Fara beint í efnið

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. ágúst 2024 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkana

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Vegavinnuökutæki"

    Ökutæki sem notað er við vegagerð og vegaviðhald eða starfsemi sem tengist þessu.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og þau hafa heimild til m.a. sérstakra merkinga og ljósanotkunar.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki af þessari útfærslu í þennan notkunarflokk og öðlast þá heimild til að útfæra ljósabúnað með öðrum hætti og bera glitmerkingar.

    • Fyrir ökutækisflokka: Alla.

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Ökutæki sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist það breytingaskoðun þar að lútandi.

    Notkunarflokkur "Björgunarbifreið"

    Bifreið sem er sérstaklega búin til að draga óökufært og/eða mannlaust ökutæki.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og þau hafa heimild til m.a. sérstakra merkinga og ljósanotkunar.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki af þessari útfærslu í þennan notkunarflokk og öðlast þá heimild til að útfæra ljósabúnað með öðrum hætti.

    • Fyrir ökutækisflokka: Sendi- og vörubifreið (N).

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til vegavinnuökutækja

    Ökutæki sem notað er við vegagerð og vegaviðhald eða starfsemi sem tengist þessu.

    Ökutæki sem aftanvert er búið sand- eða saltdreifara, hefur snjóruðningsbúnað eða notað er við annað sérhæft viðhald vega og vegagerð, skal búið a.m.k. einu varúðarljóskeri (sá nánar í skoðunarhandbók).

    Heimilt er að hafa ýmis aukaljósker á ökutækinu og að bera viðvörunarglitmerkingar.

    Kröfur til björgunarbifreiða

    Bifreið sem er sérstaklega búin til að draga óökufært og/eða mannlaust ökutæki. Hún skal búin a.m.k. einu varúðarljóskeri og hefur heimild til að hafa aukaljósker (sjá nánar í skoðunarhandbók).

    Skráningarmerki

    Skráningin hefur engin áhrif á skráningarmerkið.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.