Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkanna

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Sérstök not" (olíumerki)

    Heimilt er að skrá í þennan notkunarflokk tilteknar bifreiðir sem ætlaðar eru til sérstakra nota og brenna að meginhluta til dísilolíu í kyrrstöðu. Af þeim skal þá greiða sérstakt kílómetragjald og fá í staðinn heimild til að taka litaða olíu. Þau skulu bera sérstök skráningarmerki sem kallast olíumerki.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og sérstakar kröfur eru gerðar til bifreiða sem heimilt er að merkja með olíumerkjum.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er heimilt (ekki krafa) að skrá ökutæki í þennan notkunarflokk uppfylli hún kröfurnar sem lýst er í þessu skjali.

    • Fyrir ökutækisflokka: Vörubifreið (N).

    • Skoðunarregla: Skoðunarreglu ökutækisflokksins er fylgt.

    Skoðunarstofa sér um að tilkynna ökutæki í notkunarflokkinn á US.111 samhliða breytingaskoðun. Bifreið sem skráð í þennan notkunarflokk má breyta til baka í almenna notkun standist hún breytingaskoðun þar að lútandi.

    Kröfur til ökutækjanna

    Ökutæki í sérstökum notum

    Þau skilyrði sem þarf að uppfylla eru:

    • Ökutæki verður að vera vörubifreið með leyfða heildarþyngd 5.000 kg eða meira.

    • Bifreið skal vera búin ökumæli og lesið skal af honum og staðan skráð í Trukkinn.

    Bifreið skal vera með varanlegum áföstum búnaði til sérstakra nota (ekki með útskiptanlegri yfirbyggingu). Undir það falla eftirfarandi ábyggingar og áfestur búnaður:

    • Borkranabifreið sem ekki er ætluð til fólks- eða vöruflutninga enda skráð með jarðbor sem yfirbyggingu (yfirbygging 014 Jarðbor).

    • Hreinsibifreið sem eingöngu er skráð með hreinsibúnað sem yfirbyggingu og er sérstaklega útbúin og hönnuð til hreinsunar á götum, holræsum, stíflulosunar, lagnahreinsunar, þ.m.t. þurrsugubifreið með sogdælu (yfirbygging 013 Hreinsibúnaður).

    • Kranabifreið, sem ekki er ætluð til fólks- eða farmflutninga enda eingöngu skráð með krana sem yfirbyggingu og aðeins nýtt sem slík (yfirbygging 017 Krani <25tm, 033 Krani >25tm eða 039 Bílkrani >25 tm).

    • Körfubifreið sem ekki er ætluð til fólks- eða farmflutninga enda eingöngu skráð með körfu sem yfirbyggingu og aðeins nýtt sem slík (yfirbygging 018 Karfa).

    • Myndavélabifreið (yfirbygging 041 Myndavélabifreið).

    • Slökkvibifreið sem er dælubifreið (yfirbygging 031 Slökkvidæla).

    • Steypubifreið sem skráð er með steyputunnu eða steypudælu sem yfirbyggingu (yfirbygging 026 Steypudæla og 004 Steyputunna).

    • Úðunarbifreið sem skráð er með úðunarbúnað sem yfirbyggingu og sérstaklega er útbúin til úðunar á vegi eða við vegagerð (yfirbygging 032 Úðunarbúnaður).

    • Vörubifreið með krana yfir 25 tonnmetra, með fastan pall og án nokkurs tengibúnaðar. Með föstum palli er átt við vörupall sem hvorki er lyftanlegur né verður fjarlægður tímabundið. Með tengibúnaði er átt við stól fyrir festivagn eða krók fyrir hengi- eða tengivagn. (yfirbygging 033 Krani >25 tonnmetrum + 006 Flatpallur).

    • Mjólkurflutningabifreið sem skráð er með tank sem yfirbyggingu og án nokkurs tengibúnaðar og er sérstaklega útbúin og eingöngu notuð til að safna mjólk frá búum (yfirbygging 003 Mjólkurtankur).

    • Vörubifreið sem útbúin er til blöndunar og hleðslu á sérstökum efnablöndum sem ætlaðar eru til sprenginga (yfirbygging 042 Efnablöndunarbúnaður).

    • Sérhæfðar afgreiðslubifreiðir sem eru sérútbúnar til að afgreiða eldsneyti á flugvélar og eru eingöngu notaðar á lokuðu svæði flugvallar (yfirbygging 043 Flugvélaeldsneytisdæla).

    Áhrif á skráningarmerki

    Bifreið skal vera merkt með sérstökum skráningarmerkjum (olíumerki).

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja nr. 155/2007.