Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkanna

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Fornökutæki"

    Bifreið eða bifhjól sem ekki er ætluð til almennrar notkunar og telst vera safngripur og er eða verður að minnsta kosti 25 ára á almanaksárinu.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað og reglugerð um skoðun ökutækja.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki skylt) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk.

    • Fyrir ökutækisflokka: Bifreið og bifhjól.

    • Skoðunarregla: Skoðunartíðni verður (1|2)-2-2-2-2-2... (fyrsta skoðun eftir breytingu gæti orðið sama ár eða árið eftir breytinguna, og svo annað hvert ár eftir það, af því að nýja skoðunartíðnin byrjar að telja frá fyrsta skráningarári).

    Samgöngustofa skráir fornökutæki í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar (sem skilað er til Samgöngustofu eða til skoðunarstofu). Fornökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun með annarri umsókn (nema á því sé breytingalás sem banni það).

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til fornökutækja

    Skráningin er ekki háð neinum kröfum um gerð og búnað ökutækja.

    Áhrif á skráningarmerki

    Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.