Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkanna

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Sendiráðsökutæki"

    Sendiráðsökutæki eru ökutæki erlendra sendiráða og einnig erlendra sendiráðsmanna, maka þeirra og barna, sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar og eiga ekki lögheimili hér á landi.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að notkunin er skilgreind í alþjóðasamningum sem Íslands á aðild að varðandi starfsfemi sendiráða.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk þegar um slík ökutæki er að ræða.

    • Fyrir ökutækisflokka: Alla.

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Samgöngustofa skráir sendiráðsökutæki í þennan notkunarflokk við forskráningu (við innflutning). Einnig er það heimilt við nýskráningu (við kaup sendiráðs á nýju ökutæki) eða við kaup sendiráðs á notuðu ökutæki, og sér Samgöngustofa um að samþykkja þá skráningu. Sendiráðsökutæki sem skráð er í þennan notkunarflokk má breyta í almenna notkun í tengslum við eigndaskipti að uppfylltum skilyrðum (Samgöngustofa þarf að samþykkja).

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til sendiráðsökutækja

    Við forskráningu (í tengslum við innflutning) þarf ekki að sýna fram á að kröfur um gerð og búnað ökutækja séu uppfylltar (með gögnum). Ökutækið þarf hinsvegar eða standast skráningarskoðun.

    Við kaup á nýju eða notuðu ökutæki hér á landi sér Samgöngustofa um að samþykkja skráningu ökutækis í þennan notkunarflokk og á sendiráðsmerki. Ökutækið þarf ekki að uppfylla er sérstakar kröfur umfram það sem almennt gildir.

    Áhrif á skráningarmerki

    Sendiráðsökutæki bera sérstök skráningarmerki (sendiráðsmerki).

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.