Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráningareglur ökutækja

Þjónustuaðili:

Síðast uppfært:

1. október 2025 -

Gildir frá: 01.06.2024. Skráningareglur ökutækja eru fyrir fagaðila sem sinna skráningum í umboði Samgöngustofu eða tilkynna breytingar í ökutækjaskrá samkvæmt lögum.

    Notkunarflokkaskráningar

    Eftirtaldir aðilar geta gert samning um að vinna í umboði Samgöngustofu hvað varðar skráningu ökutækja í notkunarflokk í tengslum við opinberar skoðanir þeirra eða nýskráningar (kallaðir þjónustuaðilar):

    • Faggiltar skoðunarstofur ökutækja

    • Umboð (ökutækja) með fulltrúa B

    Efni kaflans

    Skilgreining notkunarflokkanna

    Um eftirfarandi notkunarflokka í ökutækjaskrá er að ræða.

    Notkunarflokkur "Ófullgert ökutæki"

    Heildargerðarviðurkennt ökutæki sem framleitt er í fleiri en einu smíðaþrepi er forskráð í þennan notkunarflokk ef smíði er ekki lokið (samanber samræmisyfirlýsingu þess, CoC vottorð). Sjá nánar um nýskráningu ófullgerðs ökutækis.

    • Tilvist: Notkunarflokkurinn er til vegna þess að hann er skilgreindur í tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins er varða viðurkenningu á og markaðseftirlit með ökutækjum og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í ökutæki sem eru skráningarskyld hér á landi.

    • Skráningarheimild/skylda: Það er skylt að skrá heildargerðarviðurkennt ökutæki í þennan notkunarflokk ef smíði þess er ólokið samkvæmt samræmisyfirlýsingu (CoC).

    • Fyrir ökutækisflokka: Alla (nema torfærutæki).

    • Skoðunarregla: Óbreytt (en takmörkun er á notkun þar til smíði er lokið).

    Samgöngustofa skráir ófullgert ökutæki í þennan notkunarflokk á grundvelli umsóknar um forskráningu. Þegar smíði er lokið, hvort sem það gerist fyrir eða eftir nýskráningu, er notkunarflokki breytt (af Samgöngustofu) í viðeigandi notkunarflokk.

    Kröfur til ökutækjanna

    Kröfur til ófullgerðra ökutækja

    Ökutæki sem er ófullgert getur verið hæft til aksturs í almennri umferð eða ekki. Þegar svo er ekki er nýskráning ekki heimil. Gefinn er frestur til að klára smíði ökutækis sem fengið hefur heimild til nýskráningar.

    Áhrif á skráningarmerki

    Skráningin hefur ekki áhrif á skráningarmerkið.

    Lög og reglur

    Frekari upplýsingar er að finna í eftirfarandi lögum, reglugerðum og/eða reglum (með viðbótum eftir því sem við á):

    • Umferðarlög nr. 77/2019.

    • Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.

    • Reglugerð um skráningu ökutækja nr. 751/2003.

    • Reglugerð um skoðun ökutækja nr. 414/2021.