöðu. Þessi búnaður á að vera varanlega festur í íbúðarrýminu. Þó má útbúa borðið þannig að það sé auðveldlega hægt að fjarlægja það.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og sérstök regla tekur til hans í reglugerð um skoðun ökutækja. Tryggingarfélög hafa líka nýtt sér notkunarflokkinn til að bjóða önnur kjör á tryggingum
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá bifreið í þennan notkunarflokk uppfylli hún kröfurnar til notkunarflokksins.
Fyrir ökutækisflokka: Fólksbifreið (fyrir 8 farþega eða færri).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt að öðru leyti en því að skoðunarmánuður verður 5.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til húsbifreiða
Megináherslur við hönnun húsbifreiða er að geta búið í bílnum fremur en á akstur hans, segja má að húsbifreiðir séu "hús á hjólum". Af því leiðir að hvaða bifreið sem er verður ekki breytt í húsbifreið.
Íbúðarrými
Svæðið getur verið hluti af innrými ökutækisins (innangengt milli íbúðarrýmis og ökumannsrýmis) eða sérstakt svæði án möguleika á að færa sig yfir í ökumannsrými (nema fara út úr ökutækinu).
Til samræmis við megináherslur um hönnun húsbifreiða má teljast eðlilegt að lofthæð í íbúðarrými sé nægileg til að fullorðið fólk geti athafnað sig þar án þess að bogra. Einnig að hægt sé að ganga beint inn í íbúðarrýmið utanfrá.
Sæti og matborð
Í íbúðarrýminu skal vera matborð fyrir íbúa bílsins sem þeir geta setið við og neytt matar. Heimilt er að fella borðið niður á meðan það er ekki í notkun sem slíkt, eða jafnvel fjarlægja alveg með auðveldum hætti. Fjöldi sæta og stærð borðs skal að jafnaði rúma þann fjölda íbúa sem svefnaðstaðan rúmar.
Sæti skulu vera traust og fest á viðurkenndan hátt. Á þeim mega ekki vera hvassar brúnir eða útstæðir hlutir sem geta valdið meiðslum við snögga hemlun eða árekstur. Sæti farþega skulu þannig gerð að þau séu þægileg í notkun.
Öryggisbelti skulu vera í öllum sætum frá 01.10.2005 (þriggjafestu rúllubelti í öllum framvísandi sætum og a.m.k tveggjafestu belti í afturvísandi sætum). Hliðarvísandi sæti eru óheimil. Sjá reglur um öryggisbelti í eldri bifreiðum í sérstöku skjali um öryggisbelti og púða.
Svefnaðstaða
Í íbúðarrýminu skal vera svefnaðstaða fyrir a.m.k. einn einstakling. Aðstöðuna má t.d. útbúa úr sætum bílsins og borði. Hana þarf að vera hægt að setja upp með einföldum hætti og án notkunar verkfæra. Eftir að rúm hefur verið sett upp á að vera hægt að loka bifreiðinni (dyrum).
Miða skal við að 70 cm rúmbreidd sé lágmark fyrir sérhvern einstakling og rúm nái að minnsta kosti 170 cm lengd.
Eldunaraðstaða
Í íbúðarrými skal vera eldunaraðstaða sem samanstendur af vaski og eldavél. Þessi búnaður á að vera fastur í bifreiðinni og hluti af innréttingu hennar. Það á að vera hægt að nota eldunarbúnað á meðan íbúar eru inni í bílnum og með dyr lokaðar (s.s. í slæmu veðri).
Vaskur með krana og rennandi vatni. Auðvelt á að vera að fara með ferskvatnsílát og fylla á hann og taka burt frárennslisílát og tæma á viðeigandi hátt fyrir utan bílinn.
Eldavél sem föst er við innréttingu bíls, s.s. gas- eða rafmagnshellur. Gas- og raflagnir að eldavél þurfa að vera fastar. Ganga þarf frá gaskút með viðeigandi hætti, sjá leiðbeiningar í sérstöku skjali.
Heimilt er að loka eldunarbúnað af á meðan hann er ekki í notkun, jafnvel taka hann í sundur að einhverju leyti án notkunar verkfæra (en ekki fjarlægja hann í heilu lagi).
Geymsluaðstaða
Geymslur þurfa að vera fyrir m.a. farangur og eldhúsáhöld. Horft er til þess að geymslur séu formlegir geymslustaðir fyrir þessa hluti. Í íbúðarrými geta þetta verið lokaðir skápar, kistur eða skúffur en geta líka verið sérstakar hillur (opnar) uppi við loft. Að auki geta verið geymslur sem aðgengilegar eru utanfrá (eða bæði utanfrá og innanfrá) fyrir stærri hluti, t.d. útilegubúnað og annan farangur.
Slökkvitæki
Húsbifreið á að vera búin slökkvitæki sem samsvarar 2 kg slökkvimætti dufts og viðurkennt fyrir A, B og C brunaflokka (sjá nánar í sérstöku skjali um slökkvitæki og sjúkrakassa).
Gas, gasbúnaður og gaslagnir
Sjá leiðbeiningar í sérstöku skjali um gashylki, gaslagnir og gastæki.
Áhrif á skráningarmerki
Ekki er krafa um sérstök skráningarmerki fyrir notkunarflokkinn.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Reglugerð ESB um viðurkenningar og eftirlit á gerð og búnaði ökutækja nr. 2018/858/ESB.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Hjólhýsi"
Hjólhýsi er yfirbyggður eftirvagn á hjólum ætlað til að vera dregið af bifreið á vegi og notað sem færanlegur bústaður.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um skoðun ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk.
Fyrir ökutækisflokka: Eftirvagn.
Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 4-2-2-2-2... og skoðunarmánuður verður 5.
Samgöngustofa skráir eftirvagn í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar um forskráningu (þó getur þurft að leiðrétta það við skráningarskoðun). Eftirvagni sem skráður er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun sé honum breytt í aðra gerð eftirvagns (gert í breytingaskoðun).
Notkunarflokkur "Fellihýsi"
Fellihýsi er hjólhýsi sem hægt er að leggja saman.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um skoðun ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk.
Fyrir ökutækisflokka: Eftirvagn.
Skoðunarregla: Skoðunartíðnin 4-2-2-2-2...
Samgöngustofa skráir eftirvagn í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar um forskráningu (þó getur þurft að leiðrétta það við skráningarskoðun). Eftirvagni sem skráður er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun sé honum breytt í aðra gerð eftirvagns (gert í breytingaskoðun).
Notkunarflokkur "Tjaldvagn"
Tjaldvagn er eftirvagn á hjólum ætlað til að vera dregið af bifreið á vegi með áföstum búnaði til að tjalda yfir vagninn.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um skoðun ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk.
Fyrir ökutækisflokka: Eftirvagn.
Skoðunarregla: Skoðunartíðnin 4-2-2-2-2...
Samgöngustofa skráir eftirvagn í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar um forskráningu (þó getur þurft að leiðrétta það við skráningarskoðun). Eftirvagni sem skráður er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun sé honum breytt í aðra gerð eftirvagns (gert í breytingaskoðun).
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til ferðavagna
Skráningin er háð því að eftirvagninn uppfylli lýsinguna á því að vera hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Neyðarakstur"
Ökutæki sem búið er neyðarakstursljóskeri. Aðeins þeir sem hafa heimild til mega búa ökutæki sín til neyðaraksturs og fá þau skráð sem slík.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og sérstakar kröfur eru gerðar til ökutækja sem notuð eru í neyðarakstri.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk uppfylli það kröfurnar sem lýst er í þessu skjali (óheimilt annars). Óheimilt er að stunda neyðarakstur eða hafa neyðarakstursbúnað á ökutæki sem ekki er skráð sem slíkt.
Fyrir ökutækisflokka: Alla.
Skoðunarregla: Fólks- og sendibifreið skal færa árlega til skoðunar. Hefur ekki áhrif á skoðunarreglu annarra ökutækisflokka.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Ökutæki sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist það breytingaskoðun þar að lútandi.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til ökutækja í neyðarakstri
Eignaraðild
Samkvæmt reglum um neyðarakstur má skrá "ökutæki lögreglu, slökkviliðs og almannavarna til neyðaraksturs". Þetta gildir um ökutæki í eigu Ríkislögreglustjóra, opinberra slökkviliða og Almannavarna ríkisins. Ef ökutæki slökkviliða eru skráð í eigu sveitarfélags skal sveitarfélagið gefa út yfirlýsingu (staðfestingu) um að um ökutæki slökkviliðs sé að ræða.
"Ökutæki annarra opinberra stjórnvalda, svo og sjúkrabifreiðir, björgunarbifreiðir og hliðstæð ökutæki þótt í einkaeign séu, má skrá til neyðaraksturs, að fenginni heimild innviðaráðuneytisins". Þetta á meðal annars við um sjúkrabifreiðir í eigu Rauða kross Íslands og bifreiða til björgunarstarfa í eigu björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Ráðuneytið gefur út skriflega heimild (bréf) sé umsókn viðkomandi aðila um slíka skráningu samþykkt.
Við breytingaskoðun skal tryggt að þessi ákvæði um eignaraðild séu uppfyllt og skrifleg yfirlýsing/heimild, eftir því sem krafa er um, látin fylgja með breytingatilkynningu (US.111) til Samgöngustofu.
Neyðarakstursljós
Ökutæki til neyðaraksturs skal búið neyðarakstursljóskeri (einu eða fleirum) sem uppfyllir skilyrði um slík ljós, sjá nánar í skoðunarhandbók ökutækja (um ljósker og glit). Óheimilt er að búa ökutæki neyðarakstursljósum nema ákvæði um eignaraðild séu uppfyllt.
Glitmerkingar
Glitmerkingar ökutækja í neyðarakstri skulu hafa eftirfarandi litasamsetningar:
Ökutæki lögreglu: Gulur og blár.
Ökutæki slökkviliðs: Gulur og rauður.
Ökutæki til sjúkraflutninga: Gulur og grænn.
Ökutæki björgunarsveita: Gulur og appelsínugulur.
Glitmerkingarnar skulu uppfylla skilyrði um slíkar merkingar, sjá nánar í skoðunarhandbók ökutækja (um ljósker og glit).
Hraðatakmarkari
Bifreið til neyðaraksturs er undanþegin ákvæðum um hraðatakmarkara, sjá nánar í skoðunarhandbók ökutækja (um hraðatakmarkara).
Hljóðmerkisbúnaður
Ökutæki til neyðaraksturs má hafa tveggja tóna sjálfvirkan hljóðmerkisbúnað sem skiptir stöðugt milli tveggja aðskilinna fastra tónhæða með svipaðri tónlengd.
Hjólbarðar
Hjólbarðar á ökutæki til neyðaraksturs skulu gerðir fyrir a.m.k. tæknilegan hámarkshraða þess, þeir mega hafa fleiri nagla en almennt gildir og strangari reglur gilda um hámarksslit hjólbarða, sjá nánar í skoðunarhandbók ökutækja (um hjólbarða).
Afturvörn
Bifreið sem skráð er til neyðaraksturs er undanþegin afturvörn, sjá nánar í skoðunarhandbók ökutækja (um undirvörn).
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglur um neyðarakstur nr. 643/2004.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Ökukennsla"
Í reglugerð um ökuskírteini eru skilgreindar kröfur til ökutækja sem notuð eru við ökukennslu og próftöku. Þetta getur verið bifreið, eftirvagn eða bifhjól. Dráttarvél og létt bifhjól þarf ekki að viðurkenna og skrá til ökukennslu eða verklegs prófs.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um ökuskírteini.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk til að heimilt sé að nota það til kennslu (og má ekki vera búið kennslubúnaði annars).
Fyrir ökutækisflokka: Bifreið, eftirvagn og bifhjól.
Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 3-2-2-1-1...
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Ökutæki sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist það breytingaskoðun þar að lútandi.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur um merkingar ökutækja í ökukennslu
Ökutæki, sem notað er til ökukennslu, skal búið merki (ökukennslumerki) með áletruninni „ÖKUKENNSLA“. Stafir ökukennslumerkisins skulu vera svartir á hvítum grunni. Að öðru leyti ákveður Samgöngustofa gerð merkisins. Óheimilt er að nota merkið nema í ökukennslu. Merkið skal sett bæði framan og aftan á kennslubifreið og skal sjást vel.
Á kennslubifreið fyrir B-flokk skal ökukennslumerki með áletruninni á báðum hliðum sett á þak bifreiðarinnar og skal sjást vel bæði að framan og aftan.
Á öðrum kennsluökutækjum skal ökukennslumerki vera að aftan.
Prófareglur
Reglan er sú að ökutæki, sem notað er í verklegu prófi, má auðkenna með nafni skráðs eiganda/notanda en þó má ekki nota orðin „ökuskóli“, „ökukennsla“, „ökutími“, „ökunám“ eða orð með svipaðri merkingu. Ekki má heldur auðkenna ökutæki með kennslumerki, firmamerki, auglýsingum né neinu því sem auðkennir það sem ökutæki til kennslu. Slík auðkenning kemur þó ekki í veg fyrir að ökutæki hljóti skráningu sem ökutæki til ökukennslu en skoðunarmanni ber að upplýsa umráðamann um að ekki verði hægt að nota ökutækið í verklegu prófi í þessu ástandi.
Þegar nemandi ekur bifhjóli í kennslustund skal hann klæðast vesti í áberandi lit, merktu að aftan með fyrrgreindri ökukennsluáletrun.
Kröfur til bifreiðar í ökukennslu
Stýri
Stýri kennslubifreiðar skal vera vinstra megin.
Speglar
Í kennslubifreið skulu vera speglar fyrir ökukennara (gerð spegla skv. a- og b-liðum skal vera í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja):
baksýnisspegill inni í bifreið,
kúptur baksýnisspegill á hægri hlið,
flatur spegill til að fylgjast með athygli nemanda/próftaka.
Bifreið í B-flokki skal búin baksýnisspegli á hægri hlið fyrir ökumann.
Kennslubúnaður
Í beinskiptri kennslubifreið, fyrir framan sæti sem er við hlið sætis ökumanns (sæti ökukennara), skal vera fótstig fyrir hemla og kúplingu. Notkun fótstigs við sæti ökumanns má ekki geta haft áhrif á notkun fótstigs við sæti ökukennara.
Í sjálfskiptri kennslubifreið skal í stað fótstigs fyrir kúplingu vera gírstöng eða annar slíkur búnaður sem er komið þannig fyrir að ökukennari geti rofið aflrás.
Þegar ökutæki, búið ofangreindum kennslubúnaði fyrir gírskiptingu og hemla, er notað í öðru skyni en við kennslu eða próf, skal búa þannig um að ekki sé unnt að nota tilgreindan kennslubúnað.
Farmrými
Farmrými bifreiðar í C1-, C- og CE-flokki skal vera lokað og a.m.k. jafnbreitt og jafnhátt stýrishúsi.
Læsivarðir hemlar
Bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki skal búin læsivörðum hemlum.
Ökuriti
Bifreið í C1-, C-, D1- og D-flokki til farþega- eða vöruflutninga í atvinnuskyni skal búin ökurita.
Gírskipting
Bifreið í C-flokki skal búin aflyfirfærslukerfi sem gerir ökumanni kleift að velja gír handvirkt.
Aðrar lágmarkskröfur til ökutækja:
Kóði | Flokkur | Hraði í km/ klst 1) | Farþega- | Lengd | Breidd | Heildar- | Leyfð | Eigin |
Dæming: | /höfnun | 6.2.6.b | /höfnun | /höfnun | /höfnun | /höfnun | ||
B 4) | 100 | 3 | 3,80 | 1,45 | 700 | |||
BE | Eftirvagn | --- | 1.250 | |||||
BE | Vagnlest | 100 | --- | |||||
B 5) | 4,40 | 1,60 | 1.100 | |||||
C1 | 80 | 5,00 | 4.000 | |||||
C1 6) | 80 | 5,00 | 4.000 | |||||
C1E | Eftirvagn | --- | --- | 800 | 1.250 | |||
C1E | Vagnlest | 80 | 8,00 | --- | --- | |||
C | 80 | 8,00 | 2,40 | 10.000 | 12.000 | |||
CE | Eftirvagn | --- | 7,50 | --- | --- | --- | ||
CE | Vagnlest | 80 | 14,00 | 2,40 | 15.000 | 20.000 | ||
D1 | 80 | 5,00 | 4.000 | |||||
D1E | Eftirvagn | --- | --- | 1.250 | ||||
D1E | Vagnlest | 80 | 800 | --- | ||||
D1 7) | 80 | 5,00 | 4.000 | |||||
D | 80 | 40 | 10,00 | 2,40 | 10.000 | |||
DE | Eftirvagn | --- | 2,40 | 800 | 1.250 | |||
DE | Vagnlest | 80 | --- | --- | --- |
1) Sá lágmarkshraði sem ökutækið skal gert til að ná.
4) Bifreið skal annaðhvort uppfylla lágmarkskröfu um lengd og breidd eða um eigin þyngd.
5) Farþegaflutningar í atvinnuskyni, bifreið skal annaðhvort uppfylla lágmarkskröfu um lengd og breidd eða um eigin þyngd.
6) Vöruflutningar í atvinnuskyni.
7) Farþegaflutningar í atvinnuskyni.
Kröfur til bifhjóls í ökukennslu
Leyfileg bifhjól
Létt bifhjól og bifhjól skulu vera á tveimur hjólum og án hliðarvagns.
Speglar og ljósabúnaður
Létt bifhjól skal búið baksýnisspeglum á báðum hliðum fyrir ökumann, stefnuljóskerum að framan og að aftan í samræmi við ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja varðandi bifhjól (þungt bifhjól).
Kröfur til eftirvagns í ökukennslu
Farmrými
Farmrými eftirvagns/tengitækis í BE-, og C1E-flokki skal vera lokað. Ákveðnar reglur gilda um stærð farmrýmisins (sjá fróðleikinn hér að neðan) en hindrar ekki að eftirvagn fáist skráður sem ökutæki til ökukennslu.
Farmrými eftirvagns/tengitækis í D1E- og DE-flokki skal vera lokað og a.m.k. 2 m á breidd og hæð.
Prófareglur
Vagnlest sem notuð er í verklegu prófi í BE-flokki má ekki falla undir B-flokk.
Farmrými eftirvagns/tengitækis í BE-, og C1E-flokki skal vera a.m.k. jafnbreitt og jafnhátt bifreiðinni. Farmrýmið má þó vera lítið eitt mjórra en bifreiðin að því tilskildu að baksýn fáist eingöngu með úti baksýnisspeglum bifreiðarinnar.
Kröfur til dráttarvélar í ökukennslu
Lágmarkskröfur til dráttarvéla og eftirvagna
Kóði | Flokkur | hraði í km/ klst 1) | farþega- | lengd | breidd | heildar- | leyfð | eigin |
Dæming: | /höfnun | |||||||
T | Dráttarvél | 2.000 |
1) Sá lágmarkshraði sem ökutækið skal gert til að ná.
Önnur atriði
Ekki skylda að eigandi sé ökukennari
Engin skilyrði eru um skráðan eiganda ökutækis til ökukennslu (það þarf ekki að vera ökukennari).
Prófareglur
Í reglugerð um ökuskírteini er tilgreint að þegar ökutæki, sem notað er við kennslu eða próf er búið sérstökum hjálparbúnaði skal ökunemi geta útskýrt virkni búnaðarins. Til hjálparbúnaðar telst:
hallahemill,
stillanlegur hraðatakmarkari,
sjálfvirkur bilskynjari,
veglínuskynjari,
bakkskynjari, bakkmyndavél eða búnaður sem gerir auðveldara að leggja ökutæki, og
annar sambærilegur búnaður ökutækis sem notaður er til ökukennslu eða ökuprófs.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Sérstök not" (olíumerki)
Heimilt er að skrá í þennan notkunarflokk tilteknar bifreiðir sem ætlaðar eru til sérstakra nota og brenna að meginhluta til dísilolíu í kyrrstöðu. Af þeim skal þá greiða sérstakt kílómetragjald og fá í staðinn heimild til að taka litaða olíu. Þau skulu bera sérstök skráningarmerki sem kallast olíumerki.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og sérstakar kröfur eru gerðar til bifreiða sem heimilt er að merkja með olíumerkjum.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki krafa) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk uppfylli hún kröfurnar sem lýst er í þessu skjali.
Fyrir ökutækisflokka: Vörubifreið (N).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.
Kröfur til ökutækjanna
Ökutæki í sérstökum notum
Þau skilyrði sem þarf að uppfylla eru:
Ökutæki verður að vera vörubifreið með leyfða heildarþyngd 5.000 kg eða meira.
Bifreið skal vera búin ökumæli og lesið skal af honum og staðan skráð í Trukkinn.
Bifreið skal vera með varanlegum áföstum búnaði til sérstakra nota (ekki með útskiptanlegri yfirbyggingu). Undir það falla eftirfarandi ábyggingar og áfestur búnaður:
Borkranabifreið sem ekki er ætluð til fólks- eða vöruflutninga enda skráð með jarðbor sem yfirbyggingu (yfirbygging 014 Jarðbor).
Hreinsibifreið sem eingöngu er skráð með hreinsibúnað sem yfirbyggingu og er sérstaklega útbúin og hönnuð til hreinsunar á götum, holræsum, stíflulosunar, lagnahreinsunar, þ.m.t. þurrsugubifreið með sogdælu (yfirbygging 013 Hreinsibúnaður).
Kranabifreið, sem ekki er ætluð til fólks- eða farmflutninga enda eingöngu skráð með krana sem yfirbyggingu og aðeins nýtt sem slík (yfirbygging 017 Krani <25tm, 033 Krani >25tm eða 039 Bílkrani >25 tm).
Körfubifreið sem ekki er ætluð til fólks- eða farmflutninga enda eingöngu skráð með körfu sem yfirbyggingu og aðeins nýtt sem slík (yfirbygging 018 Karfa).
Myndavélabifreið (yfirbygging 041 Myndavélabifreið).
Slökkvibifreið sem er dælubifreið (yfirbygging 031 Slökkvidæla).
Steypubifreið sem skráð er með steyputunnu eða steypudælu sem yfirbyggingu (yfirbygging 026 Steypudæla og 004 Steyputunna).
Úðunarbifreið sem skráð er með úðunarbúnað sem yfirbyggingu og sérstaklega er útbúin til úðunar á vegi eða við vegagerð (yfirbygging 032 Úðunarbúnaður).
Vörubifreið með krana yfir 25 tonnmetra, með fastan pall og án nokkurs tengibúnaðar. Með föstum palli er átt við vörupall sem hvorki er lyftanlegur né verður fjarlægður tímabundið. Með tengibúnaði er átt við stól fyrir festivagn eða krók fyrir hengi- eða tengivagn. (yfirbygging 033 Krani >25 tonnmetrum + 006 Flatpallur).
Mjólkurflutningabifreið sem skráð er með tank sem yfirbyggingu og án nokkurs tengibúnaðar og er sérstaklega útbúin og eingöngu notuð til að safna mjólk frá búum (yfirbygging 003 Mjólkurtankur).
Vörubifreið sem útbúin er til blöndunar og hleðslu á sérstökum efnablöndum sem ætlaðar eru til sprenginga (yfirbygging 042 Efnablöndunarbúnaður).
Sérhæfðar afgreiðslubifreiðir sem eru sérútbúnar til að afgreiða eldsneyti á flugvélar og eru eingöngu notaðar á lokuðu svæði flugvallar (yfirbygging 043 Flugvélaeldsneytisdæla).
Áhrif á skráningarmerki
Bifreið skal vera merkt með sérstökum skráningarmerkjum (olíumerki).
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Fornökutæki"
Bifreið eða bifhjól sem ekki er ætluð til almennrar notkunar og telst vera safngripur og er eða verður að minnsta kosti 25 ára á almanaksárinu.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um skoðun ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk.
Fyrir ökutækisflokka: Bifreið og bifhjól.
Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður 2-2-2-2-2...
Samgöngustofa skráir fornökutæki í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar (sem skilað er til Samgöngustofu eða til skoðunarstofu). Fornökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með annarri umsókn (nema á því sé breytingalás sem banni það).
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til fornökutækja
Skráningin er ekki háð neinum kröfum um gerð og búnað ökutækja.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkana
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Skoðunarskyld dráttarvél"
Dráttarvél sem eigandi (umráðandi) hefur óskað eftir að fá að nota til aksturs á opinberum vegum (þ.e. verður ekki lengur nær eingöngu notuð utan opinberra vega).
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um skoðun ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá dráttarvél í þennan notkunarflokk.
Fyrir ökutækisflokka: Dráttarvél.
Skoðunarregla: Dráttarvélin fellur undir skoðunarskyldu við skráningu í notkunarflokkinn. Skoðunartíðni verður 4-2-2-1-1...
Samgöngustofa skráir dráttarvél í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar (sem skilað er til Samgöngustofu eða til skoðunarstofu). Dráttarvél sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með annarri umsókn.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til skoðunarskyldrar dráttarvélar
Ekki eru gerðar viðbótarkröfur um gerð og búnað ef nota á dráttarvél í almennri umferð, fyrir utan að dráttarvél má ekki vera stærri (lengd, breidd og hæð) en heimilt er fyrir notkun á opinberum vegum. Eftir að þessi breyting er gerð þarf að færa dráttarvélina til reglubundinnar skoðunar samkvæmt skoðunarreglu hennar og þá þarf hún að standast skoðun samkvæmt skoðunarhandbók ökutækja með tilliti til ástands.
Skráningarmerki
Skráningarmerkið þarf að vera almennt merki þannig að ef dráttarvélin er á utanvegamerkjum þarf að skipta um. Á skráningarmerkið (almenna merkið) skal límdur skoðunarmiði.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Ökutæki fyrir hreyfihamlaðan ökumann"
Vélknúið ökutæki sem er búið þannig að það mæti sérþörfum hreyfihamlaðra til aksturs.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk, enda óheimilt annars að breyta stjórnbúnaði ökutækis eða festa við það aukahluti.
Fyrir ökutækisflokka: Vélknúið ökutæki.
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Ökutæki sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist það breytingaskoðun þar að lútandi.
Notkunarflokkur "Flutningur hreyfihamlaðra"
Bifreið sem er búin til flutnings á hreyfihömluðu fólki í einum eða fleiri hjólastólum.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá bifreið í þennan notkunarflokk hafi hún útbúnað fyrir einn hjólastól. Séu þeir fleiri er skylt að skrá bifreiðina í þennan notkunarflokk.
Fyrir ökutækisflokka: Bifreið.
Skoðunarregla: Hefur ekki áhrif á skoðunarreglu ökutækisflokksins (sem fylgt er þegar ökutæki er skráð í þennan notkunarflokk).
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.
Notkunarflokkur "Flutningur hreyfihamlaðra í atvinnuskyni"
Bifreið sem er búin til flutnings á hreyfihömluðu fólki í a.m.k. tveimur hjólastólum og er notuð í atvinnuskyni.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá bifreið í þennan notkunarflokk sé hún notuð í þesum tilgangi.
Fyrir ökutækisflokka: Bifreið.
Skoðunarregla: Skal færa til skoðunar árlega.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til ökutækja fyrir hreyfihamlaða ökumenn
Heimilt er að sérbúa stjórntæki bifreiðar svo hún henti hreyfihömluðum ökumanni. Þetta geta verið stjórnstangir, hnúður á stýri eða annar búnaður.
Kröfur til ökutækja sem flytja hreyfihamlaða
Aðbúnaður við flutning á hreyfihömluðum (St3.7.2.8)
Við flutning á hreyfihömluðum er yfirleitt notast við hjólastóla (yfirleitt hjólastól viðkomandi einstaklings, stundum sérstaka hjólastóla fyrir notkun í bíl), en einnig er hægt að flytja hinn hreyfihamlaða í venjulegu farþegasæti.
Þann 01.01.2001 tóku gildi fyrstu sérákvæðin um festingar og frágang hjólastóla. Viðbótarákvæði tóku svo gildi, sbr. reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja.
Þann 01.01.2001 tók gildi sú skilgreining að “Bifreið til að flytja hreyfihamlaða” sé bifreið sem er búin til flutnings á hreyfihömluðu fólki, fyrir a.m.k. tvo hjólastóla. Sérákvæði reglugerðanna gilda því eingöngu í þeim tilvikum (og fyrir alla ökutækjaflokka), en ekki þegar bifreiðin er bara útbúin fyrir einn hjólastól, eða var skráð fyrir þennan tíma (og gilda þá engin sérákvæði). Þetta má sjá í töflu 1.
Tafla 1. Sérákvæði og gildistaka þeirra.
Gildistaka | Einn hjólastóll | Tveir eða fleiri hjólastólar |
---|---|---|
Fram til 31.12.2000 | Engin sérákvæði | Engin sérákvæði |
Eftir 01.01.2001 | Engin sérákvæði | Sérákvæði taka gildi um farþegarými, dyr, neyðarútganga og festingar hjólastóla |
Eftir 27.04.2007 | Engin sérákvæði | Öll sérákvæði gilda |
Í þeim tilvikum sem engin sérákvæði hafa gilt um ísetningu hjólastóla verður almenn skoðun að miðast við það, en krafa er um að allar ísetningar og breytingar verði að uppfylla núgildandi kröfur.
Þegar bifreið er skráð fyrir fleiri en einn hjólastól ber að skrá hana í notkunarflokk “018 Flutningur hreyfihamlaðra” að lokinni úttekt (standist hún úttekt).
Heimilt er að nota hjólastólafestingar fyrir sæti þegar ekki er verið að flytja hjólastóla.
Farþegarýmið (gildir frá 01.01.2001)
Lofthæð: Lofthæð í farþegarými skal vera a.m.k. 1.450 mm á öllu svæði sem er 400 mm innan við hliðar.
Svæði í kringum hjólastól: Sérhver hjólastóll skal hafa gólfpláss sem er a.m.k. 750 mm breitt og 1.300 mm langt.
Dyr og neyðarútgangar (gildir frá 01.01.2001)
Dyr: Hið minnsta skulu vera einar dyr á farþegarými, a.m.k. 1.300 mm að hæð og a.m.k. 1.000 mm að breidd.
Neyðarútgangar: Hið minnsta skulu vera þrír neyðarútgangar, einn á þaki og einn á hvorri hlið. Dyr á afturgafli geta komið í stað neyðarútgangs á hlið. Frá farþegarými skal vera greiður gangur a.m.k. 350 mm að breidd að neyðarútgangi á hvorri hlið. Sömu reglur gilda um neyðarútganga og í hópbifreið (sjá reglugerðarákvæði í lið 11.12).
Rampar og lyftupallar (gildir frá 27.04.2007)
Rampur: Ef hæð frá jörðu og upp í gólf bifreiðar er meiri en 100 mm skal vera rampi (uppkeyrslubraut) eða lyfta. Rampi skal vera í heilu lagi, halli má eigi vera meiri en 15% (samsvarandi 7°), breidd skal vera a.m.k. 800 mm, og á rampa sem er lengri en 1.200 mm skulu vera brúnir sem eru a.m.k. 30 mm háar.
Lyftupallur: Breidd lyftupalls skal vera a.m.k. 800 mm og lengd a.m.k. 1.000 mm. Á lyftupalli skal vera búnaður sem varnar því að hjólastóll geti runnið út af pallinum (einhverskonar brúnir eða klossar).
Festingar hjólastóla (gildir frá 01.01.2001)
Afstaða hjólastóls: Hjólastól ber að snúa fram eða aftur (óheimilt er að snúa hjólastól út á hlið eða á ská) og eiga festingar að miðast við það.
Fjöldi gólffestinga: Hjólastól skal vera hægt að festa í fjórum hornum.
Staðsetning gólffestinga: Í hverju hjólastólarými skulu vera festingar sem eru niðurfelldar í gólf, a.m.k. tvær festingar aftan við og ein framan við hvern hjólastól. Bil milli festinga skal vera sem næst breidd hjólastóls. Ef notuð er ein festing að framan skal hún vera fyrir miðju.
Útfærsla gólffestinga: Festingar skulu vera sjálflæsandi krókar eða augu með innanmáli 25 til 30 mm.
Þol gólffestinga: Gerð er krafa um að aftari festingarnar skuli þola a.m.k. 650 daN átak hvor við átak í 45° halla fram á við (og a.m.k. 1.400 daN ef sömu festingar eru notaðar fyrir öryggisbelti), og tvær festingar að framan skulu þola a.m.k 500 daN hvor við átak í 45° halla aftur, ein festing að framan skal þola 1000 daN. Þetta átak jafngildir að sama tala í kg hangi í viðkomandi festingu. Við skoðun er ekki hægt að prófa þetta, því notast við sjón- og átaksskoðun.
Festiólar: Festiólar skulu vera a.m.k. 25 mm breiðar og 350 til 700 mm að lengd (og skulu þola a.m.k. 500 daN átak, en það er ekki hægt að taka út við skoðun). Festiólar skulu vera með viðeigandi festingar fyrir gólffestingar og hjólastóla.
Öryggisbúnaður (gildir frá 27.04.2007, nema annað sé tekið fram)
Bakstuðningur: Í reglugerð er gerð krafa um bakstuðning og höfuðpúða við hjólastóla þar sem því verður við komið. Ekki er því almennt hægt að gera kröfu um slíkt, en þegar þessi búnaður er til staðar þá gildir að neðri brún bakstuðningsins skal vera 350-450 mm yfir gólfi og efri brún skal vera a.m.k. 1.350 mm yfir gólfi. Breidd skal vera 300-400 mm, halli má ekki vera meiri en 12°. Bakstuðningur með efri öryggisbeltafestingu skal við beltafestingu þola a.m.k. 1.350 daN átak, án öryggisbeltafestingar 530 daN á öllu svæðinu. Þetta átak jafngildir að sama tala í kg hangi í bakstuðningnum. Við skoðun er ekki hægt að prófa þetta, því notast við sjón- og átaksskoðun.
Belti fyrir hjólastóla: Krafa er um a.m.k. þriggja festu öryggisbelti fyrir hjólastóla. Öryggisbeltin skulu fest við yfirbyggingu bifreiðarinnar eða með festingum tengdum yfirbyggingu. Neðri festing öryggisbeltanna skal vera eins og skástrikaða svæðið sem sýnt er á mynd 1. Sjá líka liðinn um annan öryggisbúnað hér að neðan. Í bíla sem skráðir eru fyrir 27.04.2007 gilda þær kröfur sem almennt gilda um öryggisbelti í viðkomandi sæti (þ.e. hjólastól) miðað við skráningardag.
Belti í sæti: Á við um þau sæti bílsins sem ætluð eru fyrir flutning á hreyfihömluðum. Í þau sæti er krafa um a.m.k. þriggja festu öryggisbelti. Sjá líka liðinn um annan öryggisbúnað hér að neðan. Í bíla sem skráðir eru fyrir 27.04.2007 gilda þær kröfur sem almennt gilda um öryggisbelti í viðkomandi sæti miðað við skráningardag.
Annar öryggisbúnaður: Í stað öryggisbelta (fyrir hjólastól og í sæti) er heimilt að nota annan öryggisbúnað sem hæfir flutningi hins hreyfihamlaða. Þessum búnaði er ekki lýst í reglugerð og því ber að framvísa skriflegum upplýsingum til Samgöngustofu sem skráir útfærsluna sem athugasemd í skráningarskírteini ef hann fæst samþykktur.
Sérstakur hjólastóll: Um er að ræða stól sem gæti verið búinn eigin öryggisbeltum, annað hvort alfarið eða með viðbót frá öryggisbeltum sem fest eru í bílinn. Í slíkum tilvikum ber að færa stólinn til skoðunar með bílnum svo hægt sé að leggja mat á útfærslu áskyldra öryggisbelta eins og henni er lýst í liðnum um belti fyrir hjólastóla hér að ofan.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Undanþáguakstur"
Bifreið, dráttarvél eða eftirvagn sem nær eingöngu eru notuð utan vega eða til sérstakra flutninga á vegi gegn undanþágu. Ástæða undanþágunnar er sú að ökutækin eru of stór (hæð, lengd og/eða breidd).
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og merkja verður sérstaklega ökutæki sem eru í þessum undanþáguakstri.
Skráningarheimild/skylda: Það er krafa að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk hafi það undanþágu af þessu tagi til aksturs í almennri umferð.
Notkun: Til að auðkenna ökutæki í umferðinni sem hafa undanþágu af þessu tagi.
Fyrir ökutækisflokka: Bifreið, dráttarvél og eftirvagn.
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu sé það stærra en reglugerðir kveða á um en uppfyllir skilyrði til undanþáguflutninga ásamt öðrum kröfum sem gerðar eru til ökutækja í almennri notkun. Í flestum tilfellum er ekki hægt að breyta ökutæki úr þessum notkunarflokki í almenna notkun (sökum sérhönnunar þess til yfirstærðarflutninga).
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til ökutækja í undanþáguakstri
Ökutæki í undanþáguakstri eru sérstaklega hönnuð og gerð til að flytja stærri og/eða þyngri farm sem ekki er hægt að flytja með góðu móti með öðrum hætti. Hönnun ökutækjanna miðast við að hægt sé að aka þeim á opinberum vegum, þótt með takmörkunum sé, og að almennar hönnunarreglur og kröfur um gerð og búnað séu uppfylltar, þótt frávik geti verið á því.
Sækja þarf um undanþágu til notkunar undanþáguökutækis vegna sérstaks flutnings eða flutninga til Samgöngustofu sem aflar samþykkis Vegagerðar og lögreglustjóra eins og við á í samræmi við verklagsreglur þar um. Undanþágu má veita fyrir einn flutning eða í tiltekinn tíma. Samgöngustofa getur sett nánari skilyrði fyrir leyfi og getur bundið undanþágu við til dæmis veðurfar, ástand vega og mannvirkja hverju sinni og gerð ökutækis.
Undanþágu má veita frá reglum um lengd, breidd, hæð, heildarþyngd og ásþunga ökutækis og vagnlestar. Þetta á við þegar nauðsyn þykir bera til, vegna óskiptanlegra eða sérstakra flutninga sem ekki geta með góðu móti farið fram með öðrum hætti:
flutningur á óskiptanlegum stórum farmi og/eða farmi í yfirþyngd. Þessum farmi er ekki unnt að skipta í tvo eða fleiri hluta til að flytja hann á vegum án ótilhlýðilegs kostnaðar eða hættu á skemmdum og sem af ástæðum sem varða stærð hans og þyngd er ekki unnt að flytja með ökutæki eða vagnlest án undanþágu.
undanþága frá lengd, breidd og hæð á skiptanlegum farmi ef augljós hagkvæmnisrök mæla með slíkum flutningum, enda sé umferðaröryggi ekki skert eða aukin hætta á skemmdum á vegamannvirkjum.
Óheimilt er að nota ökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk nema viðeigandi undanþága liggi fyrir og sé meðferðis.
Áhrif á skráningarmerki
Ökutæki í undanþáguakstri ber sérstök skráningarmerki (undanþágumerki).
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Eyjaökutæki"
Heimilt er að veita ökutækjum í Flatey á Breiðafirði, Grímsey og Hrísey undanþágu frá skoðunarskyldu að því tilskildu að þau séu ekki flutt frá eyjunni. Skulu þessi ökutæki auðkennd í ökutækjaskrá. Ef ökutækin eru flutt á meginlandið þá fellur undanþágan úr gildi og færa skal ökutækið án tafar til reglubundinnar skoðunar á næstu skoðunarstofu.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um skoðun ökutækja.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk (en skylt að skrá ökutækið úr honum þegar notkunarreglur eru ekki lengur uppfylltar).
Fyrir ökutækisflokka: Alla, óháð bæði annarri notkun og eiganda (umráðanda).
Skoðunarregla: Krafa um reglubundna skoðun fellur niður.
Samgöngustofa skráir eyjaökutæki í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar (sem skilað er til Samgöngustofu eða til skoðunarstofu). Eyjaökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með annarri umsókn en þá skal færa það tafarlaust til skoðunar sé komið að næstu reglubundnu skoðun.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til eyjaökutækja
Skráningin er ekki háð neinum sérstökum kröfum um gerð og búnað ökutækja.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur ekki áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Sendiráðsökutæki"
Sendiráðsökutæki eru ökutæki erlendra sendiráða og einnig erlendra sendiráðsmanna, maka þeirra og barna, sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar og eiga ekki lögheimili hér á landi.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að notkunin er skilgreind í alþjóðasamningum sem Íslands á aðild að varðandi starfsfemi sendiráða.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk þegar um slík ökutæki er að ræða.
Fyrir ökutækisflokka: Alla.
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Samgöngustofa skráir sendiráðsökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu (við innflutning). Einnig er það heimilt við nýskráningu (við kaup sendiráðs á nýju ökutæki) eða við kaup sendiráðs á notuðu ökutæki, og sér Samgöngustofa um að samþykkja þá skráningu. Sendiráðsökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta í almenna notkun í tengslum við eigndaskipti að uppfylltum skilyrðum (Samgöngustofa þarf að samþykkja).
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til sendiráðsökutækja
Við forskráningu (í tengslum við innflutning) þarf ekki að sýna fram á að kröfur um gerð og búnað ökutækja séu uppfylltar (með gögnum). Ökutækið þarf hinsvegar eða standast skráningarskoðun.
Við kaup á nýju eða notuðu ökutæki hér á landi sér Samgöngustofa um að samþykkja skráningu ökutækis í þennan notkunarflokk og á sendiráðsmerki. Ökutækið þarf ekki að uppfylla er sérstakar kröfur umfram það sem almennt gildir.
Áhrif á skráningarmerki
Sendiráðsökutæki bera sérstök skráningarmerki (sendiráðsmerki).
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Beltabifreið"
Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki og er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum og er 400 kg eða meira að eigin þyngd og getur verið hannað stærra en hámarksgildi reglugerðar um gerð og búnað ökutækja, eða reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja, segja til um.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og merkja verður sérstaklega ökutæki sem eru þannig hönnuð.
Skráningarheimild/skylda: Það er krafa að skrá ökutæki af þessari útfærslu í þennan notkunarflokk.
Fyrir ökutækisflokka: Bifreið sem flokkast sem beltabifreið (getur átt við um alla ökutækisflokka bifreiða).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu sé um beltabifreið að ræða. Í flestum tilfellum er ekki hægt að breyta ökutæki úr þessum notkunarflokki í almenna notkun.
Notkunarflokkur "Námuökutæki"
Námuökutæki er ökutæki sem er hannað stærra en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækja segja til um og er einkum ætlað til efnisflutninga utan vega eða innan afmarkaðra vinnusvæða.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og merkja verður sérstaklega ökutæki sem eru skráð til þessara nota.
Skráningarheimild/skylda: Það er krafa að skrá ökutæki af þessari útfærslu í þennan notkunarflokk.
Fyrir ökutækisflokka: Vörubifreið (N2, N3) og eftirvagn (O3, O4).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu sé það stærra en reglugerðir kveða á um og uppfyllir ekki kröfur til skráningar í almenna notkun. Í flestum tilfellum er ekki hægt að breyta ökutæki úr þessum notkunarflokki í almenna notkun.
Notkunarflokkur "Flugvallarökutæki"
Hópbifreið sem hönnuð er stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækis segir til um og ætluð er til fólksflutninga milli flugvélar og flugstöðvar innan afmarkaðs flugvallarsvæðis. Einnig önnur ökutæki sem notuð eru innan afmarkaðs flugvallarsvæðis.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og merkja verður sérstaklega ökutæki sem eru skráð til þessara nota.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki krafa) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk sé umsókn samþykkt.
Fyrir ökutækisflokka: Hópbifreið (M2, M3).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Samgöngustofa skráir ökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu sé það einungis ætlað til notkunar innan lokaðra athafnasvæða og uppfyllir ekki kröfur í reglugerðum varðandi skráningu í almenna notkun. Í flestum tilfellum er ekki hægt að breyta ökutæki úr þessum notkunarflokki í almenna notkun.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til beltabifreiða
Þessi skilyrði gilda:
Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og/eða til að draga annað ökutæki
Er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýrihjólum.
Er 400 kg eða meira að eigin þyngd.
Getur verið hannað stærra en hámarksgildi reglugerðar um gerð og búnað ökutækja, eða reglugerðar um stærð og þyngd ökutækja, segja til um.
Kröfur til námuökutækja
Vörubifreið eða eftirvagn, ef ökutækið er ætlað til efnisflutninga innan afmarkaðra vinnusvæða utan vega.
Kröfur til flugvallarökutækja
Hópbifreið sem hönnuð er stærri en hámarksgildi í reglum um stærð og þyngd ökutækis segir til um.
Áhrif á skráningarmerki
Um skráningarmerki ökutækja í þessum notkunarflokkum gildir:
Beltabifreið ber sérstök skráningarmerki sem kallast utanvegamerki.
Námuökutæki ber sérstök skráningarmerki sem kallast utanvegamerki. Námubifreið má ekki bera einkamerki.
Flugvallarökutæki ber sérstök skráningarmerki sem kallast utanvegamerki.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Vegavinnuökutæki"
Ökutæki sem notað er við vegagerð og vegaviðhald eða starfsemi sem tengist þessu.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og þau hafa heimild til m.a. sérstakra merkinga og ljósanotkunar.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki af þessari útfærslu í þennan notkunarflokk og öðlast þá heimild til að útfæra ljósabúnað með öðrum hætti og bera glitmerkingar.
Fyrir ökutækisflokka: Alla.
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Ökutæki sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist það breytingaskoðun þar að lútandi.
Notkunarflokkur "Björgunarbifreið"
Bifreið sem er sérstaklega búin til að draga óökufært og/eða mannlaust ökutæki.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og þau hafa heimild til m.a. sérstakra merkinga og ljósanotkunar.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki af þessari útfærslu í þennan notkunarflokk og öðlast þá heimild til að útfæra ljósabúnað með öðrum hætti.
Fyrir ökutækisflokka: Sendi- og vörubifreið (N).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til vegavinnuökutækja
Ökutæki sem notað er við vegagerð og vegaviðhald eða starfsemi sem tengist þessu.
Ökutæki sem aftanvert er búið sand- eða saltdreifara, hefur snjóruðningsbúnað eða notað er við annað sérhæft viðhald vega og vegagerð, skal búið a.m.k. einu varúðarljóskeri (sá nánar í skoðunarhandbók).
Heimilt er að hafa ýmis aukaljósker á ökutækinu og að bera viðvörunarglitmerkingar.
Kröfur til björgunarbifreiða
Bifreið sem er sérstaklega búin til að draga óökufært og/eða mannlaust ökutæki. Hún skal búin a.m.k. einu varúðarljóskeri og hefur heimild til að hafa aukaljósker (sjá nánar í skoðunarhandbók).
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Rallakstur"
Bifreið sem ætluð er til rallkeppni og getur verið sérbyggð og hönnuð sterkbyggðari en sambærileg bifreið og með aukabúnað sem almennt er ekki notaður í eða á bifreiðir í almennri umferð.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og í reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppnir.
Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá bifreið í þennan notkunarflokk uppfylli hún kröfurnar sem lýst er í þessu skjali. Við skráninguna fæst ákveðin undanþága frá reglugerð um gerð og búnað enda bifreiðin þá aðeins ætluð til notkunar utan opinberra vega. Krafa er um að bifreið sé skráð í þennan notkunarflokk til að geta tekið þátt í aksturskeppni.
Fyrir ökutækisflokka: Bifreið (getur átt við um alla ökutækisflokka bifreiða).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Samgöngustofa skráir bifreið í þennan notkunarflokk á grundvelli tilkynningar frá skoðunarstofu um að ökutæki hafi staðist breytingaskoðun vegna aksturskeppni. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.
Notkunarflokkur "Sérbyggð rallbifreið"
Bifreið sem ætluð er til rallkeppni og er sérbyggð og hönnuð sterkbyggðari en sambærileg bifreið og með aukabúnað sem almennt er ekki notaður í eða á bifreiðir í almennri umferð. Bifreiðin getur verið sérbyggð keppnisbifreið sem undanþegin hefur verið álagningu vörugjalds og ber að sérmerkja í ökutækjaskrá.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og í reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppnir.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá bifreið í þennan notkunarflokk enda sérsmíðuð, með vörugjaldsundanþágu og óheimilt að nota á opinberum vegum. Krafa er um að bifreið sé skráð í þennan notkunarflokk til að geta tekið þátt í aksturskeppni.
Fyrir ökutækisflokka: Bifreið (getur átt við um alla ökutækisflokka bifreiða).
Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.
Samgöngustofa skráir bifreið í þennan notkunarflokk á grundvelli vottorðs frá framleiðanda og rökstuddri yfirlýsingu samtaka um akstursíþróttir þess efnis að bifreiðin sé sérsmíðuð keppnisbifreið til aksturskeppni. Notkunarflokkurinn á við sérbyggða keppnisbifreið til rallaksturs sem heimilt er að undanþiggja álagningu vörugjalds samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð um vörugjald af ökutækjum. Skráð er í notkunarflokkinn uppfylli bifreiðin skilyrði reglugerðar. Bifreiðin skal bera utanvegamerki. Bifreið sem skráð er í þennan notkunarflokk verður ekki breytt í almenna notkun.
Kröfur til ökutækjanna
Skráning rallbifreiða og undanþágur
Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er rallbifreið skilgreind sem bifreið sem ætluð er til rallkeppni og getur verið sérbyggð og hönnuð sterkbyggðari en sambærileg bifreið og með aukabúnað sem almennt er ekki notaður í eða á bifreiðir í almennri umferð. Jafnframt er tiltekið að kröfur um búnað skuli uppfylla samkvæmt reglugerðinni eftir því sem við á.
Í reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppnir er tiltekið að ökutæki sem notað sé í rallkeppni skuli fullnægja skilyrðum laga og reglna um skráningu, gerð og búnað ökutækja, þó sé heimilt að veita undanþágur í samræmi við verklagsreglur sem Ríkislögreglustjóri veitir, og tiltekið hámark er á hávaða.
Ríkislögreglustjóri setur verklagsreglur, byggðar á alþjóðlegum reglum um akstursíþróttir. Þar er tiltekið að Samgöngustofa (áður Umferðarstofa) geti veitt heimild til undanþága sem þó megi ekki ganga lengra en keppnisreglur AKÍS (áður LÍA) kveða á um. Undanþágur þessar eru tilteknar í kaflanum "Heimilar undanþágu frá gerð og búnaði".
Í reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni er tiltekið að skrá skuli sérstaklega í ökutækjaskrá, svo og í skráningarskírteini, ef ökutæki er notað í rallkeppni, og að ökutæki sem þannig er skráð sé óheimilt að nota í almennri umferð. Jafnframt að fyrir hverja keppni skuli skoða slíkt ökutæki af þar til kvöddum eftirlitsmönnum sem lögreglustjóri samþykkir, og til að skrá það aftur í almenna notkun skuli það fært til breytingaskoðunar á skoðunarstofu.
Takmörkun á notkun rallbifreiða
Rallbifreiðar eru ætlaðar til notkunar á afmörkuðum svæðum. Þeim er því óheimilt að aka á vegum en með þeirri undantekningu að heimilt er að aka á vegum vegna þátttöku í rallkeppnum og við æfingaakstur samkvæmt reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni.
Heimilar undanþágur frá gerð og búnaði
Bifreið sem nota á í aksturskeppni má víkja frá reglugerð um gerð og búnað ökutækja í eftirfarandi tilvikum samkvæmt heimild frá Samgöngustofu, sbr. reglur RLS:
(K1) Hemlar: Ekki er krafa um stöðuhemil (vélrænan hemil sem læsir hjólum). Einnig heimilt að sérútbúa handstýringu á hemla einstakra hjóla eða ása, með vökva- eða vélrænni yfirfærslu.
(K3) Rúður: Heimilt er að hafa hliðarrúður úr plasti sem ekki mynda oddhvassar brúnir þó að það brotni, og að hafa rúðufilmur öllum rúðum nema framrúðu. Heimilt er að hafa auglýsingaborða í framrúðum.
(K4) Tenging og ljósstyrkur ljóskastara: Ekki eru takmörk á fjölda ljóskastara eða sérstakar kröfur um tengingu þeirra.
(K5) Naglar í hjólbörðum: Engar takmarkanir eru á fjölda nagla í hjólbörðum.
(K7) Hraðamælir: Ekki er krafa um hraðamæli.
(K7) Öryggispúðar: Heimilt er að fjarlægja öryggispúða.
(K8) Hávaðamengun: Má ekki fara yfir 100 dB þegar mælt er samkvæmt nálægðarmæliaðferð.
(K8) Útblástursmengun: Ekki er krafa að reglur um útblástursmengun séu uppfylltar og heimilt er að fjarlægja hvarfakúta.
Uppfylli búnaður að öðru leyti ekki lágmarkskröfur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja ber að hafna skoðun og skráningu bifreiðarinnar sem rallbifreið, sbr. lýsingar í formála skoðunarhandbókar.
Sérbúnaður í keppni (skoðaður af AKÍS)
Í keppnisreglum AKÍS fyrir rallý eru eftirfarandi kröfur gerðar til ökutækja í keppni og eru þær skoðaðar af eftirlitsmönnum AKÍS í tengslum við hverja keppni. Sumar kröfurnar ganga lengra en reglugerð um gerð og búnað, aðrar víkja frá kröfunum og krefjast fyrrgreindra undanþága. Listinn er birtur hér til fróðleiks.
(K3) Rúður: Vera með framrúðu úr öryggisgleri (5.2.1.e). Hliðarrúður skulu vera með álímdri filmu til að varna því að brot dreifist (5.2.1.f)
(K4) Rafkerfi: Rafgeymir skal tryggilega festur. Sé rafgeymir í ökumannsrými skal hann vera þurrgeymir (5.2.1.n). Straumrofi er skylda (5.2.1.o). Hann skal vera með snerli eða handfangi og greinilega merktur á/af (on/off) (5.2.1.o.i). Hann á að rjúfa allan straum og drepa á ökutækinu (5.2.1.o.ii).
(K6) Ökumannsrými: Vera með öryggisbúr samkvæmt reglum FIA , viðauka J, grein 253-8 (5.2.1.a). Vatnsrör sem eru hluti af kælikerfi og liggja í gegnum ökumannsrými skulu vera ósamsett (5.2.1.j). Hafa allan farangur og annan búnað tryggilega festan (5.2.1.i). Bannað er að hafa eldfima vökva í lausum ílátum í ökutæki, að viðlagðri brottvísun úr keppni (5.2.1.q).
(K6) Olíuleiðslur: Olíuleiðslur skulu vera viðurkenndar háþrýstislöngur (5.2.1.k).
(K6) Eldsneytiskerfi: Sé notaður eldsneytisgeymir annar en sá upprunalegi skal hann vera tryggilega festur. Útöndun skal ná út fyrir yfirbyggingu og niður fyrir tank og hafa einstreymisloka. Þannig skal gengið frá honum að bensín leki ekki út. Bannað er að staðsetja eldsneytisgeymi í ökumannsrými (5.2.1.l). Eldsneytislagnir inni í ökutæki skulu vera úr eir, stáli eða vírofnum slöngum. Öll samskeyti á eldsneytislögnum eru bönnuð í ökumannsrými (5.2.1.m).
(K6) Sæti: Vera útbúið körfustólum og skulu þeir bera vottun FIA (5.2.1.b).
(K7) Öryggisbelti: Vera með öryggisbelti samkvæmt stöðlum FIA , með lágmark 5 punkta festingum (5.2.1.c).
(K7) Slökkvitæki og sjúkrakassi: Hafa slökkvitæki, minnst 4 kíló að heildarinnihaldi í ekki færri en tveimur ílátum, staðsett þannig að auðvelt sé fyrir ökumenn að ná til þeirra og skulu þau tryggilega fest, eða hafa slökkvikerfi sem viðurkennt er af FIA (5.2.1.d). Miði frá hæfum aðila skal vera á slökkvibúnaði sem staðfestir gildistíma (5.2.1.d.i). Vera útbúið viðurkenndum sjúkrakassa (5.2.1.h).
(K7) Viðvörunarþríhyrningar: Hafa 2 endurskinsþríhyrninga til notkunar í neyðartilvikum (5.2.1.g).
(K7) Öryggispúðar: Allir loftpúðar í ökumannsrými skulu fjarlægðir (5.2.1.p).
Áhrif á skráningarmerki
Í reglugerð um skráningu ökutækja er tiltekið að sérstök skráningarmerki skuli auðkenna sérbyggða keppnisbifreið til rallaksturs sem hefur verið undanþegin álagningu vörugjalds (sbr. reglugerð um vörugjald af ökutækjum). Sé ekki um slíka undanþágu að ræða er bifreiðin á hefðbundnum skráningarmerkjum.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppnir nr. 507/2007.
Verklagsreglur fyrir akstursíþróttir og aksturskeppnir í samræmi við reglugerð nr. 507/2007, Ríkislögreglustjóri (2/2008 U)
Keppnisgreinarreglur fyrir rallý 2022, AKÍS (21.11.2021)
Efni kaflans
Skilgreining notkunarflokkanna
Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.
Notkunarflokkur "Ófullgert ökutæki"
Heildargerðarviðurkennt ökutæki sem framleitt er í fleiri en einu smíðaþrepi er forskráð í þennan notkunarflokk ef smíði er ekki lokið (samanber samræmisyfirlýsingu þess, CoC vottorð). Sjá nánar um nýskráningu ófullgerðs ökutækis.
Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins er varða viðurkenningu á og markaðseftirlit með ökutækjum og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í ökutæki sem eru skráningarskyld hér á landi.
Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá heildargerðarviðurkennt ökutæki í þennan notkunarflokk ef smíði þess er ólokið samkvæmt samræmisyfirlýsingu (CoC).
Fyrir ökutækisflokka: Alla (nema torfærutæki).
Skoðunarregla: Óbreytt (en takmörkun er á notkun þar til smíði er lokið).
Samgöngustofa skráir ófullgert ökutæki í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar um forskráningu. Þegar smíði er lokið, hvort sem það gerist fyrir eða eftir nýskráningu, er notkunarflokki breytt (af Samgöngustofu) í viðeigandi notkunarflokk.
Kröfur til ökutækjanna
Kröfur til ófullgerðra ökutækja
Ökutæki sem er ófullgert getur verið hæft til aksturs í almennri umferð eða ekki. Þegar svo er ekki er nýskráning ekki heimil. Gefinn er frestur til að klára smíði ökutækis sem fengið hefur heimild til nýskráningar.
Áhrif á skráningarmerki
Skráningin hefur ekki áhrif á skráningarmerkið.
Lög og reglur
Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):
Umferðarlög nr. 77/2019.
Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.
Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.